Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 10

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 10
10 E R L E N T Næss telur þó alvarlegt að greinst hafa í nokkrum sýnum af innfluttu fiskimjöli sjö afbrigði af salmonellubakteríu, sem sjaldan eða aldrei hafa fundist fyrr í fiski- mjöli í norskum fóðurstöðvum sem framleiða fóður handa eldis- fiski. Nokkur afbrigðanna hafa áður greinst í dýrafóðri sem notað er í landbúnaði. Næss segir smitaða mjölið aðal- lega koma frá Perú og Chile. Inn- flutningur Norðmanna á fiski- mjöli jókst úr 14 þúsund tonnum árið 1988 í 143 þúsund tonn 2001. Mest flutt inn frá Suður-Ameríku Mest hefur aukist innflutningur mjöls frá Perú þótt mikill hluti mjölsins frá Suður-Ameríku sé fluttur inn gegnum Evrópusam- bandsríki. Salmonellubakteríur í fiski- mjöli drepast að öllu eðlilegu við framleiðslu fóðursins og ættu því að öllu eðlilegu ekki að vera í fóðrinu. Þrátt fyrir það er mikil- vægt að stöðva innflutning á salmonellusýktu fiskimjöli. „Því meira sem flutt er inn af sýktu mjöli því meiri líkur verða á því að einhver geri mistök,” segir Næss. Á hverju ári greinist salmonella í fiskafóðri. Bakterían getur dreifst með sýktu mjöli og hún getur einnig borist út í umhverfið frá fóðurverksmiðjunum og dreifst víðar, til dæmis með fugl- um. Sýnt hefur verið fram á, næstum óyggjandi, að salmonella úr fiskimjöli hafi borist í máva sem halda til kringum fiskimjöls- og fiskafóðurverksmiðjur. Salmonella í mönnum Salmonellasmit reynist yfirleitt ekki hættulegt fyrir heilbrigt, fullorðið fólk. Þó dóu tveir úr salmonellusýkingu árið 2001 og fjögur hundruð voru lagðir inn á sjúkrahús. Flestir höfðu smitast af mat, oftast í útlöndum. „Í Noregi geta villtir fuglar og dýr verið smitberar,” segir Karen Nygård hjá Heilbrigðiseftirlitinu. Sannað er að nokkrir smitast ár hvert í Noregi af salmonellubakt- eríu úr smáfuglum og broddgölt- um. Hún bendir ennfremur á að slíkt smit geti einkum reynst börnum hættulegt. Samvinna um eftirlit Sjávarútvegsráðuneytið norska hyggst nú efla samvinnu um eft- irlit við yfirvöld í EFTA-ríkjum, Chile og Perú til að fá betri yf- irsýn yfir aðstæður. Markmiðið er að koma á markvissu eftirliti til að koma í veg fyrir salmonellu- smit. Getur lifað í laxi Þótt lax geti ekki smitast af salm- onellu hafa rannsóknir sýnt að fræðilega séð getur bakterían lifað í meltingarfærum hans. Meðal annars var gerð tilraun við VESO Vikan Akvavet í Nord-Trøndelag í fyrra. Laxinum var gefið salm- onellusýkt fóður og honum svo slátrað. Tone Løvold, sem stjórn- aði tilrauninni, segir að virkar salmonellubakteríur hafi greinst í meltingarfærum nokkurra fiska fjórum vikum eftir að þeim var gefið smitaða fóðrið. Þó ber þess að gæta að fiskarnir fengu mikið magn af bakteríum. Svein Arne Abelsen, stjórnar- formaður í fóðurframleiðsludeild norska Fiskveiði- og sjávarnytja- sambandsins, segir að innan greinarinnar sé mikill áhugi fyrir því að rannsaka nánar áhrif salm- onellu á lax. Með hliðsjón af niðurstöðum tilraunanna í fyrra verður ákveðið hvert framhaldið verður. Ef salm- onellabaktería er í laxinum má fræðilega gera ráð fyrir að hún geti borist í holdið við slátrun. Minni líkur eru á smitun ef lax- inn er sveltur áður en honum er slátrað. Enn sem komið er hefur salm- onellubakterían þó aldrei fundist þar sem laxi er slátrað eða í dreif- ingarstöðvum. Norðmenn flytja inn salmonellu Undanfarið eitt og hálft ár hefur salmonellu- smit greinst í auknum mæli í innfluttu fiski- mjöli til Noregs. Úr mjölinu er unnið fóður til fiskeldis. Bjørn Arne Næss, ráðunautur, segir í viðtali við Fiskaren að flestar fóðurverksmiðj- ur taki salmonellusmitið alvarlega og hafi mikla möguleika til að uppræta það. fréttir fróðleikur skemmtun Ert þú áskrifandi? Jöklarnir bráðna Jöklarnir í Alaska bráðna svo ört að þeir valda meiri yfirborðshækkun heimshafanna en nokkuð annað. Vísindamenn segja að næstum 10% hækkunarinnar megi rekja til leysingavatns úr þeim. Bandaríska vísindatímaritið Science segir að bráðnun Alaskajöklanna valdi 0,14 millimetra yfirborðshækkun í höfunum á ári. Þessi niðurstaða var fengin með því að fylgjast með 67 jöklum í Alaska á árunum 1950-1990.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.