Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 14
FRÉTTIR
14 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
Hið árlega aðventuboð Heklu
var haldið, venju samkvæmt,
fyrsta fimmtudag í aðventu
og var afar fjölsótt. „Hingað
mættu fjölmargir góðir gestir,
enda leggjum við mikið upp
úr því að eiga góð tengsl
og vinabönd við okkar við-
skiptavini. Við Heklufólk erum
mikil jólabörn og starfsfólk hér
hlakkar alltaf mikið til þess-
arar hátíðar,“ segir Jón Trausti
Ólafsson, markaðsstjóri.
Góður gangur er í rekstri Heklu
um þessar mundir. Sala á
nýjum bílum hefur sjaldan verið
meiri, enda eru kjör almennings
yfirleitt góð. Þá hefur starfsemi
Véladeildar eflst að mun síð-
ustu árin, sem er í samræmi
við mikla framkvæmdagleði á
Íslandi í dag.
Jólabörn í Heklu
Bankastjórar á skrafi. Frá vinstri talið: Halldór J. Kristjánsson,
bankastjóri Landsbanka Íslands, Birgir Ísleifur Gunnarsson
fv. seðlabankastjóri og Sólon Sigurðsson, fv. forstjóri KB-banka.
Tekið á móti gestum. Frá vinstri talið: Birgir Sigurðsson, nýr fram-
kvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Heklu, Knútur Hauksson,
forstjóri Heklu, Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr.
Stjórnarmenn í Heklu, Frosti Bergsson og Hjörleifur Jakobsson,
spjalla við góðan gest.
Nýjasta útgáfan af Volkswagen, klædd í jólafötin, var fyrir utan
höfuðstöðvarnar þegar gestir gengu í hús.
Glaðbeittir. Knútur Hauksson, forstjóri Heklu, og Agnar Már
Jónsson, tölvunarfræðingur og fyrrverandi forstjóri Opinna kerfa.
Tveir á tali. Stefán Sandholt, sölustjóri hjá Heklu, til vinstri,
og Ólafur Guðmundsson, varaformaður FÍB.