Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 34

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 34
34 Þ O R S K E L D I Eins og Ægir hefur áður greint frá er greinilega vaxandi áhugi á uppbyggingu þorskeldis hér á landi og nokkur sjávarútvegsfyr- irtæki hafa verið að taka athyglis- verð skref í þeim efnum. Íslend- ingar hafa horft töluvert til Nor- egs í þessum efnum en þar er gert ráð fyrir að framleiða um 50 milljónir þorskseiða árið 2005 og framleiðsla á eldisþorski verði allt að 150 þúsund tonnum árið 2007. Samdráttur í veiði á villtum þorski Ljóst er að veiðar á þorski í Atl- antshafi hafa dregist saman um rúma eina milljón tonna á undan- förnum tuttugu árum, úr rúmum tveimur milljónum tonna árið 1980 í eina milljón tonna árið 2000. Því horfa menn til þess að aukning í framleiðslu á fiski komi frá fiskeldi og þess vegna horfir þróuð fiskeldisþjóð eins og Norð- menn til þess að stórauka eldi á þorski. „Með ört vaxandi áhuga á þorskeldi í nágrannalöndunum, sérstaklega í Noregi ber Íslend- ingum skylda til að skoða til hlít- ar hvort eldi á þorski geti orðið arðbær atvinnugrein hér á landi,“ segir Ólafur Halldórsson í skýrslu sinni til sjávarútvegsráðherra. Í skýrslu Ólafs eru dregnar saman ýmsar upplýsingar um þorskeldi í heiminum og mögu- leika þess hér á landi. Ólafur set- ur fram ákveðnar tillögur um hvernig rétt sé að standa að mál- um hér og þar eru margar athygl- isverðar tillögur. Skoðum þær nánar. Hugmyndir Ólafs • Lagt er til að Hafrannsókna- stofnunin og Stofnfiskur hf. hefji sem fyrst og í sameiningu undirbúning að gerð kynbótaá- ætlunar fyrir eldisþorsk. Að- stöðu fyrir þetta verkefni verði komið á fót í endurbættri að- stöðu Hafrannsóknastofnunar- innar á Stað við Grindavík. • Lagt er til að þorskseiði verði framleidd með „intensivum“ aðferðum og sérstaklega verði litið til framleiðsluaðferða gull- brama (sea-bream). Horft verði til reynslu Hafró, Fiskeldis Eyjafjarðar hf. og erlenda fyrir- tækisins Okeanos Ltd við upp- byggingu seiðaeldis hér á landi. Kostnaður við seiðaeldisstöð, sem myndi framleiða allt að tíu milljónum 5 g seiða, er áætlað- ur 500 milljónir króna. • Til að stytta eldisferilinn er lagt til að 5 g seiði verði flutt í sér- stakar seiðaeldisstöðvar og þau alin í 200-300 g áður en þau eru sett í sjókvíar. • Gert er ráð fyrir að sérstakt fyr- irtæki, sem yrði í eigu einkafyr- irtækja með aðkomu opinberra aðila, annist seiðaframleiðsluna. Íslendingar skoði til hlítar möguleika í þorskeldi - er mat Ólafs Halldórssonar sem tók saman skýrslu um þorskeldi fyrir sjávarútvegsráðherra Þann 19. apríl síðastliðinn kynnti sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn skýrslu um þorskeldi á Íslandi þar sem settar eru fram hugmyndir að uppbyggingu þessarar atvinnugreinar á næstu árum. Skýrsluna vann Ólafur Halldórsson, fiskifræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar. Ólafur Halldórsson, skýrsluhöfundur. Þorskseiði í seiðastöð Út- gerðarfélags Akureyringa hf. á Hauganesi við Eyja- fjörð. Seiðin verða sett út í kvíar í sumar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.