Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 14

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 14
14 H A F N A R F R A M K V Æ M D I R Unnið að hafnarúrbótum víða um land í sumar: Risaverkefni á Húsavík á lokasprettinum Samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun hefur í sumar verið unnið að því að ljúka leng- ingu og endurbyggingu brim- varnagarðs ásamt dýpkun á Arn- arstapa, en framkvæmdir hófust sl. sumar. Lenging brimvarna- garðs er sem nemur um 45 metr- um og var eldri hluti hans styrkt- ur. Einnig var sprengt og fjarlægt sker við enda garðsins ásamt dýpkun á lausu efni innst í höfn- inni. Í Grundarfirði er verið að ljúka lengingu svokallaðrar Stóru- bryggju, sem framkvæmdir hóf- ust við snemma árs 2001. Bryggjan er lengd um sem næst 100 metra með stálþili. Á Sauðárkróki er endurbyggð 70 metra löng stálþilsbryggja og hún lengd um 60 metra. Dýpkun hefur lengi verið að- kallandi á Raufarhöfn og var hún loks boðin út á þessu ári ásamt dýpkun hafnarinnar á Þórshöfn. Verktakafyrirtækið Sæþór ehf. bauð sameiginlega í dýpkun beggja hafna og var tilboðsupp- hæð 275 milljónir króna, eða að- eins 56% af kostnaðaráætlun. Samkvæmt upplýsingum Sigl- ingastofnunar notar verktakinn nýja tækni, svokallaðan vökva- hamar sem brýtur klöppina í stað þess að sprengja hana. Með því sparast sprengiefni og dýr og mannfrekur tækjabúnaður sem þarf til að bora og hlaða sprengi- efni neðansjávar. Við það er miðað að dýpkun á Raufarhöfn ljúki á þessu ári og haustið 2003 verði lokið dýpkun á Þórshöfn. Löngu tímabærar framkvæmd- ir í Neskaupstað Í Neskaupstað verður byggður nýr skjólgarður og hafnarsvæðið dýpkað. Höfnin í Neskaupstað er mjög þröng og því erfitt fyrir stærri uppsjávarveiðiskip að at- hafna sig. Þær hafnarframkvæmd- ir sem nú verður ráðist í eru því löngu tímabærar og þarfar. Í Vestmannaeyjum er áfram unnið í ár að endurbyggingu stál- þilja við höfnina. Í ár er unnið við austur- og suðurkant Friðarhafn- arinnar. Einnig er ætlunin að endurnýja stálþil norðan megin í Friðarhöfninni og þá verður ráðist í dýpkun við bryggjur víða í Vestmannaeyjahöfn. Í Grindavík verður í haust lok- ið við gerð brimvarnargarða aust- an og vestan innsiglingarrennu, en þessar framkvæmdir hófust á síðasta ári. Bermugarður á Húsavík Innan fárra vikna lýkur fram- kvæmdum við svokallaðan Böku- garð á Húsavík, en þessi fram- kvæmd er ein af þeim stærstu á hafnaáætlun, ætla má að kostnað- ur við brimvörnina sé fast að hálf- um milljarði króna. „Verkið er lítillega á eftir áætl- un, en þar munar ekki miklu,” segir Böðvar Bjarnason hjá Tækniþingi ehf. á Húsavík, sem ásamt Siglingastofnun annast eft- irlit með gerð brimvarnagarðsins á Húsavík. Garðurinn er engin smásmíði, tæpir fimm hundruð metrar að lengd og í hann fara fast að 300 þúsund rúmmetrum af efni. Nýi garðurinn kemur fyr- ir vestan núverandi Norðurgarð og gjörbreytir aðstæðum inni í Húsavíkurhöfn. Kyrrð inni í höfninni eykst til muna og segir Böðvar að nú þegar hafi garður- inn sannað gildi sitt. Á vegum Siglingastofnunar hefur í sumar verið unnið að hafnarframkvæmdum í 36 höfnum á landinu og er heildarkostnaður við þær um 1,8 milljarðar króna. Þessar framkvæmdir eru mis- jafnlega umfangsmiklar, en af stórum fram- kvæmdum má nefna Húsavík, Grindavík og Arnarstapa, að ekki sé minnst á endurbætta aðstöðu fyrir ferjuna Norrænu á Seyðisfirði. Á þessari mynd er horft yfir Húsavíkur- bæ. Hinn nýi brim- varnagarður er fyrir utan höfnina. Mynd: Böðvar Bjarnason.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.