Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Side 101

Frjáls verslun - 01.11.2006, Side 101
„Við einfaldlega bjuggum til nýjan markað fyrir Honda CR-V. Færðum bílinn af hinum hefðbundna jepplingamarkaði, þar sem ríkir gífurlega hörð samkeppni, og sköpuðum honum ímynd alhliða borgarbíls, sem væri í senn rúmgóður, lipur og þægilegur, rétt eins og þarf í umferðinni innanbæjar. Þessi aðferðafræði skil- aði sér, því sala á Honda CR-V jókst langt umfram væntingar,“ segir Ingvi Jökull Logason, framkvæmdastjóri hjá H:N markaðssamskiptum. Bernhard, sem hefur Íslandsumboðið fyrir Honda, bættist í hóp viðskiptavina H:N markaðssamskipta fyrir rúmum tveimur árum. Staða vörumerkisins var þá með þeim hætti, að breyta þyrfti verðímynd bílanna. Margir töldu þá dýrari en raunin var. „Greining sem við gerðum sýndi að heppilegast væri fyrir Honda að vinna einfaldlega á gæðunum í stað þess að taka þátt í endalausum gylliboðum. Við hönnun herferðarinnar þurfti að taka tillit til margra þátta, þótt þyngst vægi að breyta verðskynjuninni. Við beittum útpældri tækni í framsetningu kynningarefnis, litum, texta og myndefni, allt frá því að byrja í „ódýrri tilfinningu með gulum lit“ yfir í yfirvegað, fágað efni þegar við vorum búin að leiðrétta verðímyndina.“ Áhætta að breyta ímynd Auglýsingaherferðin, sem H:N samskipti hannaði og hafði umsjón með, hafði að inntaki að styrkja markaðsstöðu Honda almennt en einkum og sér í lagi CR-V jeppanna. Lagt var upp með ákveðin markmið sem í upphafi þóttu nokkuð rífleg en öll gengu þau eftir því herferðin tókst yfirmáta vel. Hvorki meira né minna en 99% söluaukn- ing náðist sem var 57% umfram þær áætlanir sem lagt var upp með. „Auðvitað fylgir því talsverð áhætta að breyta ímynd vöru eins og við gerðum með Honda CR-V. Þess þarf að gæta að vitund um þá góðu eiginleika sem fólk þekkir glatist ekki, nýir kostir verða að vera viðbót við þá sem fyrir eru. Vandinn þarna var sá að flestir tengja verð og gæði sterklega saman. Þetta var áskorun sem gaman var að takast á við. Ef herferð er vel og fagmannlega unnin og auglýs- ingastofa og viðskiptavinur í sama takti á árangur að nást,“ segir Ingvi Jökull, sem bætir við að í þessari herferð hafi netauglýsingar verið meira notaðar en til þessa í íslenskum bílaauglýsingum. Vakið athygli víða Sá frábæri árangur sem náðist við að auka sölu á jeppunum góðu frá Honda hefur vakið athygli víða, bæði meðal framleiðenda bílanna og meðal auglýs- ingafólks. Þannig hefur starfsfólk H:N markaðssamskipta undanfarið verið í samskiptum við höfunda stærstu og virtustu kennslubókar í auglýsingafræðum sem kemur út í Bandaríkjunum, þar sem sagt verður frá aðferðunum og þeim athyglisverða árangri sem herferð Honda á Íslandi skilaði. H:N markaðssamskipti / Bernhard Flokkur: Vara Verðlaun: Gull Titill: 4x4xCR-V Honda F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 101 99% aukning Ingvi Jökull Logason, framkvæmdastjóri hjá H:N markaðssamskiptum. Í herferð Honda var beitt útpældri tækni til að leiðrétta verðímynd bílanna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.