Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 12
12 Jóhann A. Jónsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Hrað- frystistöðvar Þórs- hafnar, er orðinn trillukarl. Hann gerir nú út á grásleppu frá Þórshöfn og segist kunna því vel. Jóhann lét af störfum hjá Hrað- frystistöðinni á liðnum vetri og fór strax að huga að öðru starfi. Niðurstaðan var sú að gerast trillukarl í fullu starfi. Reyndar hefur Jóhann átt trillu, Garðar ÞH, en hann stækkaði við sig og festi kaup á Sómabáti frá Bakka- firði, sem nú ber nafnið Stapavík NS 178. „Ég byrjaði á grásleppunni ein- hvern tímann eftir 20. apríl og þetta hefur gengið ágætlega. Ég kann því ágætlega að vera á sjón- um, reyndar þekki ég þetta ágæt- lega því á yngri árum var ég á sjónum og ég hef í seinni tíð alltaf farið annað slagið á sjó á trillunni minni. Þetta er hressandi og maður nær upp ágætum krafti á sjónum,“ segir Jóhann. Tveir eða þrír menn eru á Stapavíkinni á grásleppunni og þeir félagarnir hafa yfir að ráða um hundrað netum. Ekki er langt á miðin, frá korteri og upp í klukkutíma stím. Um tíu bátar gera út á grásleppuna á Þórshöfn og sér Eyþór Atli Jónsson um að salta hrognin fyrir þá flesta. Yfir- leitt er farið út milli 6 og 7 á morgnana og ef veður er hagstætt eru menn að framundir 6-7 á kvöldin. Verðið fyrir hrognin er mun skárra en í fyrra. Þá var það sem næst 40 þúsund krónum fyr- ir tunnuna, en nú segir Jóhann að borgað sé um 60 þúsund krónur fyrir tunnuna. „Það má reikna með að við verðum á gráslepp- unni fram í miðjan maí eða jafn- vel út maí. Eftir það fer ég á færi á svokallað krókaaflahámark,“ segir Jóhann og bætir því við að vel geti verið að bróðir hans, Hreggviður, fyrrum forstjóri Norðurljósa, fari í nokkra róðra á grásleppuna, það eigi þó eftir að koma í ljós. Jóhann A. Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri HÞ, er orðinn trillukarl: Maður nær upp ágætum krafti á sjónum S M Á B Á TA Ú T G E R Ð Jóhann A. Jónsson situr ekki lengur við skrifborðið í Hraðfrystistöð Þórshafnar. Þessa dagana glímir hann við grásleppuna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.