Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 39

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 39
39 L O Ð N U V E I Ð A R grafaraæði,“ segir Maron og játar því að loðnusjómenn hafi gert það mjög gott á vetrarvertíðinni. „Við gerðum það gott í vetur, en við höfum séð alla flóruna í þessu, bæði upp og niður. Maður er að vona að það sé smám saman að koma jafnvægi í bæði loðnuveið- arnar og afkomuna af þeim, þessi atvinnuvegur verður ekki bund- inn jafn miklum sveiflum og við höfum oft upplifað.„ Síldin flökuð um borð Guðmundur Ólafur ÓF er eitt af glæsilegustu loðnuveiðiskipum flotans. SR-Mjöl á 53% hlut í út- gerðinni á móti Garðari Guð- mundssyni í Ólafsfirði og fjöl- skyldu hans og Hreiðari Valtýs- syni, útgerðarmanni á Akureyri. Garðar Guðmundsson gerði lengi vel út annað skip með sama nafni, mun minna skip en núverandi Guðmund Ólaf, sem Garðar Guð- mundsson hóf að gera út í júní í fyrra. Útgerðin hefur yfir að ráða 3% af loðnukvótanum, auk eins síldarkvóta á heimamiðum, tveggja síldarkvóta í norsk-ís- lensku síldinni, hátt í 300 tonna bolfiskkvóta og rúmlega 200 tonna rækjukvóta. Guðmundur Ólafur var á dög- unum í flotkví Slippstöðvarinnar á Akureyri þar sem skipið var í ýmiskonar lagfæringum auk þess sem frystigeta þess var aukin um helming. Guðmundur Ólafur er eitt þeirra skipa þar sem unnt er að flaka síld um borð og þannig segir Maron að hægt sé að marg- falda verðmæti síldarinnar. „Við erum með kælitanka um borð sem við getum sett hráefnið í og kælt niður. Fyrir vikið höfum við náð að framleiða mjög góða vöru sem við höfum fyrst og fremst selt á markað í Austur-Evrópu.“ Norsk-íslenska og kolmunninn Að lokinni slipptöku taka við ný verkefni. Næst fer skipið væntan- lega á síldveiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum og einnig ætla menn að reyna fyrir sér í kolmunnanum. „Ég kann ágæt- lega við kolmunnaveiðarnar, en það er hins vegar alveg ljóst að okkar skip er ekki það best út- búna í kolmunnann. Ég er þó ekki frá því að við bráðabirgðaút- hlutun kolmunnanns fyrir nokkrum vikum hafi mestur kolmunnakvóti fallið á Guðmund Ólaf. Það kemur til af áunnum rétti skipsins til kolmunnaveiða áður en við tókum við því. SR- Mjöl gerði skipið til skamms tíma eingöngu út á kolmunna- veiðar þar sem það aflaði sér mik- illar veiðireynslu. Ég tel að við Ís- lendingar höfum orðið til að bera mikla þekkingu á kolmunnaveið- um og það hefur almennt orðið mikil þróun í flottrollsveiðum hér við land sem kemur okkur til góða í kolmunnaveiðunum. Veið- arnar á togtíma í kolmunnanum eru mun meiri en þær voru fyrir örfáum árum síðan, sem segir okkur að við búum yfir töluvert meiri þekkingu og betri tækni við veiðarnar en áður. Það sama má raunar einnig segja um loðnu- veiðarnar. Ég hafði lengi vel miklar efasemdir um réttmæti þess að veiða loðnu í flottroll, en það er alveg greinilegt að skipin hafa útbúið sig með mjög full- komnum veiðarfærum sem taka fiskinn á mun skemmri tíma en áður. Ég er ekki eins efins um flottrollið og áður við loðnuveið- arnar, en ég tel engu að síður að nótin sé alltaf besta veiðarfærið fyrir uppsjávarveiðar, hvernig sem á það er litið.„ Neikvæð umræða um sjávarútveg Maron segir að í brælum og lé- legu fiskeríi grípi hann aldrei löngun til þess að gera eitthvað allt annað en að stunda sjóinn. „Nei, alls ekki. Mér finnst for- réttindi að fá að standa í þessu. Það er alveg rétt að þetta er mikil vinna, en það er nú svo að eftir því sem við fiskum meira, því léttari er þessi vinna. Fimmtán manns eru í áhöfn og við erum tveir, ég og Guðmundur Garðars- son, sem skiptum með okkur skipstjórninni. Við gerum skipið út allt árið og stoppum því sem næst aldrei. Þrír eru um hver tvö hásetapláss og því fá menn alltaf góðar hvíld á milli,“ segir Maron. Umræðu um sjávarútveg telur Maron að sé alltof oft neikvæð í fjölmiðlum og hann neitar því ekki að þetta fari í taugarnar á honum. „Mér finnst almenningur í landinu vera að fjarlægjast alltaf meira og meira undirstöðuat- vinnugrein eins og sjávarútveg- inn. Og það virðist því miður vera svo að ef settur er á prent nógu mikill óhróður um okkur sjómenn og þá sem starfa í sjávar- útvegi, þá nær það best augum og Það er engin spurning um það að nýliðin loðnuvertíð var í alla staði mjög góð ver- tíð. Veiðin var mikil og góð og afurðaverð hagstætt. Þessi mynd var tekin á ver- tíðinni í vinnslustöð Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað. „Ég tel nauðsynlegt að sett væri upp heilsárs rannsóknar- verkefni þar sem fylgst væri nákvæmlega með atferli loðn- unnar, þannig að menn geti nálgast svarið við þeirri spurningu hvar loðnan stingur okkur af.„

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.