Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2002, Side 6

Ægir - 01.08.2002, Side 6
6 P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S Hugviti Íslendinga eru engin tak- mörk sett – sem betur fer. Eftir að hafa gengið milli bása á sjávarútvegs- sýningunni í Kópavogi í byrjun sept- ember er greinilegt að við erum á réttri leið og á sumum sviðum í fram- leiðslu á vörum og tækjabúnaði fyrir sjávarútveg eru íslensk fyrirtæki í hreinni og klárri forystu. Margar tækninýjungar í sjávarút- vegi litu dagsins ljós á þessari sýningu þannig að eftir var tekið – t.d. nýj- ungar frá bæði Skaganum og Marel. Mörg fyrirtæki sem hafa verið að gera það gott í útflutningi tækjabúnaðar fyrir sjávarútveg eru á landsbyggð- inni. Nefna má Skagann á Akranesi, 3X Stál og Póls á Ísafirði og Sæplast á Dalvík. Iðnaður hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar utan höfuðborgar- svæðisins, m.a. vegna aukakostnaðar við öflun aðfanga og dreifingar vör- unnar. Áðurnefnd iðnfyrirtæki, sem eru svo nátengd sjávarútveginum, og mörg fleiri fyrirtæki, eru hins vegar að gera það gott og eru ómetanlegur styrkur fyrir landsbyggðina. Sjávarútvegurinn á söfnum Saga Íslands er svo nátengd sjávarút- veginum að sjálfsagt er að gera sjó- sókn og fiskvinnslu góð skil á hér- lendum söfnum. Og vissulega er margt vel gert í þessum efnum á byggðasöfnum víða um land og á allra síðustu árum hafa verið byggð upp sérstök söfn sem tengjast afmörkuðum þáttum í íslenskum sjávarútvegi. Gleggsta dæmið um þetta er Síld- arminjasafnið á Siglufirði, sem hefur vakið verðskuldaða athygli, enda ein- staklega vel heppnað. Áhugamenn um uppbyggingu síldarminjasafns á Sigló fóru af stað með stóra drauma á sínum tíma og þótti mörgum nóg um. En draumar geta stundum ræst og það kom á daginn á Siglufirði. Síld- arminjasafnið er orðið heilmikið fyrir- tæki og þó er langt því frá öll sagan sögð. Fyrst var gamli Róaldsbrakki byggður upp og þar er stærstur hluti safnsins. Síðan var ráðist í bræðsluhús og næsta skref er bátahús. Þar með verður hægt að rekja alla síldarsöguna, frá veiðum til kaupenda. Safnið er lif- andi og skemmtilegt og hefur enda gríðarlegt aðdráttarafl á ferðamenn, sem hefur á nokkrum árum fjölgað verulega á Siglufirði og í raun hefur safnið komið bænum að mörgu leyti aftur á ferðamannakortið. Nokkur önnur dæmi um vel heppn- uð sjávarútvegstengd söfn má nefna. Nýjasta safnið er í Grindavík þar sem menn hafa tekið höndum saman um glæsilegt safn um sögu saltfiskverk- unar á Íslandi. Það fer vel á því að hafa slíkt safn í Grindavík, svo nátengdur sem bærinn er og hefur verið saltfisk- inum. Enginn vafi er á því að þetta nýja safn á eftir að hafa verulegt að- dráttarafl á ferðamenn, sem eins og kunnugt er koma þúsundum saman í næsta nágrenni, Blá lónið. Hvalstrand í norskum firði Hafi Keiko-málið ekki allt verið hinn mesti farsi, þá er það orðið það nú. Í tómum leiðindum tók blessuð skepn- an upp á því að svamla inn á einhvern norskan fjörð og hefur meira og minna setið þar föst síðan. Norsku börnin fögnuðu komu þessarar heims- þekktu Hollívúddstjörnu og brugðu á leik með henni, við lítinn fögnuð þeirra sem hafa verið að rembast við að ná fram vísindalegum niðurstöðum út frá atferli Keiko. Enginn veit hvernig þetta endar. Norskur fræði- maður hafði raunar orð á því að best færi á því að aflífa hvalinn, en þá ætl- aði fyrst allt um koll að keyra og við- kvæmar sálir í hinum siðmenntaða heimi ærðust. Þessi kjarnyrti Norð- maður mátti þakka fyrir að sleppa lif- andi frá ævintýrinu, því honum var auðvitað hótað öllu illu – þar á meðal lífláti. Það er spurning hvort hvalur- inn verður tilefni deilna milli Norð- manna og Bandaríkjamanna – hver veit? Það gæti út af fyrir sig alveg ver- ið möguleiki að rétt eins og Saddam Hussein í Írak yrði Keiko tilefni milliríkjadeilna. Annað eins hefur nú gerst með Keiko. En í það minnsta virðist nokkuð ljóst að Keiko hefur yf- irgefið Íslandsmið og því er vonandi ekki hætta á að hann flækist í nætur á komandi loðnuvertíð. Slíkt væri vissu- lega skelfilegt fyrir kvikmyndastjörnu í hvalalíki. Hugvitsmenn geta borið höfuðið hátt Pistil mánaðarins skrifar Óskar Þór Halldórsson, blaðamaður

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.