Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 16

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 16
16 kostur í þeirra starfi, jafnvel einn sá jákvæðasti. Getur það átt sinn þátt í starfsánægju meðal fisk- vinnslukvennnanna þar sem starfsandi og starfsánægja eru tengd fyrirbæri. Þó má sjá at- hugasemdir þess efnis að bónus- kerfi valdi bæði streitu og hafi neikvæð áhrif á starfsandann. Starfsánægja og framleiðni fara því miður ekki alltaf saman.“ Þrátt fyrir að aukin tæknivæð- ing hafi smám saman höggvið skörð í hóp fiskvinnslukvenna, telja engu að síður um 65% þátt- takenda sig búa við mjög eða frekar mikið atvinnuöryggi og rúmlega 62% telja sig líklega verða starfandi innan fiskvinnsl- unnar að 5 árum liðnum. Reynd- ar er víða ekki um auðugan garð að gresja varðandi aðra atvinnu- möguleika, enda telja um 82,5% kvennanna sig hafa mjög eða frekar litla valkosti í þeim efnum. Athyglisverðar niðurstöður Í skýrslunni koma fram margar athyglisverðar niðurstöður. Eftir- farandi eru nokkrar þeirra: • 73,5% kvennanna eru giftar eða í sambúð, hlutfall ekkna er 2,3% og fráskildra 5,5%. • Tæplega 47% kvennanna hafa barn/börn á framfæri undir 18 ára aldri og þar af eru 15% ein- stæðar mæður. • Meirihlutinn eða 71% býr í eigin húsnæði. • Meirihlutinn eða 94% segir það ganga mjög eða frekar vel að samræma fjölskyldu- og einka- líf gagnvart vinnu. Hins vegar segja 62,5% kvennanna að starfið bjóði sjaldan eða aldrei upp á sveigjanlegan vinnutíma. • Flestar kvennanna eða 63,2% hafa eingöngu skyldunám að baki. Meirihluti þeirra kvenna sem hafa lokið iðnnámi, stúd- ents- og háskólaprófi er af er- lendu bergi brotinn. • Mikill meirihluti svarenda eða 90% telur að konur eigi mjög eða frekar litla möguleika á að vinna sig upp í starfi innan fiskvinnslunnar og að sama skapi telja 93,5% kvennanna sig hafa mjög eða frekar litla möguleika á starfsframa á eigin vinnustað. • Meirihlutinn eða 83% telur sig hafa mjög eða frekar litla val- möguleika varðandi atvinnu í sínu byggðarlagi. • Um 82% kvennanna hafa sótt fiskvinnslunámskeið og telja tæp 88% það vera mjög eða frekar mikilvægt að fá tækifæri til að efla þekkingu sína og færni í starfi. Rúmlega 70% svarenda (eða um 60% þátttak- enda) telja yfirmenn sína vera jákvæða gagnvart þjálfun og endurmenntun í starfi. • Meirihluti þeirra (332) kvenna sem svara eða 65,5% telja sig hafa mjög eða frekar litla möguleika á að endurmennta sig. En 70% af (311) svarend- um eða 63% þátttakenda segj- ast geta hugsað sér að sækja endurmenntun af einhverju tagi til að auka atvinnumöguleika sína. Mestur áhugi er fyrir tölvu- og tungumálanámi. Miklar breytingar Í skýrslu um framtíðarmöguleika fiskvinnslunnar hér á landi, sem kom út á síðasta ári, kemur fram að sjávarútvegurinn hafi tekið miklum breytingum á síðustu árum. Annars vegar hafi tækni- breytingar verið miklar og sú þróun muni halda áfram, hins vegar komi stöðugt fram nýjung- ar á sviði sjávarútvegs. Þessi tvö atriði koma til með að hafa áhrif á atvinnugreinina, störfum mun fækka og þau breytast. Óvíða er því meiri nauðsyn á símenntun og endurmenntun en í sjávarút- vegi. Fólki fækkar í fiskvinnslu Í skýrslunni segir að árið 1991 hafi fjöldi starfandi fólks við veið- ar og vinnslu verið 14.200 og þar af hafi 8.000 verið starfandi við fiskvinnslu. Árið 2000 var fjöldi starfandi fólks við veiðar og vinnslu 12.800, þar af við vinnslu 6.700. „Þegar þensla hefur verið á vinnumarkaðinum og skortur verið á starfsfólki, hefur vanda- málið verið leyst með erlendu vinnuafli,“ segir í skýrslu um framtíðarmöguleika fiskvinnsl- unnar. „Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru 540 ný tímabundin atvinnuleyfi veitt vegna fiskvinnslustarfa á árinu 2000. Fækkun hefur orðið í hefð- bundnum störfum sem tengjast fiskveiðum og vinnslu og er örsök þessa meiri tækni auk minni afla t.d. botnfiskafla miðað við ártug- ina á undan. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram. Sjófrysting jókst á síðasta ártug og hefur því hluti af hinu hefðbundna fisk- vinnslustarfi í landi flust út á sjó. Almennt er talið að sérhæfðum störfum í sjávarútvegi hafi fjölgað og var það álit margra viðmæl- enda nefndarinnar að menntun muni enn aukast í sjárútvegi. Sem dæmi um sérhæfð störf í fiskvinnslu má telja vinnu við gæðaeftirlit, stjórnun, vöruþróun og markaðssetningu.“ Könnunin sem skýrslan byggir á leiddi í ljós að meirihluti kvennanna eða 89% telur sig vera mjög eða frekar ánægðan í starfi. Þó telur aðeins liðlega helming- ur þeirra sig oft eða stundum fá stuðning eða hvatningu frá yfirmönnum sínum, telur starfið líkamlega erfitt og einhæft með nánast engu svigrúmi til frumkvæðis eða sjálfstæðra vinnubragða.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.