Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 13

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 13
framleiðslu af bleikju. Með því að auka framleiðsluna svo mikið þyrfti ekki að fjölga starfsmönn- um að nokkru marki og nýting á fjárfestingunum yrði þar með til muna betri. En við megum passa okkur á því að fara ekki of hratt í hlutina. Svona fyrirtæki byggist á því að markaðssetningin á vör- unni sé í lagi,” segir Friðrik. Erfitt hjá minni framleiðendum Fyrir nokkrum árum var horft til bleikjueldis sem greinar sem gæti mögulega stutt vel við byggða- þróun í landinu og komið dreifð- um byggðum til bjargar. Þetta hefur að langmestu leyti reynst draumsýn. Minni bleikjuframleiðendur virðast margir hverjir eiga í veru- legum rekstrarerfiðleikum um þessar mundir og einn framleið- andinn sem Ægir talaði við sagð- ist einfaldlega reka sína stöð með bullandi tapi og því væri ekki um neitt annað að ræða en að loka henni. Kvaðst hann bíða eftir því að einhver bjartsýnn aðili kæmi og keypti af sér stöðina. Þessi sami bleikjuframleiðandi, sem er staðsettur á Suðurlandi, segir að eins og staðan sé í dag þurfi litlu bleikjuframleiðend- urnir að fá eins og hann orðar það, dugmikla menn til þess að taka að sér að markaðssetja og selja bleikjuna. Hér á árum áður var til „apparat“ sem hét Fagráð bleikjuframleiðenda og að því komu samtök bænda. Menn leit- uðu ákaft markaða og varð tölu- vert ágengt, en þessi markaðs- setning gufaði upp, ef svo má segja, og síðan segja bleikjufram- leiðendur að greinin hafi verið hálf móðurlaus. Segja þeir að framleiðendur, svo fáir sem þeir eru, hafi ekki möguleika á að eyða kröftum sínum sjálfir í markaðssetninguna. Til þess að árangur náist verði menn að vera mikið erlendis og skapa persónu- leg viðskiptasambönd. Um svo lítið magn sé í raun að ræða að stóru sölusamtökin, hvort sem þau heita SÍF, SH eða eitthvað annað, hafi ekki áhuga á að taka málið að sér. Bleikjuframleiðend- ur eru vægast sagt mjög svekktir yfir þróun mála og segja að með sama áframhaldi muni þessi at- vinnugrein syngja sitt síðasta hér á landi. Það sé miður því með stuðningi geti hún stutt verulega við bakið á fólkinu í hinum dreifðu byggðum og skapað því lífsviðurværi, ekki síst á þeim svæðum þar sem sauðfjárbúskap- urinn hefur verið að liðast í sund- ur. Vonir bundnar við stóru sjávarútvegsfyrirtækin Friðrik Steinsson kannast vel við að hafa heyrt af því að minni bleikjuframleiðendur séu að gef- ast upp og þessa dagana séu þeir að loka litlum rekstrareiningum eftir margra ára baráttu. Friðrik sagði erfitt að segja til um hvað væri til ráða með þessa litlu eldis- stöðvar, en hann sagðist telja mikilvægt að virkja áhuga stór- fyrirtækjanna í sjávarútvegi til þess að koma að málum, bæði varðandi eldið og ekki síst mark- aðsmálin. „Ég tel að það væri til bóta ef fyrirtæki eins og Fiskiðjan Skag- firðingur og önnur slík héldu ut- an um þetta, væru með nokkurs konar miðstýringu á framleiðsl- unni og sýn yfir allan markaðinn. Það þýddi að menn væru reglu- lega að senda birgðastöðuskýrslur frá sér og skýrslur um ástand fisksins. En staðreyndin er sú að hver hefur verið að vinna í sínu horni með takmarkaða framsýni að leiðarljósi. Eldismaðurinn hef- ur líka verið að vinna að sölu- og markaðsmálunum og það þýðir að menn komast ekki yfir þetta allt- saman. Sérhæfing er nauðsynleg, að ákveðnir aðilar séu í markaðs- setningu, eldinu og vinnslunni. En það er ekki mögulegt nema með samstarfi við önnur fyrirtæki eða að þau stækki.” Heldur óhagkvæm eining Friðrik segir vilja til þess að auka framleiðsluna hjá Hólalaxi á næstu misserum, „án þess þó að ég gefi upp neinar tölur í því sambandi. Sú framleiðsla sem við erum með í dag, 100 tonn á ári, er heldur óhagkvæm eining að eiga við. Þessi eining er ekki að skila því sem hún þarf miðað við hversu mörg ársverk eru á bak við. Það er því okkar vilji að auka framleiðsluna á næstu árum, en ég vil ég ekki segja hversu mik- ið.” Hólalax er eitt örfárra eldisfyr- irtækja hér á landi sem ekki hafa farið á hausinn. Vissulega hefur fyrirtækið glímt við erfiðleika, en jafnan sloppið fyrir horn. Í fyrir- tækinu er vissulega til staðar mikil þekking sem mikilvægt er að nýta. Eldisbleikjan frá Hólalaxi fer bæði á Evrópu- og Bandaríkja- markað. Skilaverð hefur ekki ver- ið ósvipað á þessum mörkuðum, þó hefur breyting á gengi dollars að undanförnu gert það að verk- um að Evrópa hefur verið væn- legri markaður á síðustu vikum og mánuðum. „Við höfum því verið að fá betra skilaverð á Evr- ópumarkað að undanförnu, um 400 krónur á kílóið fyrir slægðan fisk,” segir Friðrik. „Sennilega eru Íslendingar að framleiða mest allra í heiminum í dag og á því geturðu séð að það er ekki mikil heimsframleiðsla á bleikjunni,” segir Friðrik Steinsson, framkvæmdastjóri Hólalax. Mynd: Myndasafn Bændablaðsins.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.