Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2001, Side 31

Ægir - 01.02.2001, Side 31
anna 4 klst, en aðra 30 mínútur. Merkin voru forrituð þannig að helmingur þeirra gat mælt í hálft ár, hinn helmingurinn í tæpt ár. Endurheimtur merkja Í lok árs 2000 höfðu 35 rafeinda- merki fengist aftur (56% heimt- ur). Þau veita miklar upplýsingar um lifnaðarhætti skarkolans, einkum á tímabilinu frá apríl til ágúst. Skráningardagar fyrir dýpi á tímabilinu apríl-desember 1998 eru alls 3400, auk 4800 skráning- ardaga fyrir hitastig frá apríl 1998 til mars 1999. Bilun í dýpisnema merkja olli því að engar skráning- ar fengust á dýpi seinni hluta vetrar. Atferli á hrygningartíma Skráningar rafeindamerkja í apríl sýna greinilegan mun á hegðun kynja á hrygningarslóð. Á 2. mynd eru dýpisferlar 6 hrygna og 6 hænga bornir saman. Hrygn- urnar héldu sig oft á sama dýpi svo dögum skipti. Á ferlum hrygna kemur sveifla sjávarfalla vel fram sem hlykkjóttur ferill, sem bendir til þess að þær hafi að mestu verið botnlægar. Þó koma öðru hverju fram allt að 100 m breytingar á dýpi, sem geta stafað af ferðum upp í sjó (tindar á ferlunum) eða ferðum upp og nið- ur kanta. Dýpisferlar hænga eru ólíkir ferlum hrygna að því leyti 31 F I S K I R A N N S Ó K N I R 0 50 100 150 200 35886 35891 35896 35901 35906 35911 35916 Hængar _ 0 50 100 150 200 35886 35891 35896 35901 35906 35911 3591 Hrygnur _ 2. mynd. Dýpisferlar 12 skarkola á hrygningartíma í apríl 1998. Hver ferill sýnir dýpi fyrir einn kola. Hér eru sýndar mælingar með 4 klst. millibili. D ýp i ( m ) D ýp i ( m ) 1. apríl 6. apríl 11. apríl 16. apríl 21. apríl 26. apríl 1. maí 1. apríl 6. apríl 11. apríl 16. apríl 21. apríl 26. apríl 1. maí Lengsta samfellda skráningin sem fengist hefur úr merkingum á Flákakanti gaf 9 mán- aða feril hitastigs og dýpis. Það merki var borið af 39 cm hæng sem veiddist á Vest- fjarðamiðum í ágúst 1999. Hitastig í um- hverfi kolans var líkt og búast má við á grunnslóð vestan Íslands. Sjávarhitinn var um 2°C í byrjun apríl, hækkaði síðan jafnt og þétt um sumarið og náði 9°C í byrjun september. Vetrarkólnun hófst ekki að marki fyrr en um miðjan október og í lok desember var sjávarhitinn um 5.5°C. Dýpisskráningum kolans má skipta í 4 hluta. Á hrygningartíma frá apríl fram í miðj- an maí heldur kolinn sig einkum á 60-100 m dýpi og dýpisbreytingar eru tíðar. Seinni hluta maí grynnkar kolinn stöðugt á sér og líklega er hann þá í göngum til fæðuslóða. Í lok maí er kolinn á um 50 m dýpi og segja má að hann haldi sig á því dýpi allt fram í miðjan nóvember. Allt sumarið og haustið er kolinn mjög botnlægur og nær ekkert verður vart við ferðir upp í sjó. Um miðjan nóvember verður breyting á atferli kolans og má þá sjá nokkra tinda á ferlinum sem benda til ferða upp í sjó. Líklega markar þessi breyting á at- ferli lok aðal fæðuöflunartímans. Lengsti ferillinn 0 20 40 60 80 100 35886,2 35917 35947,8 35978,7 36009,5 36040,3 36071,2 36102 36132,8 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9Hiti D_pi Hængur 39 cm Dýpi 1. apríl 1. maí 1. júní 2. júlí 2. ágúst 2. sept. 3. okt. 2. nóv. 3. des. Hrygning Göngur Fæðuslóð Göngur

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.