Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 6

Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 6
krónan hríðfélli. Viðbrögðin við þessum fréttum urðu til þess að hlutabréfamarkaðurinn, sem hafði hækkað grimmt fyrstu tvo mánuðina, féll hratt nokkra daga í röð – en þó aldrei niður fyrir stöðuna eins og hún hafði verið í desember 2005 þegar menn gátu ekki haldið vatni af ánægju yfir hinu ótrúlega háa verði og mikilli ávöxtun. Hvílíkt og annað eins skammtímaminni! NÆSTU VIKURNAR VAR rifist um það hvernig ætti að matreiða og flytja stórar viðskiptafréttir. Þessi umræða kom til af forsíðufrétt Morgunblaðsins þriðju- daginn 14. mars með stríðsfyrirsögninni: Hlutabréfin, krónan og skuldabréfin falla! Eftir þessa forsíðu snerist umræðan upp í það hvort Morgunblaðið stundaði æsi- fréttamennsku og birti hverja skýrsluna af annarri hráa þegar augljósar rangtúlkanir væru í þeim. Umræðan um það hvort hægt væri „að tala niður verð“ á hlutabréfum náði jafnvel inn á aðalfund FL Group þar sem stjórnar- formaðurinn sagði: „Ástæða er til að hvetja þá sem hefja upp raust sína hér heima að hafa það hugfast að tiltölu- lega saklaust neistaflug á hinu íslenska alþingi götunnar getur orðið að afdrifaríku báli á stærri markaðssvæðum.“ En umræðan fjaraði út og allir tóku gleði sína á ný þegar líða tók á árið og verð hlutabréfa tók að hækka og nálg- aðist fyrri hæðir. STÓRAR VIÐSKIPTAFRÉTTIR UM krónuna, verðbólguna, vaxtahækkanir Seðlabankans og hvort taka eigi upp evruna hafa rétt sísvona flotið með stórfréttum um yfirtökur og kaup á erlendum fyrirtækjum; blaðastríði í Danmörku og skrifum Ekstrablaðsins um íslensku fjár- festanna. Ef það er eitthvað sem árið 2006 hefur kennt íslensku fjárfestunum þá er það að venjast því að erlendir blaðamenn fjalli um þá mjög óvægið og skrifi greinar fullar af rangfærslum og lygi. Þeir hafa líka lært að oftast er betra að svara þessum umfjöllunum en hundsa þær. EIN AF STÓRU viðskiptafréttum ársins var að gömlu VÍS-mennirnir, Finnur Ingólfsson og Axel Gísla- son, hefðu í samvinnu við gömlu Sjóvámennina, Einar Sveinsson og Benedikt Sveinsson, verið kjölfestan í kaupunum á Icelandair af FL Group. Ekki nóg með það; Finnur virðist hafa náð Icelandair fyrir framan vin sinn Ólaf Ólafsson í Samskipum sem var á sama tíma í við- ræðum um kaupin á félaginu en hætti við. Þarf að segja eitthvað meira; síðasta stóra viðskipta- fréttin verður sem betur fer aldrei skrifuð. Jón G. Hauksson ÉG KANN AÐ hafa sagt þessa sögu áður; en fyrir þremur árum var ég í útvarpsviðtali að ræða um stórfrétt í viðskiptalífinu þegar ég var spurður að því hvort ekki færi að koma að síðustu stóru viðskiptafréttinni. Getur það gengið til lengdar að stórfréttir í viðskiptalífinu séu daglegt brauð? Ég svaraði því til að blaðamenn yrðu aldrei uppiskroppa með viðskiptafréttir á meðan til væru duglegir fjárfestar sem hefðu áhuga á að kaupa, sameina, yfirtaka, umbreyta og láta að sér kveða í viðskiptum, bæði hér heima og erlendis. ÁRIÐ 2006 HEFUR verið ár stórra viðskiptafrétta – líkt og sex undanfarin ár. Það er enn ekki komið að síð- ustu stóru viðskiptafréttinni; og verður aldrei. Hins vegar má halda því fram að stórfréttir í viðskiptalíf- inu hafi gengisfallið þegar þær eru orðnar daglegt brauð. Fyrir rúmum tíu árum þótti yfirtaka Jóns Ólafssonar á Stöð 2 upp á einn milljarð ein stærsta frétt ársins og henni var slegið rækilega upp, dag eftir dag. Núna kemst yfirtaka upp á einn millj- arð varla í eindálk á baksíðu blaðanna og hún ratar ekki inn í útvarps- og sjónvarpsfréttir. Jafnvel nýleg frétt um að Björgólfur Thor Björgólfsson hefði á dögunum innleyst 56 milljarða króna hagnað vegna fjárfestingar í tékknesku símafyrirtæki fyrir aðeins rúmum tveimur árum fékk tæpast athygli hjá fólki almennt – þótt viðskiptalífið hafi sperrt eyrun. Í UPPHAFI ÞESSA árs varð mér hugsað til þess hvaða atburðir yrðu helst í fréttum á árinu – hvort íslenskir fjárfestar „yrðu í tökustuði“ – svo maður vísi í orðatiltæki hjá laxveiðimönnum – og hvort draga myndi úr daglegum stórum viðskiptafréttum. En það var varla búið að skjóta upp flugeldunum þegar hver stórfréttin af annarri fór að glymja; kaup á banka í Úkraínu, digrir starfslokasamningar og sala Straums-Burðaráss á margumtöluðum hlut í Glitni! Þessar fréttir voru bara smjörþefurinn á litríku ári stórra viðskiptafrétta. STÆRSTA VIÐSKIPTAFRÉTT ÁRSINS var fjaðra- fokið í kringum skýrslufargan erlendu matsfyrirtækjanna sem létu í ljós efasemdir um styrk bankanna til lengri tíma litið. Í skýrslunum var því haldið fram að bankarnir væru ofmetnir í verði; að stórfelldur hagnaður þeirra væri að miklu leyti til kominn vegna gengishækkana á hlutabréfum og krosseignatengsla við stærstu fyrirtæki landsins. Þau vöruðu við miklum erlendum skuldum bankanna og þjóðarinnar – sem og viðskiptahalla sem gæti endað með mjög „harðri lendingu“ ef og þegar NÚ ÁRIÐ ER LIÐIÐ: Síðasta stóra viðskiptafréttin? RITSTJÓRNARGREIN Síðasta stóra viðskiptafréttin verður sem betur fer aldrei skrifuð. Alltént ekki á meðan til eru duglegir og frískir athafnamenn. BÍL ÁRSINS 2007 UPPLIFÐU The pursuit of perfection Þegar Lexus IS250 ber þig mjúklega eftir þjóðbrautinni og þú finnur aflið, sem þér er gefið, verður þér ljóst hvers vegna Bandalag íslenskra bílablaðamanna útnefndi þennan kjörgrip „Bíl ársins 2007“. Innrétting, munaðarþægindi, gæði, aksturseiginleikar og tæknibúnaður í IS250 eru fullkomin umgjörð um líf þeirra sem vilja skara fram úr, ekki aðeins í ár eða á næsta ári heldur um ókomna framtíð. Sjáðu, snertu og prófaðu Lexus IS250. Við erum sannfærðir um að niðurstaða þín verður í samræmi við niðurstöðu dómnefndar BÍBB. Hún kom okkur reyndar ekki á óvart. Við gerum nefnilega sömu kröfur til lúxusbíla og þú sem og íslenskir bílablaðamenn. Við njótum þess að tvinna saman afl og hugvit í fullkomna heild. Verð frá 4.350.000 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /T O Y 3 53 70 1 2/ 06 Nýbýlavegi 6 Kópavogur Sími 570 5400 www.lexus.is6 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.