Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 18

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 18
18 E L D I S F I S K U R Það sem af er þessu ári hefur heilbrigði eldisfisks í hérlend- um fiskeldisstöðvum verið með miklum ágætum og ekkert óvænt komið upp. Þetta segir Gísli Jóns- son, dýralæknir fisk- sjúkdóma á Keldum. Menn eru vel vakandi „Grunnurinn að því að svo vel gengur í ár er að svokallaður for- eldrafiskur er undir mjög góðu eftirliti og þá erum við að tala um klakfisk í laxi, bleikju og öðrum eldistegundum, eins og t.d. lúðu. Þetta eftirlit er algjört grundvall- aratriði. Og það sem hjálpar veru- lega til að ná þessum árangri er að í eldisstöðvunum er til staðar mikil þekking og menn eru vel vakandi fyrir mögulegum smit- leiðum,” segir Gísli. Víða erlendis hafa ýmsir sjúk- dómar verið að skjóta upp kollin- um í fiskeldinu og gert mönnum verulega lífið leitt. Tíðni sjúk- dómstilfella helst vitaskuld tölu- vert í hendur við umfang eldisins og því hafa til dæmis Norðmenn þurft að glíma við fleiri tilfelli en margar aðrar þjóðir. „Hér á landi heyrir það orðið sögunni til að menn séu að taka inn í stöðvar til dæmis villtan lax eða bleikju, eins og dæmi voru um hér á árum áður. Menn láta sér ekki detta slíkt í hug í dag, enda er töluverð sjúkdómshætta því samfara. Almennt getum við sagt að stofnarnir sem við erum með nú eru miklu betri en áður og einnig eru menn sem vinna í eldinu meðvitaðri um að vera með þá stöðugu smitgát sem nauðsynleg er til þess að ná góð- um árangri,” segir Gísli. Gengið glimrandi vel í ár Gísli Jónsson segir ánægjulegt til þess að vita að í ár hafi heilbrigði í hérlendu fiskeldi verið með miklum ágætum. „Það má segja að allt árið 2002 hafi þetta geng- ið alveg glimrandi vel á öllum vígstöðvum, hvort sem við erum að tala um sjávartegundir eða ferskvatnsfiska,” segir Gísli og bætir við að það sama sé uppi á teningnum varðandi árnar. „Við höfum verið að fá fiska úr ýmsum ám, en sem betur fer hefur ekkert komið upp í sumar sem við get- um talið óeðlilegt. Það er vissu- lega mjög ánægjulegt,” segir Gísli Jónsson. Færeyingar falast eftir hrognum Í ljósi þess að vel hefur gengið með heilbrigði í íslensku fiskeldi hefur útflutningur hrogna undan íslenskum klakfiskum færst í vöxt. Á síðasta ári voru þannig flutt út laxahrogn til Chile, Ír- lands og Skotlands, en Ísland er eitt fárra landa sem hefur fengið leyfi fisksjúkdómayfirvalda í Chile til innflutnings erfðaefna. „Þessi útflutningur hefur verið að vinda æ meira upp á sig. Ég hef nýlega verið í sambandi við Fær- eyinga, en þeir urðu fyrir tilfinn- anlegu tjóni í júlí í sumar þegar verulegt magn af klakfiski drapst. Ég veit til þess að í kjölfarið á þessu slysi hafa Færeyingar verið að falast eftir hrognum héðan frá Íslandi. Góð sjúkdómastaða hér á landi er vissulega farin að spyrjast út, enda er það svo að nánast hvergi annars staðar í heiminum er hægt að leggja á borðið rann- sóknaniðurstöður um að ekki finnist hér veirusýking í fiskeldi. Slíkt er vandfundið í dag,” segir Gísli Jónsson. Vibríuveiki í fyrsta skipti 2001 Í athyglisverðri skýrslu Gísla um heilbrigðisástand í fiskeldi á síð- asta ári kemur fram að almennt hafi heilbrigði verið gott í hér- lendum fiskeldisstöðvum og eng- in alvarleg sjúkdómstilfelli komið Einstæður árangur Íslendinga í heilbrigði eldisfisks: Aukin ásókn í hrogn frá Íslandi „Hér á landi heyrir það orðið sögunni til að menn séu að taka inn í stöðvar til dæmis villtan lax eða bleikju, eins og dæmi voru um hér á árum áður. Menn láta sér ekki detta slíkt í hug í dag, enda er töluverð sjúkdómshætta því samfara.”

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.