Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 24

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 24
24 Æ G I S V I Ð TA L I Ð anförnu. Við munum leitast við að ná fram ákveðinni hagræðingu til þess að verja fjárfestingarnar og fá þær til að ganga. Landvinnslan á Dalvík Við höfum lagt aukna áherslu í landvinnsluna á Dalvík. Þar voru unnin um 4.000 tonn af hráefni á ári þegar við komum að rekstrinum og unnið var í 8 tíma á dag. Við höfum aukið vinnsluna verulega. Núna er unnið í 12 tíma á dag, frá kl. 03 að nóttu. Jafnframt var hafinn útflutningur á ferskum fiski frá Dalvík, flogið er með fiskinn frá Keflavík beint á markað í Evrópu. Sala á ferskum fiski hefur verið að aukast á okkar helstu mörkuðum og sú þróun mun að mínu mati halda áfram. Við töldum rétt að taka þátt í þessari þróun og þess vegna fórum við í að flytja út ferskan fisk frá Dalvík. Einnig höfum við unnið að því að endurbæta hausaverkunina okkar á Dalvík, meðal annars vegna umhverfiskrafna. Okkar markmið er að vinna um 7.500 tonn í landvinnsl- unni á Dalvík og styrkja hana þannig og efla. For- senda þess er hins vegar sú að við höfum yfir að ráða nægilega miklum aflaheimildum til þess að tryggja stöðugt flæði af fiski í vinnsluna. Það er ljóst að við gætum ekki rekið svo öfluga vinnslu á Dalvík ef skipin væru á sóknarmarki eða við þyrftum að kaupa allan fisk á markaði eða byggja hana á afla hraðfiski- báta. Grunnurinn að slíkri vinnslu er einfaldlega stór og öflug skip sem geta stundað veiðar í flestum veðr- um og komið með aflann reglulega að landi. Við þurfum að geta sagt við viðskiptavini okkar að við ætlum að standa við sölusamninga næstu tólf mán- uðina. Það getum við hins vegar ekki gert nema með tryggu hráefni. Við höfum getað staðið við okkar samninga, en þó get ég nefnt að í sumar gerðum við hlé á vinnslunni á Dalvík vegna sumarleyfa starfs- fólks með tilheyrandi stöðvun sölu á ferskum fiski til erlendra viðskiptavina okkar. Við höfum fengið skilaboð um að þeir séu fúsir til áframhaldandi lang- tímasamninga, en að við verðum jafnframt að tryggja að ekki komi aftur til slíkrar stöðvunar framboðs á ferskum fiski í júlí á næsta ári. Það er því ljóst að við verðum að finna einhverja leið hér heima til þess að tryggja að ekki myndist aftur slík eyða í ferskfisk- borðunum ytra. Viðskiptavinirnir gera einfaldlega kröfu um að geta gengið að þessari vöru allt árið og þeim kröfum verðum við að geta mætt. Það vill svo til að í Noregi hefur að undanförnu verið mikil umræða í fjölmiðlum um vaxandi þreng- ingar landvinnslunnar þar í landi, einkum í Norður- Noregi. Þessi vandi er ekki síst kominn til vegna þess að landvinnslan býr ekki við stöðugt flæði hrá- efnis, m.a. vegna sóknarstýringar á hluta flotans, og hráefnisgæðin hafa ekki verið sem skyldi vegna þess að menn eru að hugsa meira um magn en gæði. Þetta hefur gert það að verkum að landvinnslan í Noregi getur ekki tryggt stöðugt flæði afurða til viðskipta- vina sinna, sem skapar henni mikla erfiðleika.“ Sameining Síldarvinnslunnar og Samherja í burðarliðnum? Eins og Þorsteinn Már nefnir hér að framan hefur Samherji hf. fjárfest umtalsvert í Síldarvinnslunni hf. Gamli Svalbakur EA, frystiskip sem Út- gerðarfélag Akureyr- inga gerði út í nokk- ur ár, er nú að koma í flota Samherja hf. og fær það kunnug- lega nafn, Akureyrin EA. Þessi mynd var tekin í flotkví Slipp- stöðvarinnar á Akur- eyri þar sem skipið var yfirfarið og mál- að í Samherjalitun- um. „Ég hafði mikla ánægju af því að sjá hugmyndina að Vil- helm Þorsteinssyni EA verða að veru- leika. Það veitir manni ánægju að sjá hversu vel hefur tekist til og þetta skip hafi skapað öll þau miklu verðmæti sem það hefur borið að landi og um leið mörg ný störf.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.