Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 20

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 20
20 F R É T T I R Sæplast hf. á Dalvík ásamt nokkrum öðrum íslenskum fyrir- tækjum hóf fyrir þremur árum samstarf um þróun á einskonar örflögum eða tölvuupplýs- ingakubbum til þess að fella inn í kerin frá Sæplasti. „Við erum byrjaðir að framleiða ker með þessum flögum í og framundan er frekari vinna við að þróa hugbúnaðinn,“ sagði Þórir Matthíasson, sölustjóri hjá Sæplasti. „Við getum í raun sett flögurnar hvar sem er í kerin, það fer lítið fyrir þeim, bætti hann við. „Það er vert að taka fram að þetta er ekki ný tækni, hún hefur verið þekkt lengi. Hins vegar hafa flögurnar ekki áður verið notaðar með þessum hætti og þetta er í fyrsta skipti sem þessari tækni er beitt í fiskiðnaði hér á landi eftir því sem við best vit- um. Það er mikill áhugi fyrir þessari tækni hjá kaupendum okkar hér á landi og í Evrópu og þeir hafa lýst vilja til þess að kaupa ker með annað hvort flög- unum í, eða með sætum þar sem hægt er að setja flögurnar í á síð- ari stigum,“ sagði Þórir Matthías- son. Tilraunaverkefni í Hegranesi SK-2 Þetta þróunarverkefni komst á nýtt stig á síðasta ári þegar Fisk- iðjan Skagfirðingur á Sauðárkróki ákvað að reyna þessa tækni um borð í Hegranesi SK-2, ísfisktog- ara fyrirtækisins. Í Hegranesinu eru 460 lítra Sæplast ker með áð- urnefndum örflögum. Gísli Svan Einarsson, útgerðarstjóri Fiskiðj- unnar-Skagfirðings, segir að í kjölfar þess að stærðarflokkari frá Marel hafi verið settur um borð í Hegranesið í maí 2001, hafi verið unnt að reyna þennan nýja flögu- búnað um borð. Gísli Svan segir að hver flaga hafi ákveðið númer og hún veiti upplýsingar um þann fisk sem er í viðkomandi keri; t.d. fisktegund, veiðislóð, veiðitíma og stærðarflokk á fisk- inum. Sérstakur aflestrarbúnaður frá Maritech les þessar upplýsingar af örflögunum og þær eru síðan sendar í tölvupósti á hverjum morgni til útgerðar- og vinnslu- stjóra í landi. „Að mínu mati hefur flokkun á fiskinum og utanumhald um stærðardreifingu hans gengið mjög vel með þessari tækni. Ákveðin vandamál hafa hins veg- ar komið upp varðandi útfærslu á þeirri tækni sem notuð er til að lesa upplýsingarnar af flögunum í kerjunum niðri í lest skipsins. Ég vænti þess að á því finnist lausn. En þegar á heildina er litið er hér um að ræða athyglisverða tækni- lausn sem ég bind vonir við að muni leysa úr vandamáli sem menn hafa verið að reyna árum saman að finna lausn á,“ segir Gísli Svan Einarsson. Þróunarverkefni íslenskra fyrirtækja varðandi rekjanleika sjávarafurða: „Flöguker“ um borð í Hegranesi SK-2 Þórir Matthíasson, sölu- stjóri hjá Sæplasti hf., við „flöguker“. Flagan er í gula plasthylkinu á hliðinni. Rekjanleiki sjávarafurða frá veiðum úti á sjó og á borð neytandans er farinn að skipta æ meira máli og þeir sem til þekkja segja að kröf- urnar um rekjanleika eigi eftir að aukast veru- lega á næstu árum. Hér á landi hafa menn ver- ið að þróa ýmsar leiðir til þess að standast vax- andi kröfur um rekjanleika og m.a. hafa nokk- ur fyrirtæki sameinast um athyglisvert til- raunaverkefni á þessu sviði. Verkefninu er ekki lokið, en það lofar mjög góðu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.