Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Síða 61

Fréttatíminn - 19.06.2015, Síða 61
NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI 4BLS Mögnuð HQ1600 heyrnartól frá Creative snillingunum. Tilvalin í að skila sumarsmellunum í kristaltærum hljóm með þéttum bassa :)8.925 FERÐAHÁTALARI 2 DAGA TILBOÐ VERÐ ÁÐUR 1 1.900 2 LITIR Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is T ónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music stendur nú yfir í Hörpu og nágrenni. Hátíðin stendur fram á sunnudag en þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin. Hátíðin, sem lýtur listrænni stjórn Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara, hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn skemmti- legasti viðburður tónleikaársins og hefur meðal annars unnið til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna. Þema hátíðarinnar í ár er Imita- tion og eftirhermur úr ýmsum áttum verða áberandi í efnisskrá sem geymir fjölmörg óvænt stefnu- mót. Listin hermir eftir lífinu og lífið hermir eftir listinni þangað til enginn veit lengur hvort er hvað, tónskáld og flytjendur herma mis- kunnarlaust hverjir eftir öðrum – en líka eftir fuglum, hvölum og jafnvel moskítóflugum, og for- tíð og nútíð mætast í gáskafullri hermiröddun. Meðal annars verður leikin tónlist eftir Bach, Stravinsky, Schnittke, Crumb og Adams, auk þess sem spunameistararnir Skúli Sverrisson og Davíð Þór Jónsson spinna sinn glóandi þráð í gegnum alla hátíðina. Eins og fyrri ár státar Reykjavík Midsummer Music af sannkölluðu einvalaliði spennandi hljóðfæra- leikara af hinu alþjóðlega sviði. Þar má til dæmis nefna japanska fiðluvirtúósinn Sayöku Shoji, sem heillaði hátíðargesti í fyrrasumar og snýr nú aftur með Stradivarius- fiðlu sína (sem eitt sinn var í eigu sjálfs Napóleons). Nánari upplýsingar um flytj- endur, efnisskrá og miðasölu má finna á vefsíðu hátíðarinnar, www. reykjavikmidsummermusic.com. M öskvi er að hluta til byggður á þátttöku áhorfenda, en þátt-taka áhorfenda hefur áður verið mikilvægur hluti gjörninga Gjörn- ingaklúbbsins, nú síðast á Listasafni Íslands og í Kunsthistorisches Museum í Vínarborg. „Það er gert ráð fyrir að gjörningurinn taki um klukkustund og það er hægt að koma og horfa einhvern tímann á þeim tíma,“ segir Eirún Sigurð- ardóttir frá Gjörningaklúbbnum. „Það er ekki nauðsynlegt að vera frá byrjun til enda, þó það sé auðvitað mesta upplif- unin. Það er hægt að taka þátt í þessum gjörningi, en bara ef maður vill,“ segir hún. „Það er alveg hægt að vera passífur áhorfandi, eða taka þátt. Engum er ýtt í það að vera með. Gjörningurinn er undir áhrifum af 100 ára afmælinu og einnig af þeim sex upphafskonum sem eiga verk í garðinum,“ segir Eirún. „Það leynast þarna áhrif frá 100 ára tímabili.“ Gjörningaklúbburinn hefur verið starf- ræktur frá árinu 1996 af þeim Eirúnu,  TónlisT Reykjavík MidsuMMeR Music í HöRpu í fjóRða sinn Fiðla Napóleóns í Hörpu Sayöku Shoji  HljóMskálagaRðuRinn gjöRninguRinn Möskvi Gjörningaklúbburinn heiðrar kvenfrumkvöðla á kosningaafmælinu Gjörningaklúbburinn stendur fyrir gjörningi, með þátttöku almenn- ings, í höggmyndagarðinum Perlufesti í Hljómskálagarðinum í dag, 19. júní. Verkið sem nefnist Möskvi, er unninn í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og fluttur í tilefni af 100 ára afmæli kosninga- réttar kvenna og á árs afmæli höggmyndagarðsins. Eirún Sigurð- ardóttir, einn meðlima Gjörninga- klúbbsins, segir verkið byggjast á þátttöku almennings en segir þó enga kvöð á gestum að taka þátt. Gjörningaklúbburinn fagnar 20 ára afmæli á næsta ári. Jóní Jóndóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur. Eirún segir að þær hefðu ekki getað ímyndað sér að vera enn að, tæpum tuttugu árum síðar, en segir hún verkefnin vera misjöfn og marg- breytileg. „Undirbúningur verkefnanna er mjög mismunandi,“ segir hún. „Það getur tekið allt frá einu ári og stundum er þetta hug- detta sem er framkvæmd. Það var kannski meira þegar við vorum að byrja. Í dag er þetta lengra ferli. Okkur hefði ekki órað fyrir því árið 1996 að þetta mundi endast í þennan tíma og við erum enn að,“ segir Eirún. „Við erum nýkomnar frá Genóa á Ítalíu þar sem við vorum að frumflytja verk og fram undan eru sýningar á Cycles hátíðinni í Kópavogi í ágúst og stórt verkefni í Basel í Sviss, þar sem við verðum með heila villu undir okkar verk,“ segir Eirún. „Við erum ekki bara í gjörningunum, líka útilistaverkum og listaverkum af öllum stærð- um og gerðum, þó það hafi verið gjörningur- inn sem sameinaði okkur í byrjun,“ segir Eirún Sigurðardóttir listakona. Möskvi hefst í Hljómskálagarðinum klukkan 12 í dag og er fólki bent á að klæða sig eftir veðri. Allar nánari upplýsingar um Gjörningaklúbinn má finna á heimasíðunni www.ilc.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 60 menning Helgin 19.-21. júní 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.