Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 22

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 22
22 Æ G I S V I Ð TA L I Ð Það reyndist ekki létt verk að finna tíma sem Þor- steinn Már hefði til þess að spjalla við Ægi um Sam- herja, sjávarútvegsmálin og hann sjálfan. Þorsteinn Már, eða Mái eins og hann er oft kallaður, er upptek- inn maður, enda með mörg járn í eldinum. Við fund- um þó loks tíma síðdegis á sunnudegi. Þetta var einn af bestu sumardögunum í ágúst á Akureyri. Daginn áður hafði Þorsteinn komið frá Lettlandi þar sem hann tók stöðuna á endursmíði gömlu Guðbjargar- innar, sem nú hefur fengið nafnið Baldvin Þorsteins- son EA. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að þetta glæsilega skip kæmi inn í íslenska fiskveiðiflotann á nýjan leik nú á haustdögum, en verkið hefur tafist og nú er sýnt að það verður vart fyrr en undir lok ársins. Styrkur starfsfólksins Þeirri spurnigu er kastað fram í upphafi viðtalsins hvort Þorsteinn Már hefði getað ímyndað sér fyrir nítján árum, þegar þeir frændur hófu útgerð Akur- eyrarinnar, að Samherji ætti eftir að verða svo öflugt fyrirtæki tæpum tveimur áratugum síðar? Þorsteinn hugsar sig lengi um og segir síðan: „Nei, ég held að það hafi aldrei hvarflað að mér. Við fórum einfaldlega á sínum tíma út í ákveðið verkefni sem við vonuðumst til að við gætum leyst þokkalega vel. Sem betur fer kom fljótlega í ljós að við vorum menn til þess að takast á við þetta og þá fórum við í næsta verkefni og síðan koll af kolli. Við vorum strax mjög lánsamir með starfsfólk og það lagði grunninn að því fyrirtæki sem Samherji hf. er í dag.“ - Hefur þá vöxtur fyrirtækisins verið hraðari en þú gerðir ráð fyrir í upphafi? „Ég held að ég hafi aldrei gert mér neinar ákveðnar hugmyndir í þeim efnum. Svo notað sé orðalag sem knattspyrnuþjálfarar grípa oft til, þá má segja að við höfum haft það að leiðarljósi að taka einn leik í einu! Til þess að fyrirtæki eins og Samherji geti ráðist í stór verkefni þarf margt að koma til. Eitt af lykilat- riðum í fjárfestingum eru traust og góð samskipti við lánastofnanir, sem ég tel að við höfum notið. Það er að sjálfsögðu líka afar mikilvægt að Samherji hafi starfsfólk sem ræður við viðkomandi verkefni. Vöxt- ur fyrirtækis eins og Samherja byggir fyrst og síðast á ákveðinni liðsheild og að ákveðinn hópur starfs- manna hafi kraft og þor til þess að takast á við krefj- andi verkefni.“ Ekki einn í brúnni - Sumir hafa þá mynd af Samherja að þú takir einn allar ákvarðanir? „Ég geri mér grein fyrir að margir eru á þessari skoðun og oft er einmitt þetta notað gegn Samherja. Það segir sig hins vegar sjálft að fjöldi manns kemur að rekstri svo umfangsmikils fyrirtækis. Verkefnum verður að deila út og fyrirtækið gæti ekki hafa þróast eins og raun ber vitni nema vegna þess að stór hópur manna kemur að þessum rekstri á einn eða annan hátt. Ég minni líka á að yfir mér er stjórn fyrirtækis- ins og ég met það sem gæfu Samherja að hafa góða stjórnarmenn. Þar er ég að tala um menn sem hafa Held áfram á meðan ég hef gaman af þessu - Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í ítarlegu Ægisviðtali Þeir frændur Þorsteinn Már Baldvinsson, Þorsteinn Vilhelmsson og Kristján Vilhelmsson keyptu hlutabréf í Samherja hf. í apríl árið 1983, en félagið hafði verið stofnað ellefu árum áður. Samherjafrændur hófu síðan að gera út Akureyrina EA í lok árs 1983 og þar með var teningn- um kastað. Nítján árum síðar er Samherji gríðarstórt sjávarútvegsfyrir- tæki sem kemur á einn eða annan hátt að rekstri á fjórtán stöðum hér á landi. Auk þess er félagið með rekstur í Færeyjum, Skotlandi og Þýska- landi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.