Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 49

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 49
49 Sá svartsýni Tveir skipsbrotsmenn höfðu lent á eyðieyju þar sem hvorki voru tré né annar gróður. Þeir störðu marga daga fullir eftirvæntingar út á hafið. - Húrra! Ég sé segl úti við sjón- deildarhringinn! hrópaði annar skyndilega. - Og hvað með það? sagði hinn daufur í dálkinn. - Við erum ekki með neitt mastur! Sá tillitssami - Hvers vegna skiljið þið hjónin ekki? - Vegna barnanna. Það vill eng- inn hafa þau! Vantaði eina Fyrir utan diskótek í Hafnarfirði standa 17 bráðfallegar ljóskur. Siggi gengur til þeirra og spyr hvers vegna þær standi þarna, því þær fari ekki inn. Ja, sérðu, við verðum að vera 18 til að komast inn! Örlæti Tveir sægreifar höfðu komist yfir mikinn kvóta á frábæru verði og fóru saman til London til að gera sér glaðan dag í tilefni góðrar höndlunar. Þeir fóru inn í bílabúð til að sjá hvað væri í boði. - Ég ætla að fá Rolls Royce með stuðara úr silfri, litasjón- varpi, bar, minkaskinnsáklæði á sætum og demant í stýrinu, sagði annar. - Sama hér, sagði hinn, - en með stuðara úr gulli og tvo rúbína í stýrinu. - Jæja, sagði bílasalinn eftir að hafa gengið frá pappírunum. - Þetta verða þá 3.560.000 pund fyrir þig og 3.750.000 pund fyrir þig. Annar sægreifinn tók strax upp tékkheftið til að borga. - Nei, heyrðu nú, sagði hinn svolítið argur. - Þú borgaðir mat- inn áðan og nú splæsi ég! Bókin betri Tvær geitur voru á beit í Beverley Hills í Hollywood. Önnur þeirra fann filmuspólu og fór að japla á henni. - Var hún góð? spurði hin geit- in. - Nei, sagði filmugeitin, - bók- in var miklu betri! Grímuball Siggi ætlaði á grímuball kvenfé- lagsins í sveitinni og hugsaði með sér að nú skyldi hann byrja í tíma að koma sér upp búningi. „Hvað ætti ég að vera,“ hugsaði Siggi, „ég verð að upphugsa eitthvað virkilega frumlegt. Loks ákvað hann að vera Adam í Paradís. Hann skrifaði því Gervi ehf. bréf, sagðist ætla að vera Adam í Paradís á grímuballi og pantaði fíkjublað. Tæpri viku síðar kom fíkjublaðið í pósti. Siggi mátaði það en fannst það ekki alveg nógu stórt. Hann settist því niður og skrifaði annað bréf: „Kæra Gervi ehf! Fíkjublaðið sem þið senduð mér dekkar því miður ekki þarfir mínar. Vinsam- legast sendið mér stærra blað.„ Tæpri viku seinna kom annar pakki í pósti til Sigga og í honum var stærra fíkjublað. Siggi mátaði það en var ekki fullkomlega ánægður og settist enn niður og skrifaði bréf: „Kæra Gervi ehf! Þetta fíkju- blað dekkar ekki heldur þarfir mínar. Vinsamlegast sendið mér stærra blað.“ Eftir nokkra daga kom pakki til Sigga í póstinum. Honum þótti blaðið að vísu stórt, en þó ekki nógu stórt. Í fjórða sinn sett- ist hann niður og skrifaði: „Kæra Gervi ehf! Bestu þakkir fyrir lipurð ykkar, en því miður þá dekkar þetta fíkjublað ekki heldur þarfir mín- ar. Vinsamlegast sendið enn stærra blað. PS: Mér LIGGUR Á! Tveimur dögum seinna kom póstsendill með hraðsendingu heim til Sigga. Í pakkanum var RISASTÓRT fíkjublað og hand- skrifað bréf: „Kæri Siggi! Þetta er stærsta fíkjublaðið sem við eigum. Ef þetta blað dekkar ekki heldur þarfir þínar þá biðjum við þig vinsamlegast að grípa höndum um þarfir þínar, troða þeim upp í eyrað á þér og vera bensíndæla á grímuballinu!„ Sá nýgifti Jakob var nýgiftur og félagi hans spurði hann hvernig honum lík- aði í hjónabandinu. - Oh, sagði sá nýgifti, það er af- skaplega gott að vera giftur. - Hvernig gott? spurði félag- inn. - Að þurfa aldrei að gefa neinni blóm og konfekt! Hugmyndaflug Pétur var að hjálpa mömmu sinni við uppvaskið. Hann horfir hugs- andi á gaffalinn og spyr: - Mamma, á ég líka að þurrka milli tánna? Sældarlíf - Læknirinn sagði að ég ætti að fá mér snafs í hvert sinn sem ég legði mig. Í gær lagði ég mig tíu sinnum! Innri friður Ég held að ég hafi fundið leiðina að innri friði. Sálfræðingurinn minn sagði mér að til að öðlast innri frið ætti ég að klára hluti sem ég hefði byrjað á ... Í dag hef ég því klárað tvo poka af kartöfluflögum, eina súkku- laðiköku, einn lítra af Jameson, hálfan bjórkassa og einn konfekt- kassa. - Mér líður strax mun bet- ur. P L O K K F I S K U R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.