Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2001, Blaðsíða 16

Ægir - 01.06.2001, Blaðsíða 16
16 Evrópusambandið hefur haft sam- eiginlega fiskveiðistefnu með til- heyrandi veiðikvótum jafn lengi og Íslendingar hafa búið við kvótakerfi, eða frá árinu 1983. Þessi stefna var endurskoðuð í heild árið 1992 en auk þess hafa ýmsir partar hennar verið lagaðir til. Nú stendur fyrir dyrum önnur heildarendurskoðun sem á að vera lokið fyrir lok næsta árs en ný stefna tekur gildi 1. janúar 2003. Flókið kerfi Það er kannski að æra óstöðugan að ætla sér að lýsa fyrir lesendum Ægis þeirri stefnu sem ESB hefur fylgt undanfarin ár og hefur verið lýst sem helstu hindruninni í vegi þess að Íslendingar sæki um aðild að sambandinu. Meginatriði hennar eru þau að ESB ákveður á hverju ári heildarmagn þess fiskjar sem veiða má úr hverjum stofni í lögsögu aðildarríkjanna fimmtán. Það fer þannig fram að óháðir fiskifræðingar setja fram tillögur sem nefnd vísindamanna á vegum ESB leggur mat á. Á grundvelli þess mats leggur fram- kvæmdastjórnin til heildarkvóta en ráðherraráð ESB, skipað sjávar- útvegsráðherrum aðildarríkjanna, ákveður endanlegan kvóta á fundi sínum í desember ár hvert. Ráðherrarnir tilgreina hvað floti hvers lands má veiða af hverri tegund en það er svo á valdi ríkis- stjórnar hvers lands að skipta kvótanum milli skipa og útgerða. Þar er ekki farið eftir neinni staðl- aðri aðferð heldur er fylgt hefðum í hverju landi. Sums staðar er kvótanum ekki skipt heldur öll- um leyft að veiða þar til kvótinn er búinn. Annars staðar er kvótan- um skipt milli útgerðarflokka eða einstakra skipa og útgerða. Eftirlit með veiðunum er á hendi hvers lands og hefur þótt skorta allmikið á að fullt sam- ræmi sé milli ríkja á því sviði þótt reynt hafi verið að samræma bæði reglurnar og framkvæmdina. Á vegum framkvæmdastjórnar ESB starfa 25 eftirlitsmenn en form- lega er það sú stofnun sem fylgist með því að ákvörðunum sam- bandsins sé framfylgt. Um veiðarnar gildir regla sem nefnist á ensku „relative stability“ og kveður á um það hvar fiskiskip hvers lands megi veiða. Megin- reglan er sú að fylgt skuli veiði- reynslu hvers flota. Í raun þýðir þetta að reglan um frjálsan að- gang allra að öllum fiskimiðum er að heita má óvirk. Þess í stað er kveðið nákvæmlega á um það hvar hvert skip má athafna sig. Við þetta bætast svo flóknar reglur um leyfileg veiðarfæri og það hvenær tiltekin veiðisvæði eru opin og lokuð. Þá er ótalið styrkjakerfið sem tekur á sig ýms- ar myndir. Megnið af styrkjunum er veitt sem hluti af byggðastefnu ESB enda er sjávarútvegur víða stundaður þar sem önnur atvinnu- starfsemi á í vök að verjast. Und- anfarin ár hafa verið við lýði áætl- anir um að draga úr sókninni og fækka fiskiskipum með því að styrkja menn til annarrar atvinnu- sköpunar, ekki síst í fiskeldi, en þær hafa ekki borið þann árangur sem menn hafa vænst. Ónýt stefna Raunar má segja að fiskveiðistefna ESB í heild hafi ekki skilað þeim Fiskveiðistefna Evrópusambandsins: Verður farið í allsherjar uppskurð? - eða láta menn sér nægja að lappa upp á gjaldþrota stefnu sem er að leggja fiskistofnana í rúst? Í byrjun júní komu um 400 manns saman til fundar í Brussel. Það þykja svo sem engin nýmæli í sjálfu sér en samt var þessi fundur merkilegur. Fundarefnið var nefnilega endurskoðun sameiginlegrar fiskveiðistefnu Evrópusambandsins og þetta var í fyrsta sinn sem hagsmunaaðilum er hleypt að mótun þeirrar umdeildu stefnu. Hingað til hefur það verið hlutverk stjórnmálamanna og embættismanna ESB og aðildarríkjanna en nú var ákveðið að breyta til. E V R Ó P U S A M B A N D I Ð O G F I S K V E I Ð A R Höfundur er Þröstur Haraldsson, blaðamaður, sem búsettur er í Maastricht í Hollandi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.