Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
100 BESTU VÖRUR ÁRSINS 2006
20. YAMAHA RX-V4600
Heimabíómóttakari (u.þ.b. 120.000 kr.; fæst ekki á Íslandi). RX-
V4600 er fyrsta tækið sinnar tegundar sem tekur á móti háupp-
lausnarútvarpssendingum, sem hljóma tærar og nást betur en hefð-
bundnar AM og FM útsendingar.
21. PIONEER BDR-101A
Blu-ray spilari (u.þ.b. 100.000 kr.; fæst ekki á Íslandi). Þetta var
fyrsti Blu-ray spilarinn sem kom á markað, en öfugt við það sem
margir hefðu haldið var hann í formi innbyggðs spilara fyrir PC-
tölvur til að taka öryggisafrit af miklu magni gagna, en ekki ætlaður
sem spilari hágæðamynda fyrir sjónvarp.
22. ADOBE PHOTOSHOP CS2
Myndvinnsluforrit (99.900 kr.; t.d. www.tolvulistinn.is). Allt
sem þið viljið gera við stafræna mynd getið þið gert með Photo-
shop CS2. Þeir sem eru ekki atvinnumenn í faginu geta hins vegar
forðast óþarfa kostnað með því að velja frekar Photoshop Elements
(sem er í 11. sæti listans).
23. CITRIX GOTOMYPC 5
Fjaraðgangur (u.þ.b. 1.500 kr. á mánuði; www.citrix.com).
Breytið hvaða veftengdri tölvu sem er í klón af tölvunni ykkar,
þannig að þið getið nálgast sömu forrit, skrár og netkerfi hvar sem
er. GoToMyPC er svolítið dýr þjónusta, en skjótvirk, örugg og
vandræðalaus.
24. DEALNEWS.COM
Tilboð á Netinu (ókeypis). Margir vefir fylgjast með nettilboðum,
en Dealnews gerir meira en bara sýna tengil á viðkomandi net-
verslun. Þessi þjónusta segir manni meira að segja hvort tilboðið nú
sé betra en tilboðið í síðustu viku.
25. PALM GPS NAVIGATOR
GPS-tæki (u.þ.b. 25.000 kr.; fæst ekki á Íslandi). Skýr notendaskil
og áreiðanlegar leiðbeiningar gera þetta tæki að frábærri viðbót við
allar Palm-lófatölvur.
26. MIONET
Fjaraðgangur (u.þ.b. 500 kr. á mánuði; www.mionet.com). Þetta
er fjaraðgangur sem virkar í báðar áttir og gerir notendum þannig
kleift að tengjast vinnutölvunni að heiman og öfugt. Einnig má
nýta þjónustuna til að deila gögnum á öruggan hátt með öðrum
– án þess að þurfa að hafa áhyggjur af eldveggjum.
27. UBUNTU
Linux útgáfa (ókeypis; www.ubuntu.com). Nýjasta útgáfan af
Ubuntu er með notendaskil sem Windows-notendur eiga ekki í
vandræðum með að nýta sér.
28. MOZILLA THUNDERBIRD 1.5
Tölvupóstforrit (ókeypis; www.mozilla.com). Frábær ruslpóstsía
og vel heppnaður netfangalisti gera Thunderbird að besta tölvu-
póstforritinu fyrir rafræn samskipti, óháð verði.
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKI ÁRSINS
Á tíunda áratug síðustu aldar var Adobe þekkt fyrir hugbúnað handa
fagmönnum á meðan smærri útgáfur þess fyrir neytendamarkaðinn
voru mun slappari. Nú framleiðir fyrirtækið hins vegar frábær forrit
fyrir 10.000 krónur eða þar um bil sem almenningur getur notað – til
dæmis Premiere Elements 2 (nr. 7) og Photoshop Elements 4 (nr.
11) – en heldur um leið áfram að þróa fagmannaútgáfurnar. Hvernig
hefur Adobe efni á að selja forrit með 90% af virkni Photoshop fyrir
einungis 10% verðsins? Svarið liggur í magninu.
48. SÆTI: Opera-
vafrinn er troð-
fullur af alls kyns
góðgæti fyrir
harða netnot-
endur.
35. SÆTI: Stinga má þessum Makka í vasann á frakka.
46. SÆTI: Creative Zen Vision:M sýnir að iPodinn er ekki
eini spilarinn á markaðnum.