Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 21

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 21
21 F I S K I R A N N S Ó K N I R En það sem maður hefur heyrt af árbakkanum, er að þetta hafi gengið bara nokkuð vel,“ segir Sigurður Guðjónsson á Veiði- málastofnun. - Þið hafið væntanlega verið að óska eftir því við veiðimenn að þeir slepptu aftur þeim stórlaxi sem þeir kynnu að draga á land í sumar? „Já, það er alveg rétt,“ segir Sigurður. „En við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki auð- velt að sleppa aftur öllum stór- laxi. Veiðarfærin hafa þar mikið að segja. Það er til dæmis vænt- anlega öllu erfiðara að sleppa laxi sem hefur kokgleypt maðk en fiski sem hefur tekið flugu.“ Sigurður segir að menn hafi ekki haft miklar spurnir af stór- laxi á liðnu veiðisumri. Þvert á móti. Stórlaxarnir séu jafnvel færri en menn hafi vonast til. „Stórlaxinn kemur alltaf fram í byrjun veiðitímabilsins og framan af sumri var almennt mjög lítið af fiski í ánum. Smálaxinn kom al- mennt seinna en oft áður og því voru veiðimenn orðnir nokkuð langeygir eftir laxinum. En þegar á heildina er litið held ég að þokkalega hafi ræst úr veiðinni,“ segir Sigurður. Stórlaxinn er eftirsóknarverðari Á Norður- og Austurlandi er stórlax jafnan töluvert hærra hlutfall af laxagöngum en í ám á Vestur- og Suðurlandi. Auk þess sem stórlaxinn er af veiðimönn- um jafnan talinn eftirsóknarverð- ari, er hann að sjálfsögðu einnig mjög verðmætur fyrir hrygning- una. Þannig er ein stórlaxahrygna á við tvær meðalstórar. Sigurður Guðjónsson segir vitað að arf- gengi eiginleik- ans að vera stórlax sé hátt þótt um- hverfisþættir hafi einnig áhrif á þennan eiginleika. Því sé langvarandi lægð í endurheimtu á stórlaxi úr hafi og hátt veiðiálag í lengri tíma til þess fallið að minnka hlutdeild þessa erfðaeig- inleika. Sigurður segir mikilsvert að varðveita erfðaeiginleika stór- laxa í íslenskum laxastofnum, sem væntanlega muni þá njóta sín þegar betur ári í hafinu á beit- arslóðum stórlaxins. Þessu telur Sigurður að megi ná með því að hlífa stórlaxi í veiði. Jafnframt þessu telur hann mikilvægt að fylgjast vel með laxagöngum í árnar, bæði með talningum og reglubundnum seiðamælingum. Rannsóknir á laxi í sjó Sigurður Guðjónsson telur mikla þörf á því að auka verulega rann- sóknir á laxi í sjó. „Fyrir því eru nokkrar ástæður. Við þekkjum nokkuð vel ferskvatnshluta ævi- ferils hjá laxinum og hvað er að gerast þar. Við vitum hins vegar minna um hvað er að gerast hjá laxinum í sjónum, en þar eiga sér stað hlutir sem eru nokkuð af- gerandi um laxgengd upp í fersk- vatnsárnar,“ segir Sigurður. „Á undanförnum árum höfum við verið að rannsaka laxinn í sjó lítillega og núna erum við að skoða gögn og bera saman lax- gengd og umhverfisþætti sjávar. Við höfum verið að undirbúa í nokkur ár að merkja gönguseiði með mælimerkjum sem sískrá hita og dýpi. Draumurinn er að merkja seiði bæði hér suðvestan- lands og einnig fyrir norðan. En við verðum að sjá hvort við fáum nægilegt fjármagn til þess. Þessar rannsóknir eru að okkar mati mikilvægar til þess að meta við hvaða skilyrði laxinn dvelur í sjónum. Og ég tel að þessar rann- sóknir væru líklegar til þess að auka verulega þekkingu okkar á vistfræði í sjónum,“ segir Sigurð- ur Guðjónsson. Barentsburg á Svalbarða gæti orðið nyrsta fiskihöfn heims með tilheyr- andi umsvifum, fiskvinnslu og frystingu. Rússar hafa í áratugi stundað námugröft í Barentsburg og nú hyggj- ast þeir auka umsvif sín þar með byggingu nýtísku frystihúss. Sissel Åvik á sýsluskrifstofunni segir í viðtali við Fiskaren að þessar fyrirætlanir Rússa komi ekki alveg á óvart; þeir hafi orðað þær við sýslumanninn og svo framarlega sem ekkert brýtur í bága við lög þau sem á Svalbarða gilda er ekkert því til fyrirstöðu að þeir hrindi þeim í framkvæmd. Talsmaður námafélagsins segir að ætlunin sé að byggja um eitt þús- und fermetra vinnsluhúsnæði og eitt þúsund rúmmetra frystigeymslu. Unninn verður þorskur og rækja. Til að byrja með er áætlað að fram- leiðslan verði 2.500 tonn af þorskflökum og 1.000 tonn af rækju á ári. Rússarnir vilja hefjast handa sem allra fyrst. Í bréfinu til sýslumanns- ins er talað um frystihús með allri nýjustu tækni þar sem hráefnið er gjörnýtt. Reiknað er með að afskurður verði notaður í dýrafóður. Námafélagið hyggst reka frystihúsið samkvæmt ströngustu kröfum um náttúruvernd. Samkvæmt samningnum um Svalbarða hafa allar þjóðir sem að hon- um standa jafnan aðgangs- og dvalarrétt og til að stunda hverja þá starfsemi sem ekki brýtur í bága við gildandi lög og reglur. Í Barentsburg búa nú um það bil 900 Rússar. Þeir sem þar vinna njóta verulegrar skattaívilnunar. Rússneskt frystihús á Svalbarða

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.