Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Síða 75

Frjáls verslun - 01.09.2006, Síða 75
Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, er formaður Norsk-íslenska viðskiptaráðsins sem stofnað var 10. mars síðastliðinn að við- stöddum utanríkisráðherrum landanna, þeim Geir H. Haarde og Jonas Gahr Störe. Tilgangur ráðsins er að efla viðskipti og efnahags- samvinnu landanna, meðal annars með því að standa fyrir fræðslu- fundum og ráðstefnum auk þess að veita upplýsingar um atvinnulíf, fjárfestingarmöguleika og viðskiptamöguleika í Noregi og á Íslandi. Meðlimir eru bæði fyrirtæki og einstaklingar í hvoru landi um sig. Við stofnun Norsk-íslenska viðskiptaráðsins sagði Bjarni Ármannsson að ráðið yrði drifkraftur í samstarfi landanna í viðskiptum, menn- ingu, íþróttum og á fleiri sviðum. Viðskipti milli Íslands og Noregs eiga sér langa sögu en stofnun viðskiptaráðsins gerist á sama tíma og viðskipti þjóðanna hafa aukist mjög auk þess sem þau ná yfir fleiri svið. Þá hafa íslenskir bankar og fjárfestar notið aukinnar athygli í Noregi. Þátttaka Bjarna Ármannssonar í Norsk-íslenska viðskiptaráðinu kemur ekki á óvart þegar haft er í huga að Glitnir lítur bæði á Noreg og Ísland sem sinn heimamarkað. „Ég tel að í öflugum samskiptum og virku tengslaneti felist mikil tækifæri ef rétt er á málum haldið og mig langaði til að leggja mitt lóð á vogarskálarnar,“ segir Bjarni. „Sem formaður get ég stuðlað að öfl- ugri viðskiptum milli landanna og aukinni samvinnu þeirra á ýmsum sviðum. Viðskiptaráðið er kjörinn vettvangur fyrir ýmis sameiginleg hagsmunamál okkar.“ Bjarni segir að fyrsta markmið Norsk-íslenska viðskiptaráðsins sé að fá fleiri meðlimi og gera það fjárhagslega í stakk búið til að sinna hlutverki sínu með sóma. „Traust fjárhagsstaða skapar grundvöll fyrir metnaðarfulla starfsemi og blæs stjórnarmönnum kapp í kinn. Við réðum nýlega starfsmann í hlutastarf til að sjá um daglegan rekstur ráðsins. Næsta verkefni er jólasamkoma í bústað íslenska sendiherr- ans í Osló þangað sem boðið verður ýmsum aðilum úr viðskipta- og menningarlífi landanna.“ Líkar þjóðir Áhugi er á að skipuleggja ráðstefnur og fræðslufundi - til að mynda hádegisverðarfundi - þar sem einn eða fleiri ræðumenn munu fjalla um áhugavert efni og hvetja til umræðu. Bjarni segir stefnuna setta á stóran viðburð í febrúar eða mars á næsta ári þar sem áherslan verður á tengsl Íslands og Noregs á ýmsum sviðum. En hverju vill Bjarni koma til leiðar sem formaður Norsk-íslenska viðskiptaráðsins? „Ég vil stuðla að bættri ímynd Noregs á Íslandi og að sama skapi standa fyrir kynningu á Íslandi í Noregi. Öflug upplýsingagjöf liðkar fyrir öllum samskiptum milli fólks.Við höfum átt frábært samstarf við sendiherra og starfsfólk sendiráðanna í hvoru landi um sig og væntum mikils af því í framtíðinni.“ Bjarni segir það auðvelda öll samskipti hve þjóðirnar eru líkar. „Menning landanna er mjög lík sem endurspeglast meðal annars í því að margir Norðmenn segja mun auðveldara að vinna með Íslendingum en til dæmis Svíum, Dönum eða Finnum. Við munum auðvitað njóta þessa í starfi ráðsins.“ Bjarni Ármannsson. „Sem formaður vil ég stuðla að öflugri viðskiptum milli landanna og aukinni samvinnu þeirra á ýmsum sviðum.“ NORSK-ÍSLENSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ Vill stuðla að bættri ímynd Noregs á Íslandi F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 75 „Öflug upplýsingagjöf liðkar fyrir öllum sam- skiptum milli fólks.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.