Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 44

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 44
44 Gúmmívinnslan á Akureyri: Stálbobbingar og fleira fyrir sjávarútveginn Gúmmívinnslan hf. á Akureyri er og hefur fyrst og fremst verið þekkt fyrir endurvinnslu á gúmmíi og sólningu hjólbarða. En fyrirtækið gerir fleira. Fyrir sjö árum keypti það framleiðslutæki, framleiðslurétt og þekkingu að baki útgerðarvara sem lengst af hafa verið kenndar við Odda. Þekktastar eru svokallaðir stálbobbingar, sem hérlendar útgerðir þekkja vel til, en einnig framleiðir veiðarfæradeild Gúmmívinnslunnar ýmsar smá- vörur fyrir veiðarfæri eins og millilóð, beltislóð, ross-, keðju-, splitt og krossplötur, hringi, brillur, hákarlsugga, rosslykla, rossstauta, klafa, kleinur, jafnarma þríhyrninga, nótahorn og fiskihaka, svo eitthvað sé nefnt. Framleitt úr vottuðu hágæða stáli Þrír starfsmenn vinna að framleiðslu þessara útgerðarvara hjá Gúmmí- vinnslunni. Bragi Steinsson, verkstjóri, segir að starfsmennirnir hafi aflað sér mikillar sérþekkingar á þessu sviði, sem vissulega sé mikilvægt. Sum framleiðslutækin eiga sér langa sögu, þau hafa verið hönnuð af þeim starfsmönnum sem hafa í gegnum tíðina unnið að þessari framleiðslu. „Við leggjum mikla áherslu á að framleiða hágæðavöru og þess vegna notum við eingöngu hágæða stál, svokallað 52 stál,“ segir Bragi og sýnir blaðamanni vottun frá Iðntæknistofnun um að Gúmmívinnslan vinni ein- göngu úr þessu vottaða gæðastáli. Í þessu plaggi Iðntæknistofnunar kem- ur fram að mikilvægustu eiginleikar þess stáls sem Gúmmívinnslan notar í bobbingana sé slitþol og harka. „Þar sem línulegt samband er milli tog- þols, hörku og slitþols hefur það stál sem er með meira togþol, meiri hörku og þar með meira slitþol,“ segir orðrétt í vottorði Iðntæknistofnunar. Enginn annar er að framleiða stálbobbingar hér á landi og segist Bragi raunar að hann viti ekki um nema tvær aðra framleiðendur þeirra í heim- inum. Á þessu sést hversu sérhæfð framleiðsla þetta er. „Við seljum þessar vörur beint til útgerðanna, en þó í vaxandi mæli til netaverkstæðanna og við eigum mjög gott samstarf við þau um útfærslu og hönnun á þessum vörum,“ segir Bragi. Millibobbingar úr gúmmíi Eins og áður segir er Gúmmívinnslan kannski hvað þekktust fyrir endur- vinnslu á gúmmíi. Fyrirtækið framleiðir svokallaða millibobbinga sem Jó- hann Arnarson, markaðsstjóri Gúmmívinnslunnar, segir að séu framleiddir úr gúmmísalla sem m.a. fellur til við sólningu hjólbarða. Einnig má nefna öryggishellur fyrir t.d. sundlaugar og leikvelli. Sömuleiðis svokallaða hnalla fyrir aðvörunarrör og fanta fyrir umferðarmerki og fleira. Þá má ekki gleyma básamottum undir dýr og dregla og mottur í kerrur og á pallbíla. Bátasmiðja Guðgeirs: Perla smíðuð á Akranesi „Við erum að smíða hraðfiskibát sem heitir Perla, hugmyndin að þessum báti kviknaði í ársbyrjun 2000. Við erum þegar búnir að smíða þrjá báta af þessari gerð sem eru komnir á flot og nú eru tveir bátar í smíðum, annar þeirra fer suður í Voga en einn er óseldur. Við höfum hannað þessa báta frá grunni og smíðum þá að öllu leyti,“ segir Guðgeir Svavarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Bátasmiðju Guðgeirs á Akranesi. Einn af þeim bátum sem búið er að sjósetja er á Akranesi, annar í Grímsey og sá þriðji á Suðureyri. Guðgeir segir að Perlu-bátarnir hafi hefðbundið hraðfiskibátalag. „Við smíðum ýmsar stærðir, bátarnir eru allt frá því að vera um þrjú tonn upp í fimmtán tonn og stærri ef menn hafa um það óskir,“ segir Guðgeir. Ládeyða í bátasmíðinni í vetur Guðgeir orðar það svo að ládeyða hafi verið í smíði bátanna í vetur. „Skýringin er einfaldlega sjávarútvegsstefnan. Í kjölfarið á því að kvóti var settur á steinbít og ýsu í september sl. hafa menn haldið mjög að sér höndum í vetur. Endurskoðunarnefndin svokallaða lagði til breytingu á stærðarmörkum í krókaaflahámarkinu úr 6 tonnum í 15 tonn. Þetta mál er í vinnslu og það kemur í ljós áður en Alþingi verður slitið hvort þessi tillaga verði að veruleika. Við bíðum spenntir því hvort þetta fer í gegn því ljóst er í mínum huga að ýmsir verða til þess að stækka báta sína ef löggjafinn opnar á þessa stækkun og það myndi þýða að hjólin tækju að snúast aftur hjá okkur,“ segir Guðgeir. ÞJÓNUSTA Jóhann Arnarson, markaðsstjóri Gúmmívinnslunnar, og Bragi Steinsson, verkstjóri í veiðarfæradeild GV, við stálbobbinga sem fyrirtækið framleiðir.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.