Litli Bergþór - 01.12.2012, Page 30

Litli Bergþór - 01.12.2012, Page 30
30 Litli-Bergþór Þær Camilla og Guðný Rósa beittu sinni alkunnu snilld við að útbúa eitthvað æti- legt í liðið úr engu: Guðný Rósa með glöðu geði, gerir skonsur í mannskapinn. Stendur keik í eldhússtreði, steikir bita í magann minn. MÞJ Kát sig Milla í líma leggur, lummur bakar úr hafragraut. Enginn verður hér svangur seggur, segjum “farvel” við hungurþraut. MÞJ Í hádeginu hafragraut, hafa skal í matinn. Úti fennir holt og laut, hvar er veðurbatinn? EJ & MÞJ Eitthvað var mönnum farið að leiðast: Að hanga og bíða, öld og ár, yndi þykir lítið. Að fjallmenn fengju legusár, forðum þótti skrítið. JHE Fjallmenn liggja fenntir inni í sínu fleti, uppfullir af leiða og leti, leiðindi af þessu hreti. MÞJ Leiddist okkur letin sú, liggja í bæli þröngu. Í hesthúsið við héldum þrjú, í heilsubótargöngu. JHE Safnið komið í heimahaga, nálægt Kjarnholtum. Matseljurnar okkar góðu, Guðný Rósa og Camilla njóta lífsins yfir kaffibolla í Myrkholti, nýkomnar af fjalli. EJ: Egill Jónasson JHE: Jón Hjalti Eiríksson KKG: Klemenz K. Guðmundsson MÞJ: María Þ. Jónsdóttir

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.