Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 10
10 H A F S B O T N S R A N N S Ó K N I R sé mjúkur eða harður, leir og silt eða sandur og möl svo dæmi sé tekið. Með sérstökum hugbúnaði í tölvum eru útbúin botngerðar- kort en jafnframt eru tekin botn- sýni á völdum stöðum til viðmið- unar. Mörg áhugaverð svæði til mælinga Guðrún Helgadóttir segir að fjöl- geislamælirinn sé nægilega öflug- ur til mælinga á öllu landgrunn- inu við Ísland. Fyrir liggur lang- tímaáætlun til ársins 2005 um mælingar með þessari tækni hér við land. Áhersla verður lögð á mælingar fyrir sunnan og vestan land en einnig verður mælt á öðr- um svæðum. Guðrún nefnir að sumarið 2002 verði m.a. mælt fyrir vestan land og í Eyjafjarð- arál. Rannsóknirnar á síðarnefnda svæðinu í júlí verða að hluta til í samstarfi við Orkustofnun og Há- skóla Íslands. Guðrún segir að mörg hafsvæði hér við land séu vissulega áhugaverð til könnunar með fjölgeislamælinum og nefnir sérstaklega landgrunnshliðarnar fyrir sunnan land, Reykjanes- hrygg og Kolbeinseyjarhrygg. Þá segir Guðrún að þegar sé farið að ræða um samstarf Hafrannsókna- stofnunarinnar og Sjómælinga Ís- lands um að færa mælingar með fjölgeislamælinum inn á sjókort, ,,enda höfum við frá upphafi lagt mikla áherslu á að þessar dýptar- mælingar nýtist sem flestum.“ Yfirlitsmynd af öllu mælingasvæðinu suður af landinu með nöfnum á helstu kennileit- um. Mesta dýpi á þessari mynd er 2.200 metrar syðst í Mýrdalsjökulgljúfri. Efra kortið sýnir umrætt mælingasvæði. Á síðasta ári voru skipulagðar merkingar á ung- og smálaxi í sjó með nýjum smágerðum mæl- imerkjum. Þessar rannsóknir verða unnar af Veiðimálastofnun í samvinnu við Hafrannsóknastofn- unina, Fiskirannsóknastofnunina í Færeyjum og Hafrannsóknastofn- unina í Noregi. Í ár og næstu tvö ár verður lax veiddur til merkinga á rannsóknaskipinu Árna Frið- rikssyni samhliða stofnmælingum Hafró á síld og loðnu. Einnig fara fram rannsóknaveiðar á færeysk- um og norskum rannsóknarskip- um á annarri slóð. Notaður verð- ur veiðibúnaður sem norsku sam- starfsaðilarnir hafa þróað til veiða á laxi án þess að veiðarnar skaði hann. Unglax og smálax verður merktur með nýjum, nettum mælitækjum sem mæla hitann og það dýpi sem fiskurinn er á. Með þessu móti verður unnt að afla nýrra upplýsinga um hegðun lax- ins. Í ársskýrslu Veiðimálastofnunar fyrir 2001 kemur fram að þessar rannsóknir séu styrktar af Tækni- sjóði Rannsóknarráðs Íslands, Bygginga- og tæknisjóði Rann- sóknarráðs og Norrænu ráðherra- nefndinni. Rannsóknir á ung- og smálaxi

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.