Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 6

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 6
6 P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S Á aðalfundi Samherja á dögunum lét Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri félagsins, þau orð falla að hann teldi að hlutafélög hefðu ekki horft nægi- lega til þess að greiða eigendum ásættanlegan arð af sínum fjárfesting- um. Þetta voru athyglisverð ummæli og eftir þeim var tekið. Og Þorsteinn Már og aðrir stjórnendur í Samherja sýndu hug sinn í verki í þessum efn- um þegar þeir lögðu tillögu fyrir aðal- fund um greiðslu 30% arðs af nafn- verði hlutafjár í Samherja. Það er auð- vitað rétt hjá forstjóra Samherja að afar mikilvægt er að hluthafar njóti þess ef vel gengur í rekstri fyrirtækja, þeir fái til baka ríkulegan arð af fjár- festingum sínum. Það hlýtur að vera viðkomandi fyrirtækjum mikill styrk- ur þegar til lengri tíma er litið og þetta styrkir líka hlutabréfamarkaðinn verulega. Í hlutabréfaniðursveiflunni í fyrra setti ég fram þann spádóm að ef eitt- hvað gæti togað markaðinn upp aftur væri það sjávarútvegurinn. Sem er að koma á daginn. Það er þrátt fyrir allt gamli, góði sjávarútvegurinn sem stendur af sér þann ólgusjó sem mörg fyrirtæki, ekki síst þau sem teljast til tæknigeirans, hafa lent í á síðustu misserum. Þetta staðfestir að sjávarút- vegurinn er ennþá og mun áfram verða undirstaða okkar efnahagslífs, hvað sem hver segir. Það er ágætt að þeir sem ráðleggja mönnum kaup á hlutabréfum hafi það hugfast í næstu hlutabréfamarkaðssprengju. Gengis- tap á fyrri hluta síðasta árs gerði það að verkum að sum sjávarútvegsfyrir- tæki náðu ekki að sýna verulegan hagnað í ársreikningum sínum. Hins vegar má almennt segja að framlegð í rekstri fyrirtækjanna hafi verið góð og það skiptir höfuðmáli. Það er enginn vafi á því að ef fram fer sem horfir að jafnvægi komist á í þjóðarbúskapnum á þessu ári, bæði hvað viðkemur geng- isskráningu og verðlagi, er þess að vænta að sjávarútvegurinn sýni góðar afkomutölur á þessu ári. Slíkt er þjóð- arbúinu mikilvægt, fyrirtækjunum og þeim byggðarlögum þar sem þau starfa. Sjávarútvegurinn verður að hafa borð fyrir báru til þess að grynnka á miklum skuldum, en jafnframt er honum lífsnauðsynlegt að geta ráðist í fjárfestingar, annað hvort til endurnýj- unar tækjabúnaðar og skipa eða til nýrra landvinninga, eins og t.d. í fisk- eldi. Spurn eftir fiski í heiminum heldur væntanlega áfram að aukast og Íslend- ingar verða að vera undir það búnir að geta mætt þeirri eftirspurn. Það verð- ur nær örugglega ekki gert með aukn- um veiðum úr villtum fiskistofnum við landið, fátt bendir til að úr þeim verði tekið öllu meira á ári hverju en gert er í dag. Viðbótin verður því að koma frá fiskeldi. Þetta er fiskveiði- þjóðum sem við keppum við á erlend- um mörkuðum, eins og til dæmis Norðmönnum, löngu ljóst og því hafa þeir uppi stór áform í eldi hvítfisks, t.d. þorsks. Við Íslendingar þurfum líka að vera á tánum í þessum efnum og því ber að fagna að vinna að stefnu- mörkun í hérlendu þorskeldi er komin í fullan gang. Ólafur Halldórsson, fiskifræðingur, skilaði þorskeldis- skýrslu til sjávarútvegsráðherra um miðjan apríl og vinna er hafin við viðamikið þorskeldisverkefni sem Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarút- vegsfræðingur, leiðir. Markmiðið með þessu verkefni er að meta samkeppnis- hæfni þorskeldis á Íslandi, móta stefnu í rannsókna- og þróunarvinnu og afla og miðla upplýsingum um þorskeldi. Vitanlega er alltof snemmt að spá fyrir um hvernig Íslendingum vegnar í þorskeldi, en orð eru til alls fyrst og það sem öllu máli skiptir er að menn hafa markað um það stefnu að leggja fjármuni og vinnu í öflun upplýsinga og rannsóknir. Þetta er grunnurinn og á honum verður að byggja í þessu eins og öðru. Og það skiptir miklu máli að mörg af stóru sjávarútvegsfyrirtækj- unum taka af fullum krafti þátt í upp- byggingu og þróun fiskeldis, hvort sem það er þorsk- eða laxeldi. Nægir þar að nefna Samherja, Útgerðarfélag Akureyringa, Hraðfrystihúsið Gunn- vöru og Síldarvinnsluna. Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja, setti fram eftirtektarverðar hugrenn- ingar um fiskeldi á aðalfundi Sam- herja nýverið. Þar sagði hann m.a.: „Hér getur í raun verið um stóriðju að ræða á Austurlandi ef vel tekst til í fiskeldinu. Þegar höfð er í huga sú þekking sem til staðar er á laxeldi í dag og þeir möguleikar sem Síldar- vinnslan og Samherji hafa sameigin- lega, er ekki annað hægt en að horfa tiltölulega björtum augum á að hægt sé að ná árangri í þessari mikilvægu atvinnugrein.“ Við höfum vissulega aflað okkur umtalsverðrar þekkingar í fiskeldi og á henni er og verður byggt. Mikilvæg- ast af öllu er að við reynum ekki að sigra heiminn í þessum efnum í einu áhlaupi. Þetta er langtímaverkefni þar sem sígandi lukka er best. Horft fram á veginn með ýsuna og þorskinn Pistil mánaðarins skrifar Óskar Þór Halldórsson, blaðamaður

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.