Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 28

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 28
28 Æ G I R H E I M S Æ K I R S Æ P L A S T N O R G E endurskipuleggja mannahald og fara í ýmsar nauð- synlegar breytingar á skipulagi, húsnæði og fram- leiðsluþáttum. Við megum heldur ekki gleyma því að hér erum við að tala um að sameina fyrirtæki und- ir einn hatt sem hafa áður verið að keppa á markaðn- um og slíkt þarf að hafa í huga þegar fólk metur hversu hratt verkefni af þessu tagi geta unnist,” segir Steinþór. Mikill ávinningur af innkomunni í Noregi Steinþór viðurkennir að það hafi ekki aðeins verið framleiðsluleg lyftistöng að fara inn í verksmiðjurnar þrjár í Noregi heldur hafi ekki síður náðst inn í Sæ- plast mjög mikilvæg markaðs- og söluþekking með þessu skrefi. „Fyrirtækin hér í Noregi hafa að baki sér áratuga sögu og uppbyggingarstarf. Hér fáum við gríðarlega viðbótarþekkingu á kerjasvið okkar og ekki síður er- um við að bæta við okkur þekkingu á þessari bryggjuvöru sem við framleiðum hér í Álasundi, þ.e. flotunum, fenderunum og öðrum slíkum vörum. Hérna erum við líka komnir að þröskuldi olíuiðnað- arins og getum nýtt okkur tækifæri á því sviði með framleiðsluaðferðum okkar. Annað dæmi er túnfisk- veiðigeirinn sem við fáum þekkingu á í gegnum verksmiðjuna hér í Álasundi. Sá markaður var okkur í Sæplasti algjörlega framandi áður. Allt er þetta tengt sjávarútveginum en við getum sagt að Sæplast sé far- ið að nýta sér mun fleiri vinkla á markaðnum en áður. Við erum í dag stærra og breiðara fyrirtæki sem er að sækja inn á breiðara markaðssvið en áður.” Heimsmarkaðsstarf kostar mikið fé – Sæplast er augljóslega orðið mun fjölbreyttara og stærra fyrirtæki en var fyrir nokkrum árum þegar all- ir tengdu nafn Sæplasts við eina verksmiðju á Dal- vík. Er einhver óskastærð í þínum huga á fram- leiðslufyrirtæki af þessari gerð? „Nei, ég get ekki sagt það. Sjálfir höfum við okkar innri markmið um stækkun en fram til þessa höfum við ekki verið tilbúnir til að ræða þau mál þar sem orkan hefur öll farið í að ná utan um þann pakka sem við eigum í dag. Nú má segja að tökin á þeim pakka séu orðin nokkuð styrk og traust og þá er hægt að horfa fram á veginn. Til að sinna markaðsstarfi á er- lendri grundu og út um allan heim þurfum við að vera af ákveðinni stærð. Sæplast á Dalvík, eins og það var fyrir þessar breytingar, var alltof lítil eining til að standa undir öflugu markaðsstarfi á heimsvísu. Með 450 milljóna króna veltu að baki sér var grunnur að slíku heimsmarkaðsstarfi alltof veikur. Við gerðum okkur grein fyrir því að ef við ætluðum okkur stærri hluti í markaðsstarfi og áframhaldandi uppbyggingu þá varð ekki framhjá því litið að stærra fyrirtæki, fleiri verksmiðjur og í fleiri heimsálfum væru lykill- inn að því að sækja fram og ná árangri. Markaðsstarf kostar gríðarlega peninga og síðan þarf að hafa þolin- mæði til að bíða eftir því að árangurinn skili sér. Slíkt getur mælst í árum en skilað sér vel til baka þegar þar að kemur. Langtímasjónarmið og þolin- mæði eru þess vegna lykilhugtök í svona starfi,” seg- ir Steinþór. Hlutabréfamarkaðurinn ekki alltaf skilningsríkur Talandi um þolinmæði er fróðlegt að beina sjónum að viðhorfi á hinum litla íslenska hlutabréfamarkaði gagnvart starfi Sæplasts og uppbyggingarstarfi fyrir- tækja almennt. Steinþór segir einkenni á hlutabréf- markaðnum á Íslandi að menn krefjist árangurs strax og jafnvel endurspegli sveiflur í hlutabréfaverði ekki árangur fyrirækjanna. „Þróun hlutabréfa í Sæplasti hefur sýnt þetta og vissulega töldum við sjálfir að okkur tækist á styttri tíma að slípa saman allar verksmiðjur okkar í vel smurða vél. Gagnvart markaðnum hefur ekkert ann- að gerst en að Sæplast hefur orðið sterkara með hverju árinu sem hefur liðið og hverjum manni ætti að vera ljóst að það að breyta fyrirtæki á þremur ár- um úr 450 milljóna króna veltu í 2,5 milljarða er varla hægt án einhvers konar vaxtarverkja. Ég vænti þess að á hlutabréfamarkaðnum muni menn fylgjast náið með hvernig okkur gengur í framhaldinu og hvernig uppbyggingarstarf okkar mun skila sér.” Sæplast Canada Verksmiðja Sæplasts í New Brunswick í Kanada, sem keypt var í maí 1999. Þar starfa 70 manns á vöktum og unnið er að jafnaði fimm daga vikunnar, jafnvel alla daga ef því er að skipta. Ársvelta verksmiðjunnar er um 700 milljónir króna. Í verksmiðjunni eru framleidd ker og ýmsar afurðir fyrir kjötiðnaðinn, pallettur, stór akkerisbaujur og fleira. Tæknilega er verksmiðjan vel búin, t.d. er annar af tveimur ofnum verksmiðjunnar frá árinu 2000. Sæplast India Verksmiðja Sæplast í Gujarat á Indlandi. Þessa verksmiðju byggði fyrirtækið frá grunni og eru starfsmenn nú um 25 talsins og ársvelta er um 40 milljónir króna. Í verksmiðjunni er ein hverfisteypuvél og sérhæfing verksmiðjunnar snýr að framleiðslu á minni gerðum af kerjum, þ.e. frá 100 til 600 lítra kerjum. Sæplast Dalvík Tæknivæddasta verksmiðja Sæplasts er á Dalvík þar sem uppbygging fyrirtækisins hófst á sínum tíma. Þar starfa 40 manns við framleiðslu á kerjum, byggingarvörum og trollkúlum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.