Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Page 9

Fréttatíminn - 19.06.2015, Page 9
Siminn.is/spotify MEÐ SPOTIFY RUNNING ER TÓNLISTIN Í TAKT VIÐ ÞIG – OG HJÁLPAR ÞÉR AÐ KOMAST LENGRA 6 SPOTIFY PREMIUM ÁSKRIFT SÍMANS SNJALLPÖKKUM ENDALAUST B úast má við því að þúsundir Ís-lendinga, eða jafnvel tugþús-undir, leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag til að fagna hundr- að ára kosningarafmæli kvenna. Reykjavíkurborg hefur gefið öllu sínu starfsfólki frí og eins hefur ríkið hvatt atvinnurek- endur til að gefa frí eftir há- degi. „Kosningarétturinn er sérstaklega mikilvægt skref í kvenréttindabaráttunni því þá fengu konur aðgang að lýð- ræðinu og gátu þannig byrjað að hafa raunveruleg áhrif inn- an stjórnkerfis landsins,“ seg- ir Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Hún hvetur fólk til að fara niður í bæ, taka þátt í hátíðarhöldunum og fagna þessum merku tímamótum kvenréttinda. Þingfundur skipaður aðeins kvenþingmönnum Sjálf ætlar Fríðar Rós að byrja dag- inn í húsi Kvenréttindafélagsins að Hallveigarstöðum. „Þaðan fer ég á alþingi til að vera viðstödd sögu- legan þingfundi sem skipaður verð- ur aðeins kvenþingmönnum. Ég mæli sérstaklega með opnu húsi á Hallveigarstöðum og spennandi dagskrá ungra, femínískara bylt- ingakvenna í Ráðhúsinu. Hátíðar- dagskráinni á Austurvelli milli 4 og 5 ætla ég ekki að missa af og þar mun ég líka halda barátturæðu samkom- unnar. Um kvöldið mun ég ávarpa messu Kvennakirkj- unnar áður en ég skunda á Kítón tónleikana í Hörpu.“ Hátíðardagskráin Á slaginu 12 hefst gjörning- ur Gjörningaklúbbsins við Perlufestina í Hljómskála- garðinum, en það er högg- myndagarður tileinkaður brautryðjendum í höggmyndalist úr röðum kvenna. Að loknum gjörn- ingi verður gengið frá Perlufestinni í Hólavallakirkjugarð þar sem for- seti borgarstjórnar, Sóley Tómas- dóttir, mun leggja blómsveig á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur klukkan 13.30. Á eftir fylgja fjölbreyttir við- burðir þangað til sjálf hátíðarat- höfnin hefst á Austurvelli klukkan 16 þar sem Vigdís Finnbogadóttir mun tala frá svölum Alþingishússins. Eftir ávarpið verður afhjúpuð högg- mynd af Ingibjörgu H. Bjarnason al- þingismanni, fyrstu konunni sem var kjörin til setu á alþingi, eftir Ragn- hildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Klukkan 20 verður kvennamessa Kvennakirkjunnar á Klambratúni og klukkan 20.30 hefjast tónleikarnir „Höfundur óþekktur“ í Hörpunni þar sem höfundaverk kvenna verða flutt af körlum. Sjá frekari dagskrá á vefnum; www.kosningarettur100ara.is Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Kvenréttindi Búist við fjölmenni í miðBorginni Vigdís talar frá svölum Alþingishússins Það verður nóg um að vera í miðbæ Reykjavíkur af tilefni 100 ára kosningarafmælis kvenna í dag, föstudaginn 19. júní. Búast má við margmenni í bænum þar sem bæði ríki og borg hafa hvatt atvinnurekendur til að gefa starfsfólki frí frá hádegi. Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, sem mun halda barátturæðu á Austurvelli í dag, mælir með því að fólk fagni þessum merku tímamótum og mælir hún sérstaklega með dagskrá ungra byltingakvenna í Ráðhúsinu. Flest öll bæjarfélög landsins hafa gefið út hátíðardagskrá af tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna. Búist er við að fjöldi fólks leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag, föstudag, þar sem skipulögð dagskrá er frá klukkan 11 til 20. Sjálf hátíðarathöfnin hefst klukkan 16 á Austurvelli þar sem Vigdís Finnbogadóttir mun tala frá svölum Alþingishússins. Myndin er frá Kvennafrídeg- inum 24. október árið 1975, þar sem 25 til 30 þúsund manns, aðallega konur, komu saman. Mynd/Myndasafn Mbl. Fríða Rós Valdi- marsdóttir, formaður Kven- réttindafélags Íslands 8 fréttir Helgin 19.-21. júní 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.