Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 24

Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 24
þeir sem sjá um að koma nýjum lyfjum á markað, innkaupastjórar og lykilsölumenn á lykilmörkuðum. Þessir fundir fylgja fastri dagskrá þar sem rennt er yfir lykiltölur. Í fyrirtækjum sem hafa vaxið jafn hratt og Actavis er mikilvægt að fylgja vel eftir öllum verkefnum og ákvörðunum til að tryggja stöðugleika í rekstrinum og geta gripið inn í ef hlutirnir þróast ekki eins og ætlað var. Framkvæmdastjórar Actavis eru víðs vegar um heim. Einn er á Írlandi, einn í Bandaríkjunum, einn í Danmörku og einn í Bretlandi, en hinir eru hér. Ég er í miklum daglegum samskiptum við fram- kvæmdastjórana og þeir svo aftur við sitt lykilfólk. Í sambandi við stjórnendaþjálfun fyrirtækisins hittast svo allir lykilstjórnendur. Leiðarljós við yfirtökur - Hvaða þættir ráða mestu þegar þið eruð að kaupa fyrirtæki? „Við leitum fyrirtækja sem falla að okkar aðalstarfsemi, kaupum fyrirtæki sem flýta fyrir því að við náum markmiðum okkar. Í dag erum við helst að leita að markaðsfyrirtækjum þar sem við erum ekki með starfsemi, þar sem sölustarfsemi okkar er veik fyrir, auk þess að skoða hvernig við getum aukið vöruvalið. Við höfum skilgreint hvaða markaði við viljum komast inn á. Þar þarf meira til en bara lyf og sölufólk. Það er auðvelt að leiðast út í að spá í fyrirtæki í hliðar- greinum okkar: Við einbeitum okkur bara að þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja. Við skoðum veikleika og styrk fyrirtækjanna, skipulag þeirra, stjórnendur og tækifæri okkar til að bæta rekstur þeirra og okkar eftir kaupin. Verðið verður auðvitað að vera ásættanlegt. En við getum bæði haft áhuga á fyrirtæki sem er mjög vel eða mjög illa rekið – for- sendurnar eru mismunandi. Við ætlum okkur ekki að reka 25 mismunandi félög – þannig að eftir kaupin fer samþætting í gang. Hvað varðar Alpharma lokuðum við til dæmis mörgum skrifstofum – samþætting felur í sér að sam- þætta rekstur skrifstofa, vöruhúsa og dreifingarkerfis, taka upp mán- aðarlegt uppgjör, skilgreina markmið viðkomandi fyrirtækis og taka alla lykilstarfsmenn inn í okkar vinnuferli. Það er óhætt að segja að ekkert íslenskt félag sé jafnvíða, með jafnmarga starfsmenn og jafn- samþætta starfsemi.“ - Hvort horfirðu meira á V/H-hlutfall eða EBITDA-hlutfall við kaup á fyrirtækjum? „Ég horfi á hvort tveggja, skoða kaupverð og skuldir í samhengi við framlegð en síðan skiptir miklu máli hvaða lyf fyrirtækið framleiðir, hvaða markaði kaupin færa okkur og hvernig við getum svo aukið við það sem við erum að kaupa.“ - Hvernig er hefðbundið ferli Actavis við yfirtöku? „Á undanförnum árum höfum við skoðað hundruð félaga af öllum stærðum, þar af um áttatíu félög ítarlega. Athugunar- og síðan yfir- tökuferlið er vel skilgreint. Við athugum lykilstærðir, framtíðaráætl- anir, ef þær eru til, og rekstrartölur. Ef kaupáhugi okkar vaknar fáum við nauðsynlegar upplýsingar hjá fyrirtækinu, spyrjum okkur svo hvort það sé þess virði að skoða þetta betur og ef svo er athugum við hvort það sé áhugi á að selja. Ef menn vilja selja reynum við að ná saman um verð, gera áreiðan- leikakönnun sem er oftast unnin af starfsfólki okkar, stundum í sam- vinnu við KPMG. Við erum í þannig aðstöðu að ef eitthvað er hugsanlega til sölu er því beint til okkar, en við höfum yfirleitt frekar áhuga á fyrirtækjum sem eru ekki komin í sölu. Það er oft auðveldara að ná saman um verð ef menn hafa ekki of fastmótaðar hugmyndir. Við erum þekktir fyrir að starfa hratt og vel við yfirtökur – það gerir okkur áhugaverða kaupendur.“ Alpharma 119 milljarðar - Lýstu kaupunum á Alpharma. „Kaupin á Alpharma 2005 voru söguleg. Þau eru gott dæmi um hvað við getum brugðist skjótt við. Við ræktum samband við bankana og höfðum fyrir nokkrum árum sagt Bank of America að við hefðum áhuga á þessu fyrirtæki ef sala væri einhvern tíma á dagskrá. Síðan fréttum við að fyrirtækið væri til sölu og að Bank of America sæi um FORSÍÐUGREIN • MAÐUR ÁRSINS Á skrifstofunni. Þar er horft lengra en sjónauki dregur. Í upphafi fundar með framkvæmdastjórninni. 24 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.