Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Side 28

Frjáls verslun - 01.11.2006, Side 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 skuldsetningu og að taka inn hlutafé. Ávöxtun í Actavis hefur að meðaltali verið 59 prósent á ári síðan 1999 sem er einstök ávöxtun.“ - Hvaða bönkum vinnið þið einkum með? „Við vinnum með um þrjátíu erlendum bönkum og leggjum mikla vinnu í að rækta þessi sambönd vel svo að bankarnir geti verið tilbúnir að stökkva til með okkur ef á liggur eins og oft gerist. Í dag eru það stórir erlendir bankar eins og Abn Amro, Bank of America, UBS, JP Morgan og HSBC, en þeir skipta svo aftur við marga meðal- stóra banka sem koma að lánunum. Þetta er dálítið annað en 1999 þegar Íslandsbanki hætti að lána okkur og okkur vantaði 200-300 milljónir króna til að halda áfram. Þá var það Kaupþing og Búnaðarbankinn sem brugðust við. Seinna varð Hamburgische Landesbank, síðar HSH, fyrsti erlendi bankinn til að lána okkur.“ Hátt flækjustig - Hvernig er aðgangi að mörkuðum háttað. Getið þið til dæmis framleitt lyf í Búlgaríu og selt í Bandaríkjunum? „Flækjustigið í okkar geira er gríðarlega hátt. Það tekur tvö ár að þróa samheitalyf, sýna fram á að það hafi sömu virkni og sama geymsluþol og frumlyfið og að verksmiðjurnar standist kröfur markaðarins. Í Bandaríkjunum er það Food and Drug Administration sem gerir úttekt á lyfjum, í ESB eru það ein eða fleiri yfirvöld. Það eru varla jafnstrangar gæðakröfur í nokkrum öðrum geira: 1.400 starfsmenn sinna gæðamálum hjá Actavis – það dugir auðvitað ekki að lyf virki bara í 99 prósent tilvika! Við höfum eytt stórum upphæðum í að endurbyggja tíu verk- smiðjur svo athyglin hefur verið á byggingarframkvæmdum um leið og fyrirtækið hefur vaxið. Hluti af þessari uppbyggingu er gríðarlegt gæðakerfi, það er gerð nákvæm úttekt á verksmiðjunum til að kanna hvort þær standist gæðapróf eða ekki. Okkar verksmiðjur eru með því besta sem þekkist í dag, við erum með tíu ára forskot á það sem tíðkast í Bandaríkjunum. Mikilvægustu markaðirnir - Austur-Evrópa og Asía eru hraðvaxandi markaðir. Hvor mark- aðurinn verður ykkur mikilvægari á næstu fimm árum? „Markaðir okkar skiptast í þrennt: Bandaríkjamarkaður, Vestur-Evr- ópa og Mið- og Austur-Evrópa. Við teljum að vöxtur okkar verði mestur í Bandaríkjunum og í Mið- og Austur-Evrópu en almennt skiptir síðastnefndi markaðurinn líklega mestu máli. Ef við lítum víðar eygjum við tækifæri á fleiri stöðum þar sem markaðurinn er ekki mjög þróaður, til dæmis í Mið-Austurlöndum. Í Asíu erum við með verksmiðju og sölu í Indónesíu og Kína. Í þessum löndum er margt fólk, lítil kaupgeta en við reiknum með að það muni breytast og þá er gott að vera kominn á markaðinn. Sama gildir um aðra Asíumarkaði, fáir stórir þar og sala samheita- lyfja lítil. Þetta á til dæmis við um Japan. Þar er flókið að komast inn, nauðsynlegt að hafa samstarfsaðila en seinlegt að finna þá – við erum að vinna í því. Bæði Kína og Indland eru áhugaverð lönd, kaupgetan enn lítil en vaxandi millistétt. Þessi lönd eru áhugaverð fyrir okkur því þarna er hægt að fá hráefni, byggja upp þróunarstarf og framleiðslukostn- aður er lágur. Gæðakröfur í Kína eru minni en við erum vön, verðið markast af því en við höfum séð til dæmis á Möltu að gæðakröfurnar aukast með tímanum og þá detta þeir út sem standast þær ekki. Á fáum árum höfum við orðið stærsta samheitalyfjafyrirtækið á Möltu. Við opnuðum litla skrifstofu á Indlandi upp úr 2000 til að læra á landið, keyptum svo þróunareiningu í Bangalore og höfum stækkað rannsóknastofurnar og nú nýverið byggt þróunarverksmiðju fyrir hráefni. Þarna stefnum við að því að þróa og framleiða hráefni og lyf fyrir Bandaríkja- og Evrópumarkað. Kína er eins og Indland fyrir áratug, erfitt að finna samstarfsaðila. Indland hefur hefð, reynslu og fólk. Í Kína er kraftur og hugsjónir, menn byggja verksmiðjuhúsnæði án þess að vita hvað á að gera við það.“ Ólík fyrirtækjamenning eftir löndum - Veldur fyrirtækjamenning á einstökum markaðssvæðum ykkur vanda? „Stærsta áskorunin í samþættingu er ólík menning í fyrirtækjunum sem við höfum keypt. Á Möltu keyptum við fyrirtæki þar sem ekki ríkti hagnaðarsjónarmið, Alpharma var bandarískt fyrirtæki skráð á hlutabréfamarkaði. Fako hafði verið 40 ár í eigu sama mannsins sem einn tók allar ákvarðanir, hvort sem voru kaup á blómapottum eða hráefni, og serbneska Zdravlje hafði verið í eigu ríkisins. Óháð löndum er mikill munur á menningu innan þessara fyrirtækja allt eftir hvernig eignarhaldi var háttað. Auðvitað lærir maður síðan á þjóðarsálina þar sem við stundum mikil viðskipti. Sumar þjóðir sveiflast meira en aðrar, sumar hafa til- hneigingu til að lofa meiru en þær geta staðið við. Á Möltu tíðkast til dæmis ekki að maður sé á öndverðum meiði við fólk fyrir framan aðra. Í byrjun gagnrýndu menn ekki hver annan á fundum, en fljótlega skildu þeir að svona ynnum við og menn yrðu að laga sig að því. Innan félagsins er ekki veittur neinn afsláttur út á þjóðerni. Það verða allir að vinna eftir skilgreindum markmiðum og því hugarfari sem við leggjum áherslu á.“ Styrkleiki Actavis - Í hverju liggur styrkleiki Actavis núna? „Hann liggur í að hafa 800 manns til að þróa ný lyf; í kostnaðar- strúktúr sem er samkeppnishæfur; í jafnvægi milli helstu markaða okkar og í jafnvægi í áhættudreifingu okkar. Það er heilmikill styrkur í ímynd okkar: Við erum þekkt fyrir að geta staðið vel að yfirtökum, fyrir góða samþættingu og orðspor okkar í fjármálaheiminum er gott. Fyrirtækjamenning Actavis einkennist af drifkrafti, úthaldi og útsjónarsemi stjórnenda og starfsmanna – allt mikilvægt þar sem sam- keppnin er hörð. Okkur hefur tekist á sjö árum að móta gott hugarfar í fyrirtækinu og góðan stjórnunarstíl.“ Erlendur áhugi á árangri Actavis - Hvað er það í vinnubrögðum Actavis sem vekur athygli erlendis? FORSÍÐUGREIN • MAÐUR ÁRSINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.