Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 11

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 11
11 S K I PA S T Ó L L I N N var máluð í litum Samherja í Slippstöðinni hf. og þar voru gerðar breytingar á vinnsludekki skipsins og nýr löndunarkrani settur á það. Skipið lítur mjög vel út, þrátt fyrir háan aldur. Það var smíðað í Sjövikgrend í Noregi árið 1968, en keypt til Útgerðar- félags Akureyringa árið 1973. Árið 1987 var skipið lengt og því breytt í frystiskip. Eftir breyting- arnar var burðargetan 902 lestir, en var áður 781 brúttólest. Sr. Svavar blessaði skipið Áður en Akureyrin lét úr höfn 17. september sl. kom áhöfn sam- an í borðsal skipsins til stuttrar helgistundar ásamt stjórnendum Samherja og gestum. Sr. Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, flutti stutta hugvekju og blessaði skipið, en Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri, lét þau orð falla við þetta tækifæri að fyrir því væri hefð hjá Samherja að áður en skip færi í fyrstu veiðiferð undir merkjum félagsins væri kallaður til prestur til þess að blessa það. Þorsteinn Már sagði að útgerð þessa skips markaði ákveðin tímamót hjá Samherja. Gamla Akureyrin EA, fyrsta skip Sam- herja, færi brátt til annarra verk- efna erlendis þar sem það fengi annað nafn, en gamla nafnið færð- ist yfir á gamla Sléttbak EA. „Ég treysti því að þetta nafn fari vel á þessu skipi og að það verði far- sælt,” sagði Þorsteinn Már Bald- vinsson. „Afburða gott sjóskip” Meðal þeirra sem voru á bryggj- unni þegar Akureyrin EA lét úr höfn, var Áki Stefánsson, skip- stjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga til margra ára. Áki þekkir vel til þessa skips, því hann kom með það á sínum tíma til landsins og var skipstjóri á því í tólf ár, frá 1973 til 1985. „Þetta er afburða gott sjóskip,” sagði Áki þegar hann horfði á eftir Akureyrinni út Eyjafjörðinn. „Við settum okkur strax strangar reglur um um- gengni um borð og eftir þeim reglum var í hvívetna farið. Mér þótti vænt um að heyra að skipið færi ekki frá Akureyri, ég er viss um að útgerð þess hjá Samherja á eftir að ganga vel,” sagði Áki Stefánsson. Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson við skipshlið ásamt Áka Stefánssyni, sem kom á sínum tíma með skipið til Akureyrar og var þar skipstjóri tólf fyrstu árin sem ÚA gerði skipið út undir nafninu Sléttbakur EA-304. Gamla Akureyrin í höfn á Akureyri eftir að hafa komið úr síðustu veiðiferðinni fyrir Samherja hf. Leið skipsins liggur til Skotlands þar sem það verður gert út af Onward Fishing Company. Guðmundur Freyr Guðmundsson (t.v.), skipstjóri á Akureyrinni EA, og Sigurbjörn Reimarsson, fyrsti stýrimaður. Skipverjar á Akureyrinni klárir í slaginn. Sr. Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, flytur hugvekju í borðsal Akureyrarinnar. Með honum á myndinni er Sigurbjörn Reimarsson, fyrsti stýrimaður og afleysingaskipstjóri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.