Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 6

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 6
6 P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S Það er nú svo komið að vart heyrist af hvölum í umræðu í íslenskum fjöl- miðlum nema hún tengist hvalaskoð- un á einn eða annan hátt. Hvalaskoð- un er enda orðin burðug atvinnugrein innan ferðaþjónustunnar og fyrirtækj- um fjölgar stöðugt sem byggja af- komu sína á því að sigla út á sundin blá og sýna ferðamönnum hvali, fyrst og fremst hrefnur og önnur smáhveli, svamlandi í sjónum. Allt er þetta gott og blessað, svo langt sem það nær. Talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja eru fullir efasemda um að unnt sé að halda úti hvalaskoðun jafnhliða því sem Ís- lendingar veiði hval. Má vel vera að rétt sé. Við erum í hálfgerðri pattstöðu, að því er virðist, með hvalveiðimálið. Sí- fellt tala ráðamenn um „unnið sé að málinu“, hvað sem það nú þýðir. Við erum hins vegar í dálaglegri klípu í þessu endalausa mála, í það minnsta á meðan við ekki fáum náð fyrir augum manna í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Okkur varð á fyrir mörgum árum að ganga úr þessu blessaða ráði, illu heilli, og komumst ekki inn aftur. Á meðan svo er virðumst við eiga fá sóknarfæri. Við sem sagt getum ekki farið út á miðin og veitt hval, hvað þá selt afurðirnar. Lok og læs. Hvalveiðar Íslendinga virðast frá- leitt vera á næstu grösum. Hvað sem vongóðir stjórnmálamenn segja. Sjó- mennirnir eru æfir yfir þessu ástandi, því þeir segja sem er að hvölum hafi fjölgað svo mjög á miðunum að þeir séu til vandræða. Loðnunætur hafi stórskemmst af völdum hvala, að ekki sé talað um allan þann fisk sem hval- irnir éta. Við Íslendingar þurfum á því að halda að veiða hval, á því leikur ekki nokkur vafi. Ekki vegna þess að við græðum reiðinnar ósköp á því að flytja út hvalkjöt, heldur einfaldlega til þess að viðhalda þokklegu jafnvægi í lífríki hafsins. Það verður seint unnt að reikna út hversu mikið af okkar helstu nytjafiskum hvalirnir í sjónum éta. Hins vegar má skjóta á að það sé verulegt magn. Og ekki minnkar það með hverju árinu sem hvölum fjölgar. Ég rakst á klausu í Mogganum ekki alls fyrir löngu þar sem birt var þýð- ing á pistli eins af kunnustu pistlahöf- unda í Bandaríkjunum, en þessi skrif birtust í ekki ómerkara blaði en The New York Times. Pistillinn var um hvalafriðun og hvalveiðar og komst höfundurinn, Nicholas D. Kristof, að þeirri niðurstöðu að nú ættu menn að fara að snúa blaðinu við eftir alla þá hvalafriðunaröldu sem riðið hefur yfir heiminn á síðustu árum. Nú ættu menn almennt að hefja hvalveiðar á ný og það strax. Kristof vitnar til upplýs- inga frá sjávarútvegsyfirvöldum í Bandaríkjunum um að fyrir tveimur árum hafi búrhvalir verið fleiri en tvær milljónir og hann segir að Al- þjóðahvalveiðiráðið hafi í fyrra áætlað að hrefnur væru um 900 þúsund og grindhvalir um 780 þúsund. Síðan segir í pistli Kristofs (í þýðingu Moggans): „Milton Freeman, hvalasér- fræðingur við háskólann í Alberta, telur að hrefnustofninn hafi þrefaldast á 30 árum og hnúfubaknum fjölgi um 12-17% árlega.“ Og aftur vitna ég orðrétt í pistil Kristofs: „Oft er rætt um ofveiði og í því sambandi má nefna, að hvalirnir éta nú 300 milljón- ir tonna af sjávarfangi, þrisvar sinnum meira en mennirnir.“ Og niðurstaða Kristofs er einfaldlega: „Björgum hvölunum“ á ekki lengur við um allar tegundir. Eina röksemdin, sem eftir er gegn veiðum á hrefnu, búrhval og jafnvel sandlægju er, að hvalir séu svo stórkostlegar skepnur, að þess vegna megi ekki drepa þá.“ Nú er ég ekki með það á hreinu hvaða skoðun Kristof þessi, dálkahöf- undur í The New York Times, hafði áður á hvalveiðum. En ekki kæmi mér á óvart að hann hafi hér á árum áður verið haldinn þeirri blindu sem ótrú- lega margir landar hans og fólk út um allan heim er haldið gagnvart hvölum. Þessi siðblinda birtist ekki síst í Keikó-æðinu hérna um árið. Þessi ágæti háhyrningur var heilagri í aug- um Kana en kýr eru í augum Indverja og í þennan eina hval hefur líklega verið ausið tveimur eða þremur millj- örðum króna! Við Íslendingar trúðum því að við gætum orðið milljarðamær- ingar á því að flytja Keikó til Íslands, en ég hef að vísu ekki orðið var við að sá gróði hafi skilað sér. Til þess að við Íslendingar getum búist við að hvalveiðar hefjist aftur við strendur landsins, er lykilatriði að al- menningisálitið í heiminum breytist í garð nýtingar hvalastofnanna. Því er ánægjulegt til þess að vita að virtir pistlahöfundur vestur í Ameríku hafa komist að þeirri niðurstöðu að hval- irnir séu að éta okkur út á gaddinn og friðunarofstækið sé fyrir löngu komið út fyrir alla skynsamlega ramma. Af KEIKO OG HVALAUMRÆÐUNNI Pistil mánaðarins skrifar Óskar Þór Halldórsson, blaðamaður

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.