Ægir - 01.03.2001, Blaðsíða 37
37
N Ý J U N G A R
„Við fórum út í það árið 1995
þegar lítið var að gera að huga að
smíði á búnaði sem gæti þurrkað
vettlinga og stígvél og úr varð
Loftur. Í upphafi kom þetta verk-
efni til vegna óska frá mönnum á
togurunum hér á Skagaströnd og
búnaðurinn var hannaður í sam-
starfi við þá. Síðan hefur búnaður-
inn þróast og batnað og núna er
hann víða kominn í skip og fisk-
vinnslur. Loftur er líka orðinn út-
flutningsvara því þurrkarinn hef-
ur verið seldur í rækjuvinnslur í
Kanada og yfir 20 tæki hafa farið
til kaupenda í Noregi,” segir
Gísli Snorrason hjá Vélaverkstæði
Karls Berndsen á Skagaströnd
sem þróað hefur merkilegan og
notadrjúgan búnað á undanförn-
um árum sem hlotið hefur nafnið
Loftur.
Loftur er þurrkari sem á er hægt
að raða gúmmívettlingum, stíg-
vélum, plastskóm eða öðru því
sem henta þykir. Innbyggt í tæk-
ið er hitakerfi og blásarabúnaður
og hægt er að stilla hita á út-
blæstrinum. „Þess er vandlega
gætt að hitinn á útblæstri geti
aldrei orðið svo mikill að hann
skemmi vettlinga eða stígvél.
Hann er samt það mikill að hægt
er að þurrka blauta gúmmívett-
linga á 20-30 mínútum,” segir
Gísli.
Búnaðurinn uppfyllir svokall-
aða Evrópustaðla og hefur svokall-
aða CE merkingu sem vottar gæði
búnaðirns. Det Norske Veritas
hefur vottað búnaðinn og segir
Gísli mjög mikilsvert að koma
tækinu í gegnum svo öfluga síu
sem þar er á ferðinni.
„Upphaflega litum við á þetta
sem tilraunaverkefni en það er
ánægjulegt hversu mikið hefur
orðið úr þessari tilraun og gaman
að geta selt eitthvað af þessu er-
lendis. Við erum lítið fyrirtæki og
ekki með stórt sölubatterí á bak
við okkur en vonandi verður þetta
áfram drjúgt hjálparverkefni fyrir
okkur,“ segir Gísli.
Tilraunaverkefni verkstæðis á Skagaströnd varð
að útflutningsvöru:
Loftur þurrkar
vettlinga og stígvél
Þurrkarinn Loftur.