Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 25

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 25
Fyrir liggja niðurstöður rann- sóknar nokkurra sérfræðinga á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands um heyrn vélstjóra, en forvitni- legt þótti að rannsaka hvort marktækur munur væri á heyrn eldri og yngri vélstjóra. Að rann- sókninni var unnið í samstarfi við Vélstjórafélag Íslands. Í samantekt Friðriks Rúnars Guðmundssonar, heyrnar- og tal- meinafræðings, kemur fram að til rannsóknarinnar hafi verið valdir af handahófi 212 félagsmenn, á aldrinum 20 - 80 ára, búsettir á svæðinu frá Sandgerði til Akra- ness. Af þeim 212 félagsmönnum sem völdust í úrtakið voru 23 fluttir af svæðinu, voru erlendis eða á sjó og gátu því ekki mætt á þeim tíma sem rannsóknin stóð yfir. Í nýtilegu úrtaki voru því 189 einstaklingar, af þeim skil- uðu sér 85,7%. Af þessum hópi voru 6 einstaklingar sem voru með eftirstöðvar annarra eyrna- sjúkdóma en hávaðaskemmd og voru því ekki með í útreikningn- um. „...hljóta að valda vonbrigðum“ Nánast undantekningarlaust sýndu þátttakendur þakklæti og ánægju með þetta framtak og mikla jákvæðni. Aðeins tveir lýstu óánægju sinni með rann- sóknina og vildu ekki taka þátt í henni. Rannsóknin fólst í því að kanna hvort heyrn yngri vélstjóra á þessu tilgreinda tíðnisviði væri ekki örugglega betri en hinna eldri. Vonast var til að með rann- sókninni fengist fram sönnun þess að yngri vélstjórar notuðu alfarið heyrnarhlífar sem skilaði þeim marktækt betri heyrn. Það kom hins vegar ekki á daginn, sem kom sérfræðingunum verulega á óvart í ljósi þess að yngri vélstjór- ar (20-40 ára) hafi haft möguleika á því að nota sér heyrnarhlífar all- an sinn starfsaldur. „Almennt hefur verið talið að vélstjórar noti heyrnarhlífar samviskusamlega í störfum sínum svo þessar niður- stöður rannsóknarinnar koma mjög á óvart og hljóta að vera vonbrigði,“ segir Friðrik Rúnar Guðmundsson, heyrnar- og tal- meinafræðingur á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, í samantekt sinni um rannsóknina. 25 F R É T T I R Heyrn vélstjóra rannsökuð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.