Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 43

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 43
43 E R L E N T Ship Equip í Álasundi í Noregi hefur ásamt Telia fjarskiptafyrir- tækinu stigið skref fram á við í samkeppninni um fiskveiðiflot- ann. DVB kerfið (Digital Video Broadcasting) gerir kleift að tengja breiðband um borð án þess að það kosti stórfé. Ferðast um Internetið Áhöfn skips með breiðbandsteng- ingu getur ferðast um Netið jafn- hratt og á landi hvort heldur skip- ið er úti fyrir Grænlandsströnd eða norður í Barentshafi. „Við bjóðum breiðbandstengingar með 128 og 512 kbás (kílóbita á sek- úndu) og 2 mbás (megabita á sek- úndu) flutningsgetu,“ segir Gilles A. Gillesen hjá Ship Equip. „Breiðbandið er hægt að tengja án þess að breyta símakerfinu um borð. Alla síma er hægt að nota áfram án breytinga,“ segir hann. Tengist landi Breiðbandið krefst þess að um borð sé gervihnattamóttaka fyrir sjónvarp því það er háð sambandi við stöð í landi sem í reynd vinn- ur verkin. „Kerfið er ósamhverft (asymmetric.) Þegar til dæmis er sóttur póstur eða stór gagnaskrá er hringt í landstöðina og beðið um síðuna eða skrána sem á að sækja. Landstöðin sækir síðan það sem um var beðið og sendir til tölvunnar um borð gegnum gervihnött. Þetta gerist með sama hraða og í landi þótt skipið sé úti á reginhafi og hvergi sjáist til lands. Hraðara samband en ADSL Hraðinn er miklu meiri en venju- leg ADSL (Asymmetric Digital Subscriber Line) breiðbandsteng- ing leyfir, en hún gefur mögu- leika á bandbreidd frá 340 kbás, og margfalt meiri en ISDN (In- tegrated Services Digital Network) símatengingin, sem að- eins gefur 64-128 kbás hraða. „Okkar lausn mun opna leið fyrir frekari þróun nýrra aðferða til að nýta tölvusamskiptatæknina um borð í fiskiskipum. Notkun hennar með öðrum samskipta- lausnum opnar fleiri og spenn- andi leiðir, og það gerist hratt. Með tilkomu Inmarsat Fleet 77 kerfisins getur notandinn verið sítengdur. Í fyrstu kann það að virðast rándýrt en notandinn greiðir aðeins fyrir það sem sent er. Slíkt kerfi er hið albesta fyrir breiðbandstengingu og opnar sjó- mönnum leið inn í tölvusam- skiptin, sem þeir hafa ekki getað nýtt sér fyrr svo nokkru nemi.“ Framleiðendur fiskimjöls í eldis- fóður eru vel á verði vegna heims- markaðsverðs á laxi sem aldrei hef- ur verið lægra en nú. Einn stærsti framleiðandinn í Chile, Pesquera Itata, telur að verð á mjöli megi ekki hækka meira. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, Gerardo Balb- ontin, segir í viðtali við Intrafish að hætta sé á að mjölverð hækki vegna minni afla í Perú. „Þótt mjölframleiðendum sé kannski akkur í að verðið hækki er það mjög tvíbent því að fiskeldi hér og í Asíu stendur mjög illa,“ segir Balbontin. Pesquera Itata framleiðir rúm 42 þúsund tonn af fiskimjöli í ár, sem er um það bil sjö prósent af heildarframleiðslunni í Chile. Til- tölulega hátt verð á mjöli er af- leiðing minni afla vegna áhrifa frá El Niño við strendur Chile og Perú 1997-1998. „Verð á fiskimjöli í úrvalsflokki rauk upp úr öllu valdi, nærri 900 USD tonnið. Nú er verðið komið niður í 600 USD tonnið og það er nokkuð sanngjarnt þótt það sé of hátt fyrir kaupendur eins og sakir standa og enn verr stæðu þeir ef mjölverð hækkaði frá því sem nú er,“ hefur Fiskaren eftir Balbontin. Mjölverð má ekki hækka Hraðbraut sjómanna á hafi úti Þessa dagana eru að eiga sér gífurlegar tækniframfarir í fjarskiptum sem áður en langt um líður mun leiða til þess að einangrun sjómanna á hafi úti verður að töluverðu leyti rofin.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.