Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 28

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 28
milljarð króna og því var hér um að ræða gríðarlega umfangsmikil viðskipti. Þorsteinn Már orðar það svo að kaup á hlutabréf- unum í FBA árið 1999 hafi ekki verið sérstaklega mikið ígrunduð. „Þetta var ekki röng fjárfesting, síð- ur en svo. Þetta vakti mikla umræðu á sínum tíma og ég leit svo á þegar þessi hlutur í FBA var til sölu, að eigendahópur í bönkunum væri of einlitur. Þess vegna ákvað ég að taka þátt í kaupum á þessum bréf- um. Það má segja sem svo að í kjölfarið á kaupum Orca-hópsins á hlutabréfunum í FBA hafi maður verið meira milli tannanna á fólki en áður. Hins veg- ar tel ég að þetta hafi skapað meiri umræðu um bankakerfið og fjármálastofnanir í landinu, sem að mínu mati var mjög jákvætt. Það er enginn vafi að það var mjög jákvætt að sameina Íslandsbanka og FBA og ég tel að samþjöppunin í bankakerfinu eigi enn eftir að aukast,“ segir Þorsteinn Már. „Í mínum huga er umræðan um dreifða eignarað- ild oft á tíðum brosleg. Sumum finnst það dreifð eignaraðild að lífeyrissjóðirnir eigi stóran hlut í fjár- málastofnunum. Ég veit hins vegar ekki til þess að eigendur lífeyrissjóðanna, þ.e. þeir sem til þeirra greiða, hafi eitthvað um það að segja hverjir fara með þeirra fé og ávaxta það. Ég neita því að ég hafi verið orðinn eitthvað þreyttur á þessu máli. Hins vegar fundu menn þarna ákveðna lendingu varðandi sölu á þessum hlutabréf- um í Íslandsbanka, sem mér fannst skynsamleg. Per- sónulega hef ég engan áhuga á því að vinna að bankamálum. Þetta er ekki umhverfi sem mig langar til að starfa í og ég er ágætlega sáttur við það að hafa farið út úr bankanum á þessum tímapunkti.“ - Hafði það ekki áhrif á þessa sölu hversu ósam- stæður og sundraður Orca-hópurinn var? „Jú, auðvitað hafði það áhrif. Orca-hópurinn er í raun ekki lengur til. Þetta endaði með því að annars vegar ég og hins vegar Jón Ásgeir Jóhannesson fór- um með töluvert stóra hluti og við höfðum hag þess- ara hluthafa að leiðarljósi.“ Þorsteinn Már segist ekki hafa velt því sérstaklega fyrir sér hvernig hann verji þeim fjármunum sem hann losar með sölu á hlutabréfunum í Íslandsbanka. „Ég hef engar áætlanir um það. Manni dettur örugg- lega eitthvað í hug.“ - Þegar á heildina er litið, ferðu vel út úr þess- um hlutabréfaviðskiptum? „Ég er sáttur við að fara út bankanum og ég er einnig sáttur við fjárhagslega niðurstöðu málsins.“ Hjátrú og skeggvöxtur Þorsteinn Már neitar því ekki að hann sé hjátrúarfull- ur. „Já, á vissan hátt er ég það. Það er til dæmis alveg ljóst að ekki kemur til greina að senda skip á veiðar á nýju ári á mánudögum. Og ég hef sem reglu að ef ég hef tök á, þá vil ég ég fá að sleppa landfestum skip- anna,“ segir Þorsteinn Már og kinkar kolli þegar hann er spurður hvort ekki sé rétt munað að hann spýti gjarnan á reipið áður en það fellur í sjóinn. „Ég skal líka viðurkenna að þegar ég er að vinna að einhverjum ákveðnum verkefnum, þá raka ég mig ekki fyrr en þeim er lokið,“ segir Þorsteinn Már, en athygli blaðamanns vakti að meðan á vinnslu þessa viðtals stóð var Þorsteinn orðinn vel skeggjaður. Daginn eftir að kunngjört var með sölu á hlutabréf- unum í Íslandsbanka var skeggið farið! „Daginn eftir að Íslandsbankamálinu lauk tók ég rakvélina með mér í sundlaugina og rakaði skeggið af mér,“ segir Þorsteinn Már og hlær. Þorsteinn Már í brú Vilhelms Þorsteinssonar þegar hið nýja og glæsilega skip sigldi inn Eyjafjörðinn fyrir réttum tveimur árum. Fjær sést til Baldvins Þorsteinssonar EA, sem nú er kominn í rekstur í Þýskalandi. Mynd: Myndrún-Rúnar Þór Björnsson. Þeir frændur halda um stjórnartauma í Sam- herja, Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri, og Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður. Æ G I S V I Ð TA L I Ð 28

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.