Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Page 105

Frjáls verslun - 01.07.2006, Page 105
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 105 Áslaug María Friðriks-dóttir, MSc. í vinnusál-fræði og framkvæmda- stjóri Sjá ehf., var ein af stofn- endum Sjá viðmótsprófana ehf. árið 2001. Áslaug er einnig varaborgarfulltrúi í Reykjavík síðan í vor. Sjá hefur frá upp- hafi notendaprófað fjöldann allan af vefsíðum og hug- búnað fyrir ýmis fyrirtæki en notendaprófanir, úttektir og mat á viðmóti vefja er það sem fyrirtækið sérhæfir sig í. Að auki hefur Sjá lagt áherslu á að þeir sem halda úti vefjum móti sér stefnu og framtíð- arsýn svo að ná megi enn betri árangri og býður upp á ýmiss konar þjónustu þeim til aðstoðar. „Þegar Sjá var stofnað vissu fáir hvert við vorum að fara með þessari þjónustu og ekki margir sem spáðu okkur löngum lífdaga,“ segir Áslaug, „en síðan þá finnst mér skiln- ingurinn hafa aukist verulega á mikilvægi þess að vefsíður séu auðveldar í notkun ekki síður en þær líti vel út og hafi upp á eitthvað gagnlegt að bjóða. Íslenskir vefir eiga samt ennþá langt í land og stundum finnst mér fyrirtæki vera ótrúlega sein að taka við sér og nýta það sem vefurinn getur fyrir þau gert. Enn eru mörg fyrirtæki sem taka þessi mál ekki alvarlega og hjá fjölda fyrirtækja er vef- urinn aðeins afgangsstærð og vefumsjón er dembt á starfs- menn sem hafa ekki tíma og jafnvel engan áhuga á að skoða þessi mál af alvöru.“ Innri vefirnir eru helsta áhugamál Áslaugar: „Ég hef fengið tækifæri til að koma að þróun og gerð innri vefja nokk- urra íslenskra stórfyrirtækja og tel að þarna geti verið um afar áhrifamikið tæki að ræða. Bæði til að auðvelda upplýs- ingaflæði og til að varðveita öðruvísi þekkingu en hingað til hefur verið skráð í skjalasöfnin, þ.e. um aðferðir og ábendingar sem skipta svo miklu máli til að auka samvinnu milli starfs- manna.“ Áslaug segist hafa numið vinnusálfræði á sínum tíma þar sem henni fannst það vera mjög hagnýtt fag sem hún getur staðfest nú. „Margir spyrja hvort ég ætli ekkert að fara að hagnýta mér menntun mína en átta sig ekki á því að ég er að því í mínu starfi. Einn þáttur vinnusálfræðinnar eru sam- skipti manns og tölvu og það er einmitt það sem við hjá Sjá erum alltaf að skoða. Með mér starfar frábær hópur, flestir úr sálfræði og mannfræði, verk- efnin eru fjölbreytt og halda okkur vel við efnið. Þjónusta Sjá hefur aðeins breyst á síð- ustu árum, við höfum reynt að laga okkur að þörfum við- skiptavina, vinnum hratt og reynum að hafa sveigjanleik- ann í fyrirrúmi – þó auðvitað aldrei á kostnað gæðanna.“ Nafn: Áslaug María Friðriksdóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík, 20. júlí 1969. Foreldrar: Friðrik Sophusson og Helga Jóakimsdóttir. Maki: Hjálmar Edwardsson. Börn: Jóhanna Þórkatla Eiríksdóttir, 14 ára, Hjálmar Friðrik Hjálmarsson, 4 ára, og Jóakim Hjálmarsson, 3 ára. Menntun: Masterspróf í vinnusálfræði frá University of Herfordshire í Englandi og BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands. FÓLK Áslaug María Friðriksdóttir: Einn þáttur vinnusálfræðinnar eru samskipti manns og tölvu og það er einmitt það sem við hjá Sjá erum alltaf að skoða. framkvæmdastjóri Sjá ehf. ÁSLAUG MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR FV.07.06.indd 105 7.9.2006 13:01:35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.