Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 14

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 14
14 E R L E N T Í könnun sem sjávar- útvegsmálaráðuneyt- ið norska gerði í byrj- un febrúar 2002 á verkun saltfisks kom í ljós að þar var miklu ábótavant. Fjórtán saltfiskverkendum var gert að umsalta. Af verkendunum 14 voru 12 í Lofoten. Þrátt fyrir 50% verðfell- ingu á lélegum fiski fúska þeir og eru hirðulausir og trassafengnir. Sérstaklega er algengt að blandað sé saman góðum fiski og lélegum, hefur Fiskaren eftir Bjørn A. Rottem hjá Fiskeftirlitinu. „Hreint fúsk og trassaskapur og hér er ekki bara um einn eða tvo að ræða heldur fjórtán, sem hafa fengið skýr skilaboð frá okkur. Slíkur trassaskapur verður ekki liðinn,“ segir Rottem, en hann tekur líka fram að einstaka verk- endur fari eftir reglum um verk- un. Rottem er afar óánægður með ástandið. Hann segist í samtölum sínum við sjómenn og verkendur verða var við mikinn áhuga á að framleiða sem besta vöru en þegar til kastanna komi fari minna fyrir gæðakröfunum og fiskur af mis- jöfnum gæðum liggi á einu og sama brettinu í fiskhúsunum. „Þetta er óþolandi kæruleysi. Saltaður er fiskur sem drepist hef- ur í netunum. Ef fiskurinn er ekki blóðgaður strax versnar hann en framleiðendurnir virðast ekki taka tillit til þess. Þegar fiskurinn svo að öðru leyti er illa með- höndlaður þá verður hann enn verri - og öllum fiski er síðan blandað saman,“ segir Rottem. Gert að umsalta „Reglurnar eru skýrar og enginn ætti að geta misskilið þær. Ólíka gæðaflokka á að salta hvern í sínu lagi. Öllum verkendum sem sýnt hafa hirðuleysi í þessu tilliti verð- ur gert að umsalta fiskinn. Þá er ekki aðeins átt við að tína burt lé- lega fiskinn sem sést utan á pöll- unum heldur líka hinn sem innar liggur. Hvern einasta fisk á að meta. Þegar því er lokið fara menn frá Fiskeftirlitinu í fiskhús- in og skoða það sem gert hefur verið. - Ætlar Fiskeftirlitið að taka hart á brotum? „Þeir sem verka saltfisk hafa sjálfir beðið um eftirlit. Til að auka gæðin nægja ekki orðin ein. Þeir verða að sýna í verki að þeir meini eitthvað með því.“ Tilkynningarskylda Rottem segir að það séu ekki bara framleiðendur sem verði undir smásjánni. Tekin var upp til- kynningarskylda báta í Vesterålen og þær útgerðir sem eru tilkynn- ingarskyldar verða að tilkynna bát þrem tímum áður en hann kemur í höfn. Þessi regla var tek- in upp í lok febrúar. Saltfiskverkendur þora ekki að flokka fiskinn „Það er enginn vafi á því að hluti vandans er sá að fiskkaupendur þora ekki að tína burt slæman fisk vegna þess að þá myndu sjó- mennirnir einfaldlega ekki skipta við þá heldur selja öðrum. Um það hef ég fengið margar ábend- ingar. Sjómenn hafa lengi vanist því að aflinn sé keyptur af þeim óflokkaður og allur á sama verði. Ef gæðamatið verður of strangt þá finna sjómennirnir sér aðra kaup- endur,“ segir Rottem. „En eins og að ofan kemur fram þá snertir gæðaeftirlitið ekki sjó- mennina eina heldur líka fisk- verkendurna. Þeir bera að sjálf- sögðu ábyrgð á framleiðslu sinni óháð því hvernig þeir hafa fengið fiskinn afhentan. Borið hefur á því að ekki hafi verið hreinsað blóð úr fiskinum eftir flatningu og á því bera verkendurnir einir ábyrgð,“ segir Rottem að lokum. Noregur: Fúsk og trassaskapur í saltfiskverkun Fiskaren greinir frá því að mjög hátt verð hafi fengist fyrir síld og loðnu í Noregi á þessari vertíð. Síldin sem veiddist úti fyrir Helgeland og Trøndelag var bæði stór og feit. Meðalstærðin var rúm 300 grömm og meðalverð á uppboðsmarkaði rúmlega 61 ÍSK, sem er verðmet. Loðnukaupendur hafa einnig greitt hátt verð svo að norskir sjó- menn hafa í fyrsta skipti fengið jafnmikið fyrir loðnu sem landað er heima og í Danmörku, eða rúmlega 14 ÍSK. Hátt verð á síld og loðnu í Noregi

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.