Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 25
 FORSÍÐUGREIN • MAÐUR ÁRSINS hana. Þegar við spurðum af hverju þeir hefðu ekki talað við okkur var svarið að það væri nánast búið að selja fyrirtækið, en auk þess værum við nýbúnir að kaupa fyrirtæki og ófærir um að fjármagna enn önnur kaup. Við skrifuðum stjórn Alpharma bréf í snatri því að við vissum sem var að stjórn í skráðu bandarísku fyrirtæki gæti ekki hafnað því að ræða við okkur. Við buðum ekki hærra verð, en buðum hins vegar að klára kaupin á skemmri tíma. Þeir héldu einfaldlega að okkur væri ekki alvara. Á sama tíma áttum við bókaðan fund með Bank of America út af öðru, en ég vissi að sá sem leiddi söluferli Alpharma fyrir hönd bank- ans átti að vera á fundinum. Við vildum vita af hverju okkur hefði ekki verið boðið að bjóða í fyrirtækið. Svarið var aftur að við ættum ekki fyrir því og auk þess væri búið að selja fyrirtækið. Ég sagði þá að við myndum ekki leita til bankans í framtíðinni, tilkynnti að við hefðum sent stjórninni bréf og þar með fórum við af fundinum án þess að ræða málin sem lágu fyrir. Nokkrum dögum seinna barst okkur bréf um að ef við gætum klárað kaupin á sjö dögum gæti salan gengið eftir. Bankinn vildi greinilega eiga okkur áfram að vini og stjórnin hafa vaðið fyrir neðan sig – en það var líka ljóst að þeir áttu ekki von á að við gætum gert áreiðanleikakönnun á fyrirtæki sem starfaði í ellefu löndum og auk þess útvegað fjármögnun kaupa upp á rúmar 800 milljónir Bandaríkja- dala. En í raun var þetta heildarfjármögnun upp á 1,7 milljarða Bandaríkjadala – eða 119 milljarða króna – þar sem við þurftum að end- urfjármagna eldri lán. Samhliða þessu sömdum við um kaupsamning upp á 800 blaðsíður – sennilega hefðu margir þurft vikuna til að lesa samninginn yfir hvað þá að semja um einstök atriði. Þetta gekk þó eftir – en var aðeins hægt af því við höfðum þegar tekið svo mörg fyrirtæki yfir svo að þættir eins og áreiðanleikakönnun, fjármögnun og endurfjármögnun þarf ekki að taka langan tíma. Síðast en ekki síst höfum við gott samband við bankana svo þegar á reynir geta hlutirnir gengið hratt fyrir sig.“ - Hefur árangurinn af Alpharma-kaupunum orðið sá sem þið von- uðust eftir? „Árangurinn hefur orðið mjög góður og við höfum svo fylgt átaki okkar á Bandaríkjamarkaði eftir með kaupunum á Amide í fyrra og Abrika nú í nóvember. Með kaupunum á Alpharma stefndum við eins og alltaf á að ná góðri samþættingu í rekstri og sameina sölu, dreifingu, vöruhús, framleiðslu, fjármál og þróunarstarf. Við kaupin bættust þrjú þús- und starfsmenn við þá átta þúsund sem fyrir voru. Við lokuðum strax skrifstofum í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi því að bæði fyrirtækin voru með rekstur í þessum löndum, og sameinuðum starfsemina í Bandaríkjunum. Við fórum með lykilstjórnendur í þrjá daga á Hótel Búðir, fórum svo og hittum lykilstjórnendur á hverjum stað til að púsla þessu öllu saman. Við fækkuðum í millilögum Alpharma, sögðum upp 200 manns af þrjú þúsund en höfum nú tilkynnt að dreifingarmið- stöðvum í Bandaríkjunum verði lokað sem þýðir að níutíu manns í viðbót verður sagt upp. Við stefnum að sameiningum verksmiðja í Fer yfir málin með aðstoðarforstjóranum, Sigurði Óla Ólafssyni. Tekur á móti gestum í heimsókn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 25 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 �������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������ ��� TEKJUR ����������������������������������������� 50,1 5,2 126,5* 2002 2003 2004 2005 HAGNAÐUR ����������������������������������������� 3,0 3,8 5,8 7,3 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 MARKAÐSVIRÐI ����������������������������������������� 3,1 254,8* 10 STÆRSTU HLUTHAFAR Skv. hluthafaskrá Actavis 17. nóv. 2006 ����������������������� ������ ������������������������������� ����� �������������������������� ����� ��� ���� ����� ����������������������������������� ����� ���������������� ����� ����������������������������� ����� ���������������������������� ����� ��������������������� ����� �������������������������� ����� Samtals 68,4% ����������������������������������������������� �������������������������������������� ��������������������������������������������������� Róbert Wessman������������������������ � ���������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.