Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 35

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 35
35 Við þá uppbyggingu verði horft til uppbyggingar Fiskeldis Eyjafjarðar í framleiðslu lúðu- seiða. • Lagt er til að framlög hins op- inbera til uppbyggingar þorsk- eldis fari í fjárfestingar og rann- sóknaverkefni tengd seiðafram- leiðslu ásamt öðrum brýnum rannsóknaverkefnum. • Matfiskeldi fari fram í sjókvíum með sama hætti og eldi á laxi. Þar sem athuganir bendi til þess að nauðsynleg arðsemi ná- ist ekki nema í stórum stöðvum með 2-3000 tonna ársfram- leiðslu, verði uppbygging þeirra á hendi sjávarútvegsfyrir- tækja og annarra einkafjárfesta sem hafi bolmagn til fjárhags- legra skuldbindinga á meðan á uppbyggingu stendur. • Ætla má að kostnaður vegna fjárfestinga í sjókvíum með til- heyrandi búnaði til að framleiða 3000 tonn sé um 150 milljónir króna og kostnaður vegna upp- byggingar lífmassa fram að fyrstu slátrun sé 4-800 milljón- ir króna eftir vaxtarhraða fisks- ins í sláturstærð, sem er 3,5-4 kg. • Mikilvægt er að rannsókna- og þróunarvinna miðist fyrst og fremst að því að stytta eldisfer- ilinn og lækka með því fram- leiðslukostnað. Mikilvæg verk- efni í þessu sambandi eru kyn- bætur, fóðurrannsóknir og framleiðsla seiða af réttri stærð til þess að setja út í sjókvíar. • Íslendingar verða að setja sér það markmið að hlutdeild okk- ar og áhrif á þorskmörkuðum minnki ekki frá því sem nú er. Í framhaldi af því setji Íslending- ar sér það markmið að á næstu tíu árum fari framleiðsla á eld- isþorski hér á landi í 30 þúsund tonn. • Áður en til ákvörðunar kemur þarf að útbúa vandaða rekstrará- ætlun með arðsemismati fyrir seiðastöð og matfiskeldisstöðv- ar. Þessar áætlanir þurfa að byggja á bestu fáanlegu þekk- ingu sem yrði aflað innanlands og erlendis. Jafnframt þyrftu í þessum áætlun að koma fram helstu áhættuþættir og for- gangsröðun verkefna. Að þess- ari vinnu komi fulltrúar áhuga- samra fyrirtækja og opinberra aðila. Framkvæmdastjórn, sem yrði skipuð af væntanlegum fjárfestum, einkafyrirtækjum og opinberum aðilum, þyrfti sem fyrst að taka til starfa og skila tillögum hið allra fyrsta. Nauðsynlegt að horfa til þekkingar Norðmanna Ólafur segir í skýrslu sinni að við uppbyggingu þorskeldis hér á landi sé nauðsynlegt að þekking Norðmanna sé höfð til hliðsjónar og þeirra reynsla yfirfærð á ís- lenskar aðstæður eins og mögu- legt sé, varðandi t.d. framleiðslu- aðferðir, arðsemismat, seiðafram- leiðslu og kynbætur. Í skýrslu Ólafs er nefnt að Ís- lendingar gætu sett sér það mark- mið að á næstu tíu árum fari framleiðsla á eldisþorski í 30 þús- und tonn. Til þess að það gangi eftir nefnir Ólafur að byggja þurfi seiðaeldisstöð í áföngum sem geti framleitt tíu milljón seiði árið 2009. Hann nefnir að efla verði rannsóknir og þróunarstarf, sér- staklega á þeim sviðum sem leiði til lækkunar á framleiðslukostn- aði. Þá nefnir hann mikilvægi þess að efla tengsl við erlendar rannsóknastofnanir og fyrirtæki vegna aðlögunar á aðferðum vegna framleiðslu á seiðum og matfiski. Og Ólafur leggur á það áherslu að framleiðslan fari fram í fáum og tiltölulega stórum ein- ingum. Orðrétt segir Ólafur síðan í skýrslunni: „Gert er ráð fyrir að undirbúningi fyrir seiðafram- leiðslu verði lokið á árinu 2004 og seiðaframleiðsla hefjist á árinu 2005. Það ár verði framleidd 100 þúsund seiði. Árið 2009 er gert ráð fyrir að framleiða 10 milljónir seiða. Matfiskeldi frá seiðum hefst árið 2007, þegar framleidd eru 300 tonn, framleiðslan vex síðan í 30 þúsund tonn árið 2011. Einnig er gert ráð fyrir að veiðar og eldi á villtum fiski vaxi í 500 tonn á árinu 2005. Ekki er raun- hæft að ætla að þessi framleiðsla vaxi frekar.“ Mikilvægt innlegg Í tilkynningu sjávarútvegsráðu- neytisins kemur fram það mat að skýrsla Ólafs sé einkar mikilvægt innlegg í stefnumörkun í þorsk- eldi. Ljóst er að rannsóknaþáttur- inn í þorskeldi er bara rétt að hefjast, eins og Ægir hefur áður greint frá. Í janúar sl. hófst verk- efnið Þorskeldi á Íslandi, stefnu- mörkun og upplýsingabanki, en gert er ráð fyrir að því ljúki í apr- íl á næsta ári. Í þessu verkefni verður lögð áhersla á að meta samkeppnishæfni þorskeldis á Ís- landi, öflun og miðlun upplýs- inga um þorskeldi og mótun stefnu í rannsókna- og þróunar- vinnu. Að verkefninu stendur fimm manna verkefnastjórn, en verkefnastjóri er Valdimar Gunn- arsson, sjávarútvegsfræðingur. Ólafur segir í skýrslu sinni að í ljósi þess að athuganir bendi til þess að nauðsynleg arðsemi náist ekki nema í stórum matfiskeldisstöðvum með 2-3000 tonna ársframleiðslu, verði uppbygging þeirra á hendi sjávarútvegsfyr- irtækja og annarra einkafjárfesta sem hafi bolmagn til fjárhagslegra skuldbindinga á meðan á uppbyggingu stendur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.