Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 27

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 27
27 Æ G I S V I Ð TA L I Ð segi sem mína skoðun að ég gæti vel hugsað mér að erlendur aðili ætti hlut í Samherja og væri ekki hræddur við það. En útlendir fjárfestar bíða sem sagt ekki í röðum eftir því að komast inn í íslensk sjávar- útvegsfyrirtæki.“ Stjórnvöld hlusta ekki nógu mikið á okkur! Stundum er því kastað fram að svokallaðir stórút- gerðarmenn eða „sægreifar“ hafi þéttingsfast tak á þeim sem stjórna landsmálum og komi í gegn þeim málum sem þeir vilja. Slíkum fullyrðingum vísar Þorsteinn Már algjörlega á bug. „Ég skil ekki slík orð. Mér þykir þvert á móti miður að stjórnvöld skuli ekki hlusta meira á okkur. Og satt best að segja finnst mér oft að þessar stóru útgerðir séu oft ekki metnar að verðleikum. Það eru þó þessar stærri út- gerðir sem hafa verið að afla þjóðarbúinu umtals- verðra verðmæta með því að senda stór skip í úthafið. Ég nefni karfann á Reykjaneshrygg, rækju á Flæm- ingjagrunni, þorskveiðar í Barentshafi og síðast en ekki síst norsk-íslensku síldina, sem tekist hefur að vinna afar verðmæta afurð úr úti á sjó.“ Laun sjómanna Þorsteinn Már hefur í ræðu og riti oft talað um laun sjómanna og oftar en ekki valdið nokkru uppnámi hjá talsmönnum sjómanna. Þorsteinn Már segir það víðs fjarri að hann telji að sjómenn almennt hafi of há laun. „Það er hins vegar þannig að launahlutfall í útgerð hér á landi er hærra en víðast hvar annars staðar og það setur okkur skorður. Sem dæmi eru 8- 10 menn í áhöfnum norskra og færeyskra kolmunna- skipa. Hér heima eru hins vegar 15 manns í áhöfn á sambærilegum skipum, samkvæmt kjarasamningi. Launahlutfall miðað við 15 menn er 37% en í Fær- eyjum er hlutfallið 25%. Ef við fækkum í áhöfnum þessara skipa niður í sama fjölda og um borð í norsk- um og færeyskum skipum hækkar launahlutfallið, ég endurtek, hækkar hlutfallið upp í um 40%. Ég er fylgjandi því að sjómenn fái góð laun, en kjarasamn- ingarnir verða þó að vera þannig að þeir torveldi ekki nýfjárfestingar í skipum og búnaði og hamli fram- þróun í veiðum og vinnslu um borð eins og lengst af hefur verið. Með því að bæta skip og búnað aukast mjög tekjumöguleikar sjómanna því að verðmæta- sköpunin verður meiri. Ég hef hins vegar sagt og stend við það að samskipti okkar útgerðarmanna við forystumenn sjómanna eru því miður mun lakari en við eigum við aðra verkalýðsleiðtoga. Tónninn hjá forystumönnum sjómanna í okkar garð er því miður á köflum undarlegur. Dæmi um þetta eru þau um- mæli formanns Vélstjórafélags Íslands að við viljum ekki menntað fólk um borð í okkar skip. Þessu hafna ég algjörlega sem fráleitri fullyrðingu og ég hlýt að hafa rétt á að hafa skoðun á slíkum ummælum. Ég hef sagt opinberlega að sjómenn Samherja hafi almennt góð laun og ég er að sjálfsögðu stoltur af því.“ Salan á Orca-hlutabréfunum Það vakti mikla athygli fyrir þremur árum þegar Þorsteinn Már ásamt nokkrum öðrum áberandi mönnum í þjóðlífinu myndaði svokallaðan Orca-hóp um kaup á 26,5% hlut í Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins - FBA, sem síðan var sameinaður Íslands- banka. Þar með eignaðist Orca-hópurinn stóran hlut í Íslandsbanka. Á dögunum gerðist það síðan að Orca-hópurinn sem og önnur félög sem tengjast Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni Baugs, og Þorsteini Má Baldvinssyni, seldu öll hlutabréf sín í Íslandsbanka með þeim hætti að bankinn sölu- tryggði bréfin. Virði þessara hlutabréfa er á tólfta Þorsteinn Már á skrifstofu sinni í höfuðstöðvum Sam- herja við Glerárgötu á Ak- ureyri. Á veggnum eru myndir af föður hans, Baldvin Þorsteinssyni, og tvíburabróður hans, Vil- helm Þorsteinssyni. Ég segi hiklaust að það hlýtur að skipta þjóðarbú- ið gríðarlega miklu máli að hafa þessi stóru og öflugu skip sem búa til verðmæti með því að sækja karfa og aðrar tegundir á fjar- læg mið. Mínusarnir við sjávarútvegs- stefnu Evrópu- sambandsins eru fleiri en plúsarn- ir og því leggst ég gegn því, eins og staðan er í dag, að Ís- lendingar fari þar inn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.