Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2002, Page 10

Ægir - 01.08.2002, Page 10
10 S K I PA S T Ó L L I N N Guðmundur Freyr Guðmunds- son, skipstjóri, er þaulvanur til sjós, þrátt fyrir að vera bara 35 ára gamall. Hann hóf störf hjá Samherja hf. árið 1994 og hefur verið skipstjóri og stýrimaður á ýmsum skipum félagsins. Lengt af var Guðmundur Freyr skip- stjóri á Hríseyjunni EA-410 og Hjalteyrinni EA-310. Í átján ár hefur Guðmundur Freyr verið meira og minna á sjónum. Á þessum tíma hefur hann ýmislegt reynt. Guðmundur Freyr var einn af áhöfn Krossnessins sem sökk fyrir vestan árið 1992. Þrír félag- ar hans fórust en níu komust lífs af. „Þessi atburður kemur auðvit- að alltaf annað slagið upp í hug- ann, maður kemst aldrei yfir svona slys, hvað sem hver segir,” segir Guðmundur Freyr, sem þrátt fyrir þessa þrekraun lét ekki bugast og fór aftur til sjós. „Ég lít vissulega á það sem áskorun fyrir mig að taka við nýju Akureyr- inni, ekki síst vegna nafnsins sem það ber. Nafninu fylgir mikil veiðihefð og þá er ekkert um ann- að að ræða en að gera sitt besta,” segir Guðmundur Freyr, sem seg- ist líta á það sem algjört lykilat- riði til þess að góður árangur ná- ist, að velja saman samhenta áhöfn. „Mórallinn um borð í svona löngum túrum hefur gríð- arlega mikið að segja. Aðalatriðið er að kunna að slá á létta strengi og vera einn af áhöfninni. Það hefur mér reynst best,” sagði skipstjórinn á Akureyrinni EA- 110. Fyrsti stýrimaður og afleysinga- skipstjóri á Akureyrinni er Sigur- björn Reimarsson, sem á rætur sínar í Svarfaðardal, og Helgi Magnússon er yfirvélstjóri. Einn af elstu togurum flotans Eins og áður segir kemur núver- andi Akureyrin EA 110 í stað gömlu Akureyrarinnar. Akureyrin Akureyrin EA á fullri ferð á leið út Eyjafjörð þann 17. september sl. Mikil áskorun að taka við þessu skipi - segir Guðmundur Freyr Guðmundsson, skipstjóri á Akureyrinni EA-110 „Mér líst mjög vel á þetta verkefni. Þrátt fyrir háan aldur lítur skipið mjög vel út og það er greinilegt að því hefur verið haldið vel við. Það sem öllu máli skiptir er að vera með góða og samhenta áhöfn,” sagði Guðmundur Freyr Guðmundsson, skipstjóri á Akureyrinni EA-110, áður en skipið fór í sína fyrstu veiði- ferð undir merkjum Samherja hf. þann 17. september sl., en eins og kunnugt er keypti Samherji gamla Sléttbak EA og færði hið farsæla nafn Akureyrin EA yfir á það skip. Gamla Akureyrin, sem markaði á sínum tíma upphaf útgerðar Sam- herjafrænda, hefur hins vegar verið seld til dótturfélags Samherja í Skotlandi. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, búinn að sleppa síðustu landfestunum og horfir eftir Akureyrinni EA fara frá bryggju í sína fyrstu veiðiferð undir merkjum Samherja. Helga Steinunn Guðmundsdóttir, eiginkona Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Kolbrún Ingólfsdóttir, eiginkona Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, fylgdust með þegar Akureyrin EA lét úr höfn.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.