Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 8
Laugafiskur er dótturfélag Út- gerðarfélags Akureyringa hf., en starfsemin hófst í Reykjadal fyrir röskum tuttugu árum og hefur vaxið ár frá ári. Framleiðsla Laugafisks fer á markað í Níger- íu, sem hefur verið stöðugur síð- ustu misseri. Lúðvík Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Laugafisks, segir að tímabært hafi verið að ráðast í endurbætur á verksmiðjunni í Reykjadal og þegar þeim verði að fullu lokið verði aðstaðan orðin mjög góð. Fyrir nokkrum vikum var sett niður glæný vinnslulína, sem Skaginn hf. smíðaði, en línan var hönnuð í samvinnu tækni- manna Skagans og Laugafisks. Þetta er mjög byltingarkennd vinnslulína frá því sem áður var og hún tryggir stóraukin afköst verksmiðjunnar án þess að þurfi að koma til fjölgunar starfs- manna. Gert er ráð fyrir að árs- verk verði eftir sem áður um 25 hjá Laugafiski í Reykjadal. Jafnframt er allt húsnæði verk- smiðjunnar endurbætt og unnið hefur verið að því að byggja yfir tvo nýja þurrkklefa auk þess sem á næstunni verður ráðist í bygg- ingu nýrrar álmu þar sem verður starfsmannaaðstaða, verkstæði og rými til rafhleðslu lyftaranna. Þetta hús verður væntanlega full- búið fljótlega eftir áramót. Þá verður eftir að ganga frá lóð fyrir- tækisins, gera að því nýja heim- reið og malbika um 40 bílastæði. Lúðvík Haraldsson áætlar að heildarkostnaður við þessar fram- kvæmdir í Reykjadal verði sem næst hundrað milljónum króna. Laugafiskur rekur einnig fisk- þurrkunarverksmiðjur í Njarðvík og á Akranesi. Þá á fyrirtækið stóran hlut í nýrri þurrkunarverk- smiðju í Færeyjum - Faroe Mar- ine Products, en þar hefur verið sett niður samskonar vinnslulína og á Laugum. 8 F R É T T I R Thyboron trollhlerar Tben ehf hefur nú tekið við söluumboði fyrir Thyboron trollhlera, eigum á lager alla varahluti eins og t.d skó mangan, hardox, rafsuðuvír, bolta, keðjur og lása. Týpa-3 Fyrir rækjutroll Týpa-7 Fyrir fiskitrollHvaleyrarbraut 39, 220 Hafnarfjörður s. 544-2245 Þar sem þjónusta og þekking mætast Verið velkomin til okkar í bás F-70E á sjávarútvegssýningunni Byltingarkenndar breytingar á Laugum Lúðvík Haraldsson, framkvæmdastjóri Laugafisks. Það er ekki hægt að orða það öðru- vísi en að síðustu vikur og mánuði hafi verið unnið að því að umbylta þurrkunarverksmiðju Laugafisks í Reykjadal, sem lengi hefur verið ein af stærstu verksmiðjum hér á landi í þurrkun á fiskhausum og -hryggj- um. Þegar verksmiðjan verður kom- in í full afköst eftir breytingarnar má ætla að um 240 tonn af hráefni fari í gegnum vinnslulínuna í viku hverri - en fyrir nokkrum mánuðum voru afköstin um 150 tonn á viku. Hin nýja vinnslulína í Lauga- fiski gerir það að verkum að unnt er að stórauka afköst verksmiðjunnar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.