Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Page 36

Frjáls verslun - 01.02.2006, Page 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 D A G B Ó K I N VELGENGNI ER AÐ GLÍMA VIÐ VERKEFNI – OG FINNA LAUSNINA Sú tilfinning sem fylgir því að ljúka verkefni á farsælan hátt – stóru eða smáu, krefjandi eða auðveldu – er engu lík. Glitnir er á heimavelli á sviði fjármála og þar býr bankinn að langri reynslu. Okkur þykir fátt jafn gefandi og að finna snjalla lausn á flóknu úrlausnarefni. Lausn sem skilar viðskiptavinum okkar ávinningi. FJÁRHAGSLEG VELGENGNI ÞÍN ER OKKAR VERKEFNI Í lögfræðilegri greinargerð, sem unnin var fyrir Byko vegna þessa máls, kom fram að það gæti verið brot á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga að úthluta Bauhaus lóð sem Byko hefur sóst eftir fyrir svipaða starfsemi árum saman. Jón Helgi Guðmunds- son, stjórn- arformaður Byko, sendi frá sér yfirlýsingu stjórnar Byko vegna orða Bauhaus, en þar sagði m.a.: „BYKO hafði aldrei afskipti af viðræðum Bauhaus og Urriða- holts um kaup Bauhaus á lóð fyrir byggingarvöruverslun í Urriðaholti í Garðabæ. Bauhaus og Urriðaholt slitu sjálf viðræð- unum án þess að BYKO hefði neina vitneskju eða þekkingu þar um. Eftir að þeim hafði verið slitið kannaði Urriðaholt vilja BYKO til kaupa á umræddri lóð og viðræður á milli fyrirtækjanna hófust. Stjórn BYKO harmar að sjá með hvaða hætti fyrirtækið er dregið inn í umræðu sem á sér enga stoð í veruleikanum. BYKO hefur alltaf og mun alltaf leggja sig fram um að þjóna við- skiptavinum sínum í eðlilegu og heilbrigðu samkeppnisumhverfi. Því miður hafa forsvarsmenn Bauhaus ítrekað farið með rangt mál og reynt að sverta starfs- hætti BYKO. Undarlegt er að sjá þýskt stórfyrirtæki beita slíkum vinnubrögðum við að koma sér fyrir á markaðnum hér á landi.“ 9. mars Fjárfestingin í Magasin búin að borga sig Hún vakti mikla athygli yfirlýsing Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, í samtali við danska blaðið Börsen að fjárfest- ing Baugs í Magasin du Nord sé nánast búin að borga sig upp enda hafi hún skilað 300 millj- ónum danskra króna í hagnað í næsta mánuði. Jón bætti því svo við að stefna Baugs væri að það fé sem það legði í fyrirtæki í Danmörku og Bretlandi skil- aði sér aftur í vasa eigendanna innan þriggja ára og að það hefði gengið eftir varðandi dönsku verslunina Magasin. Það verður fróðlegt að fylgjast með afkomu- tölum Magasin á næstunni - en á það skal bent að mikil fasteigna- viðskipti fylgdu kaupum Baugs á fyrirtækinu. Jón Ásgeir Jóhannesson. 9. mars Tilfinningar þvælast ekki fyrir Það voru fleiri en Jón Ásgeir sem voru með yfirlýsingar við dönsku fjölmiðlana um að fjárfestingar Íslendinga séu að skila sér til baka. Þannig sagði Hannes Smárason, forstjóri FL Group, við Börsen að útlit væri fyrir að hagn- aður félagsins af rekstri Sterling og Maersk Air fyrir skatta og afskriftir næmi 345 milljónum danskra króna á þessu ári, eða um 3,9 milljarða króna. Hannes bætti því við að velgengni íslenskra fjárfesta í Danmörku réðust m.a. af því að þeir létu ekki stjórnast af tilfinningum. 10. mars Róbert Melax selur í Degi Group Róbert Melax hefur selt eign- arhluti sína í Degi Group og Nordex til Árdegis sem eru í eigu hjónanna Sverris Bergs Steinarssonar og Ragnhildar Önnu Jónsdóttur. Þau hjón eiga núna bæði félögin að fullu. Róbert átti meirihlutann í Degi Group. Í byrjun febrúar sl. seldi Dagur Group fyrirtækið Senu til Dags- brúnar. Dagur Group á og rekur 9 BT verslanir, 3 Skífuverslanir, 2 verslanir undir nafni Hljóð- færahússins auk Sony Center í Kringlunni. Nordex rekur verslun- ina Next í Kringlunni. Þá rekur Árdegi verslunina NOA NOA í Kringlunni og fer fyrir fjárfestingu í raftækjakeðjunni Merlin sem rekur 48 verslanir í Danmörku. 15. mars Allir sýknaðir í Baugsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn- aði alla ákærðu í Baugsmálinu af öllum átta ákæruliðunum. Þetta mál er þó væntanlega hvergi búið því flestir reikna með að saksóknari sendi málið fyrir Hæstarétt og sömuleiðis að hann ákæri aftur í einverjum þeirra 32 liða sem Hæstiréttur vísaði frá vegna þess að ákær- urnar væru ekki dómtækar. Héraðsdómur féllst heldur ekki á að fjórir ákærðu hefðu sett fram rangar upplýsingar í árs- reikningum Baugs. Lánin, sem forsvarsmenn Baugs fengu frá félaginu, þóttu ekki eiginleg lán, eins og saksóknari hélt fram. Jón Gerald Sullenberger var lykilvitni ákæruvaldsins í ákæru vegna tollalagabrota. Framburður hans þótti ekki sannfærandi og var það rökstutt af dómnum þannig að vitað væri að hann bæri þungan hug til Jóns Ásgeirs Jón Helgi Guð- mundsson. Róbert Melax. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði alla ákærðu í Baugsmálinu af öllum átta ákæruliðunum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.