Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
N Æ R M Y N D A F M A T T H Í A S I I M S L A N D
bært að taka ákvörðun um hvar við vildum
búa og Reykjavík varð fyrir valinu.“
Eftir tæpt ár á Blönduósi fluttu hjónin
aftur til Reykjavíkur og Matthías fór að
vinna hjá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt-
inu en staldrar stutt við og ræður sig hjá
eignarhaldsfélaginu Fons ehf. eftir nokkra
mánuði.
Framkvæmdastjóri Iceland Express
„Ástæðan fyrir því að ég fór að vinna hjá Fons
ehf. var sú að ég settist niður einn góðan veð-
urdag og hugsaði hvað mig langaði að vinna
við í framtíðinni og með hverjum. Ég fann
fljótlega að mig langaði að vinna með Pálma
Haraldssyni hjá Fons og þá var næsta skref að
herja á fyrirtækið og sækja um vinnu. Mér
tókst að lokum að ná viðtali við Pálma og var
ráðinn til að sjá um norrænar fjárfestingar
fyrirtækisins,“ segir Matthías.
Matthías er stjórnarformaður sænska
ferðafyrirtækisins Ticket og breska flugfélags-
ins Astreaus. Hann situr einnig í stjórn
ýmissa fyrirtækja fyrir Fons ehf., þar á meðal
Iceland Express, Skeljungs og Teymis. Fyrir
skömmu var hann ráðin framkvæmdastjóri
Iceland Express. Að sögn Matthíasar er hug-
myndin að setja aukinn kraft í fyrirtækið og
mun hann fylgja eftir þeirri stefnumótun sem
eigendur félagsins hafa staðið fyrir. „Við erum
að bæta við nýjum áfangastöðum og alvarlega
að skoða möguleikann á að hefja innanlands-
flug, fraktflug og flug til Bandaríkjanna.
Markmiðið er að sinna öllum þáttum flug-
reksturs og verða stærsta og öflugasta flug-
félag á Íslandi,“ segir Matthías.
„Hér áður hélt ég að laxveiði
yrði það síðasta sem ég fengi
áhuga á en í dag set ég upp
áætlun í upphafi veiðinnar
og það þarf tvo hrausta menn
til að ná mér upp úr ánni að
loknum degi.“
Matthías Imsland með konu sinni, Kristínu Eddu Guðmundsdóttur, grunnskólakennara,
og börnunum, Alberti Agnari, Guðmundi Helga og Þórunni Ástu.