Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Side 73

Frjáls verslun - 01.11.2006, Side 73
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 73 N Æ R M Y N D A F M A T T H Í A S I I M S L A N D M atthías Páll Imsland er fæddur 27. janúar 1974 og ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans eru Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, ráðgjafi á Svæðisvinnumiðlun Akraness, og Páll Imsland strætisvagnabíl- stjóri. Fyrstu sjö ár ævinnar bjó hann í Breið- holti en hóf skólagöngu í Ísaksskóla. Eftir það bjó hann nokkur ár í Vesturbænum og í Garðabæ og gekk í skóla þar. Þegar Matthías var 15 ára fluttist hann til afa síns og ömmu í Smáíbúðarhverfinu þegar móðir hans fór utan til náms, en lauk þó skyldunámi í Garðaskóla í Garðabæ. Að því loknu sótti Matthías nám við Menntaskólann að Laug- arvatni og útskrifast þaðan árið 1995. Hann segir árin á Laugarvatni sér afskaplega minn- isstæð enda um skemmtilega tíma að ræða. „Félagslífið var bæði mikið og fjörlegt og ég á enn marga og góða vini sem ég kynntist á menntaskólaárunum að Laugarvatni.“ Nám í Svíþjóð og Bandaríkjunum Að loknu stúdentsprófi lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem Matthías hóf nám í stjórn- málafræði sem hann lauk með BA-prófi þremur árum síðar. Þaðan fór hann í fram- haldsnám til Lundar í Svíþjóð þar sem hann var í eitt ár og lauk meistaragráðu í málefnum Evrópu. Því næst hóf hann nám til meist- araprófs í alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands sem hann mun ljúka í febrúar á næsta ári. Einnig stundaði Matthías MBA-nám við North Park University í Chicago. Þrátt fyrir að hafa ekki lokið því námi er vitnisburður Matthíasar frá skólanum mjög góður. Hann er sagður annar af tveimur bestu nemendum sem sótt hafa framhaldsnám við háskólann enda fékk Matthías A+ fyrir öll verkefni nema eitt þar sem hann fékk A. ,,Árið í Lundi var alveg frábær tími. Ég bjó á stúdentagarði ásamt öðrum masters- nemum og við skemmtum okkur mikið enda er Lundur líflegur stúdentabær þar sem er margt ungt fólk yfir vetrarmánuðina. Vorið og sumarið er ótrúlega fallegur tími í Lundi enda mjög gróðursælt og allt í blóma. Banda- ríkin eru líka frábær en samt sem áður mjög ólík Svíþjóð. Ég upplifði meiri samkeppni í Bandaríkjunum og þegar ég hóf nám þar ákvað ég að standa mig vel og tók námið mun fastari tökum en í Lundi þar sem meira var hugsað um félagsskapinn og að skemmta sér. Í Bandaríkjunum lagði ég mig allan fram og lærði eins og vitlaus maður enda námið fjölbreytt og áhugavert. MBA-námið í Chicago var blanda af mörgum viðskipta- tengdum fögum þar sem mikil áhersla var á hópvinnu. Hóparnir voru samsettir af fólki með mismunandi bakgrunn úr atvinnulífinu og maður naut þess að læra með nemum með ólíkan bakgrunn. Helsti kosturinn við námið var tenging þess við atvinnulífið og sú reynsla sem fékkst með því.“ Í keppni við sjálfan sig Eiginkona Matthíasar heitir Kristín Edda Guðmundsdóttir og er grunnskólakennari. Matthías segir málin hafa þróast hratt eftir að hann og Kristín hittust fyrst. „Við kynntumst árið 1999, skömmu áður en ég fór til Bandaríkjanna, og við giftum okkur 2001.“ Kristín og Matthías eiga þrjú börn sem öll bera ætt- arnafnið Imsland. Elstur er Albert Agnar sem er 5 ára, miðju barnið, Guðmundur Helgi, er 2 ára og yngst er Þórunn Ásta, 14 mánaða. Matthías segist ekki eiga mörg áhuga- mál fyrir utan fjölskyldu sína og vinnu. „Ég vinn mikið en er ekki haldinn neinni sérstakri dellu þrátt fyrir að hafa gaman af mörgu. Mér þykir til dæmis mjög gaman af því að horfa á fótbolta og held með KR og Liverpool og fylgist líka svolítið með hand- bolta. Stangveiði er tiltölulega nýtt áhugamál hjá mér og mér tekst gersamlega að gleyma mér við veiðina. Ég er eirðarlaus að eðlis- fari, en það hleypur mikið kapp í mig við veiðarnar og ég gleymi gersamlega stund og stað. Hér áður hélt ég að laxveiði yrði það síðasta sem ég fengi áhuga á en í dag set ég upp áætlun í upphafi veiðinnar og það þarf alveg tvo hrausta menn til að ná mér upp úr ánni að loknum degi. Tíminn líður ótrúlega hratt þegar maður er að veiða. Umhverfið er róandi, rennandi vatn og fuglasöngur þannig að mér líður ótrúlega vel. Satt best að segja er ég mikill keppn- ismaður í mér. Í gamla daga spilaði ég mikið bridge en hætti því þegar ég var farinn að hrökkva upp á nóttinni með andfælum og muna að í spili 63 hefði ég getað náð einum slag meira hefði ég svínað út níunni og þannig náð góðu „end play“. Ég á auðvelt með að einbeita mér að verkefnum og hef mikinn metnað fyrir því sem ég tek mér fyrir hendur. Keppnisskapið beinist ekki síst að sjálfum mér og mér þykir gaman að setja mér krefjandi markmið og ég fæ ekkert meira út úr því keppa við aðra. Ef ég lofa sjálfum mér að gera eitthvað verð ég að standa við það. Ég lít svo á að ef maður getur ekki staðið við eitt- hvað gagnvart sjálfum sér geti maður ekki staðið sig gagnvart öðrum,“ segir Matthías. Matthías er flokks- bundinn framsóknar- maður og fylgist vel með í pólitík. Aðspurður seg- ist hann ekki bera neina drauma um pólitískan frama í brjósti. „Mér hefur aldrei dottið í hug að fara í framboð og þykir óhugsandi að ég geri það í fram- tíðinni. Ég fæddist inn í sjálfstæðisfjölskyldu og var flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum fram yfir tvítugt en sagði mig þá úr honum. Nokkrum árum seinna tók ég svo ákvörðun um að ganga í Framsóknarflokkinn. Að eigin mati var það ákveðið þroskamerki hjá mér. Ég var farinn að sjá hefðbundin gildi í lífinu í öðru ljósi og þykja þau mikilvæg,“ segir Matthías. METNAÐARFULLUR OG FRAMSÝNN „Þegar ég hóf nám í Bandaríkjunum tók ég strax ákvörðun um að standa mig vel og tók námið föstum tökum.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.