Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 42

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 42
42 U P P L Ý S I N G A R U M S J Á VA R Ú T V E G Höfundur þessarar greinar er Björn Auð- unsson, starfsmaður á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Þó svo að tilgangurinn með gagnagrunninum sé fyrst og fremst að nýta upplýsingatæknina til að miðla upplýsingum til aðila í útgerð og fiskvinnslu, þá var jafnframt haft í huga að hann gæti einnig nýst nemendum í framhaldsskólum og efstu bekkj- um grunnskóla. Mikill fróðleikur hefur safnast saman á Rf á þeim langa tíma sem stofnunin hefur starfað, en hana má rekja aftur til ársins 1934 þegar Þórður Þorbjarnarson var ráðinn sem ráðgjafi í fiskiðn- aðarfræðum hjá Fiskifélagi Ís- lands. Þetta ráðgjafarstarf var fyrsti vísirinn að rannsókna- og leiðbeiningastarfi í þágu fiskiðn- aðar á Íslandi Segja má að eitt meginhlutverk Rf sé að rannsaka fisk eftir að búið er að veiða hann og hvernig best er að geyma og vinna þetta dýrmæta hráefni. Niðurstöður úr þessum rannsóknum á Rf hafa verið birtar í skýrslum frá stofn- uninni, greinum í blöðum og tímaritum o.s.frv. um áratuga skeið. Sífellt fleiri sækja hins veg- ar þær upplýsingar sem þeir leita að á internetinu og því þótti kjör- ið að taka saman eitthvað af því efni sem er að finna á Rf og setja það út á netið. Góðar viðtökur Upplýsingaveitan hefur fengið mjög góðar viðtökur og er greini- legt að margir skoða vefinn á hverjum degi, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið auglýstur mikið. Á undanförnum árum hefur mik- ið verið um að hringt sé til Rf og leitað eftir upplýsingum um margvísleg atriði sem snerta fisk og fiskvinnslu. Eftir að upplýs- ingaveitan hóf göngu sína hefur hins vegar oft verið hægt að benda fyrirspyrjendum á að fara á upplýsingavefinn og finna þar svörin. Í upplýsingaveitunni er að finna margs konar skýringar- myndir og tölulegar upplýsingar sem erfitt getur verið að koma til skila í gegnum síma. Margvíslegar upplýsingar Sem dæmi um það sem finna má í upplýsingaveitu Rf má nefna upplýsingar um fisktegundir, vinnsluleiðir, afurðaflokka, ýmis- legt varðandi gæði og öryggi sjávarfangs, hreinlæti, markaði, einingartöflur o.fl. Komið hafa fram nokkrar ábendingar um efni og upplýsingar og er reynt að verða við óskum manna. Til þess að upplýsingaveitan geti verið í takt við þarfir iðnaðarins er nauð- synlegt að vera í góðu sambandi við þá sem hafa mesta þörf fyrir þessar upplýsingar og allar ábendingar eru þ.a.l. vel þegnar. Vinna við gagnagrunnin er viðamikið verkefni og ljóst að söfnun upplýsinga í hann verður seint lokið, en unnið verður að því að bæta við upplýsingum í gagnagrunninn þannig að þegar fram í sækir verði þarna að finna upplýsingar um flest það sem við- kemur þessu efni. Slóðin á gagnagrunnin er: www.rf.is Á vísan að róa Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf) opnaði fyrir nokkru á heimasíðu sinni gagnabanka um veiðar og vinnslu á sjávarfangi. Í gagnabankan- um, sem hlotið hefur nafnið „Á vísan að róa - Upplýsingaveita Rf,“ er að finna margvíslegar upplýsingar sem aðilar í sjávarútvegi og fiskverk- un, sem og aðrir þeir er áhuga hafa á ýmsu því sem tengist þessari mik- ilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar, ættu að geta notfært sér, bæði til gagns og fróðleiks. „Á undanförnum árum hefur mikið verið um að hringt sé til Rf og leitað eftir upplýs- ingum um margvísleg atriði sem snerta fisk og fiskvinnslu. Eftir að upplýsingaveitan hóf göngu sína hefur hins vegar oft verið hægt að benda fyrirspyrjendum á að fara á upplýsingavefinn og finna þar svörin,“ segir Björn Auðunsson m.a. í grein sinni. Upphafssíða „Á vísan að róa„. Slóðin er http://www.rf.is/upplv

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.