Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 26
26 Litli-Bergþór Albert Haukur Daðason er fæddur í Reykjavík 7. september 1925. Foreldrar hans voru Daði Guðmundsson frá Selárdal í Hörðudal og Guðlaug Guðjónsdóttir á Skúmstöðum á Eyrarbakka. Þau bjuggu aldrei saman. Guðlaug móðir Hauks eignaðist eina dóttur, Ingibjörgu Sigvaldadóttur, hálfsystur Hauks, með manni sínum Sigvalda Sigurðssyni. Um áramótin 1930 verður sá hörmulegi atburður að þau móðir hans og stjúpi farast bæði í húsi sínu út frá reykeitrun frá kolaofni. Systir hans, þá níu mánaða gömul, hafði sofnað kvöldið áður hjá vinafólki í læknishúsinu á Eyrarbakka og vegna fannfergis og ófærðar var ákveðið að leyfa henni sofa þar um nóttina. Ugglaust var sú ákvörðun hennar lífgjöf. Forlögin höfðu löngu áður forðað Hauki frá þessum válega atburði en hann ólst alla tíð upp hjá ömmu sinni og afa, þeim Guðrúnu Vigfúsdóttur og Guðjóni Jónssyni á Skúmstöðum á Eyrarbakka. Þar voru einnig til heimilis móðurbræður hans, þeir Eyþór og Jón, og áttu þeir einnig drjúgan þátt í hans mótunarárum. Skömmu eftir móðurmissinn deyr Guðjón, afi Hauks, en Guðrúnar ömmu sinnar naut Haukur all lengi eða til ársins 1959 en hún hafði sannarlega gengið honum í móðurstað og naut hann leiðsagnar hennar og ástríkis í góðu samfélagi og umhyggju sinna móðurbræðra. Sáralítil voru samskipti Hauks við blóðföður sinn, Daða, sem hann hitti í fyrsta sinn á fullorðinsárum. Á uppvaxtar- og bernskuárum Hauks er Eyrar- bakki nafli alheimsins. Þar er gríðarmikil verslun, bæði inn og útflutningshöfn, sláturhús, fiskverkun, útgerð og Iðnskóli, þar sem m.a. Tungnamennirnir Diðrik Jónsson í Einiholti og Lýður Sæmundsson á Gýgjarhóli, sóttu sína iðnmenntun. Þá var einnig almennur búskapur á flestum heimilum, þar sem fólk bjó með hesta, kindur, kýr, hænur og fleira sem gerði það að verkum að þorpið iðaði af mannlífi fólks á öllum aldri. Á þeim árum var ekki búið að finna upp leikskóla, róluvelli, íþróttahús eða annað viðlíka efni til afþreyingar fyrir ungmenni þeirra tíma. Aftur á móti byggðist lífsgleði barna og unglinga á Eyrarbakka, eins og víða annarsstaðar, á frumkvæði og uppfinningasemi þeirra sjálfra. Þarna var kjörið umhverfi fyrir allskyns prakkarastrik. Ekki er ég alveg viss, en renni þó í grun, að Hauki hafi auðnast að leggja þarna grunn að sinni sérþekkingu á allskyns prakkara- og strýðnishæfileikum sem löngum hefur verið hans sérgrein og ekki virðist mér hann hafa lagast mikið með aldrinum. Já, hann beygðist snemma krókurinn, hann var ekki hár í loftinu þegar hann var orðin mjög virkur í allsherjar hrekkjalómafélagi á Bakkanum. Haukur mun trúlega seint viðurkenna það en ég renni samt í grun að hann hafi frekar verið þar í framvarðarsveit en baka til. Frægast var um stórkostlegan reimleika í skólanum, þar sem skúringafötur endastungust fullar af vatni án þess að nokkur maður kæmi nærri og skúringakonan hljóp organdi heim til sín með draugana á hælum sér og neitaði svo að skúra meir í því draugabæli. Eða í húsi einu þar sem einhver árrisulasti bóndinn beið endalaust eftir dagrenningu og fór ekki framúr fyrr en 70 ára vera Hauks Daðasonar í Biskupstungum Afmælishátíð haldin að Vatnsleysu þann 1. desember 2012 af því tilefni. Erindi flutt af Einari Gíslasyni í Kjarnholtum. Haukur á góðum degi í Tungnaréttum á árum áður.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.