Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Side 129

Frjáls verslun - 01.11.2006, Side 129
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 129 FÓLK Jón H. Karlsson er nýráðinn framkvæmdastjóri Flügger á Íslandi. „Flügger er danskt fyrir- tæki, mjög öflugt á sviði máln- ingar, en framleiðir einnig vegg- fóður. Þeir eru með fjölda versl- ana í Danmörku, Svíþjóð, Nor- egi, Póllandi, Kína og á Íslandi. Flügger keypti á sínum tíma Hörpu Sjöfn af Helga Magn- ússyni og fjölskyldu, en Harpa hafði flutt inn vörur frá Flügger. Mitt starf er síðan að sjá um söluna og framleiðsluna hér á landi og verslanirnar sjö og að koma Flügger-vörunum á mark- aðinn. Íslendingar þekkja vel vörumerkin frá Hörpu Sjöfn, sem vinsæl voru og eru vinsæl enn og þau vörumerki eru enn allnokkur á markaðinum þó að fyrirtækið heiti nú Flügger. Vörur undir merki Flüggers hafa síðan bæst við. Hér á landi er framleidd vatnsmálning en flest annað kemur frá Danmörku og Svíþjóð. Það tekur alltaf sinn tíma að koma nýjum merkjum á markaðinn enda margir Íslend- ingar vanafastir eins og gengur og gerist. Starfið er skemmtilegt og gefandi og er spennandi að vera kominn aftur í eldlínuna. Málningarmarkaðurinn hefur verið að stækka mikið á síðustu árum, en á móti kemur að mun meira er farið að nota varanleg efni í klæðningar utanhúss.“ Jón H. Karlsson er viðskipta- fræðingur og er eiginkona hans Erla Valsdóttir. Eiga þau fimm dætur og eru barnabörnin orðin átta og fleiri á leiðinni. Jón átti einn son fyrir hjónaband. Á árum áður var Jón H. Karlsson þekktur handknattleiksmaður með Val og var lengi í landsliðinu. Hann er einn af liðsmönnum „mulnings- vélarinnar“ sem hefur, eftir að handknattleiknum lauk, látið til sín taka á ýmsum sviðum og þá ekki síst í golfinu, en nánast allir mulningskapparnir sneru sér að golfi eftir handboltann: „Auk mikils áhuga á golf- inu og öðrum íþróttum þá er tónlistin ofarlega á blaði hjá mér. Ég er búinn að vera lengi í Karla- kór Reykjavíkur og þar er alltaf mikið um að vera, t.d. syngjum við á þrennum tónleikum fyrir jólin. Það var fyrir tilviljun að ég lenti í kórnum. Ég var á skíðum í Austurríki og var eitthvað að góla án þess að vita að kórfélagar voru á næsta borði. Þeir hvöttu mig til að ganga í kórinn, sem ég og gerði. Síðan eru um tutt- ugu ár og er alltaf jafn gaman að syngja. Ég hef einnig verið að fikta við kveðskap og vinir mínir í mulningsvélinni hjálpuðu mér að koma út bók með ljóðum mínum fyrir nokkrum árum og er aldrei að vita nema framhald verði á því. Hvað varðar golfið þá er mulningsvélin með mótaröð yfir sumartímann þar sem hart er barist, en svo er ég einnig með Erlu í golfinu og þá er það meira fjölskylduskemmtun. Við erum fern hjón saman í ferðahóp og er sá hópur nánast búinn að þræða alla golfvelli landsins.“ Jón segir að ekki verði mikið um frí næstu mánuði: „Mark- aðurinn er harður og sam- keppnin mikil og við stefnum á að auka markaðshlutdeild okkar og erum nú að fara í markaðs- herferð, meðal annars með sjón- varpsauglýsingum sem munu sjást á skjánum á næstunni.“ Nafn: Jón H. Karlsson. Fæðingarstaður: Neskaupstaður, 24. 1. 1949. Foreldrar: Karl Finnbogason og Ragnhildur Jónsdóttir. Maki: Erla Valsdóttir. Börn: Úlfur Ingi, Tinna, Sif, Þóra Dögg, Ragnhildur Ýr og Erla Björk. Menntun: Viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1975. framkvæmdastjóri Flügger á Íslandi JÓN H. KARLSSON Jón H. Karlsson: „Mulningsvélin er með mótaröð yfir sumartím- ann þar sem hart er barist, en svo er ég einnig með Erlu í golf- inu og þá er það meira fjölskylduskemmtun.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.