Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 12

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 12
12 Marel hf. hefur flutt höfuðstöðvar sínar að Austurhrauni 9 í Garðabæ og notuðu margir gestir á sjávar- útvegssýningunni í Smáranum í byrjun september tækifærið og skoðuðu hinar nýju höfuðstöðvar. Nýja byggingin er rúmlega 15 þúsund fermetrar að stærð og gjörbreytir allri aðstöðu fyrirtæk- isins, sem áður var með starfsemi í tveimur húsum. Rými Marels eykst um helming við flutning- inn. Áður á tveimur stöðum – nú á einum Áður var Marel með starfsemi í tveimur húsum; við Höfðabakka og Tungusel, og setti það starf- seminni talsverðar skorður. Skrif- stofurými í nýja húsinu er um 4.000 fermetrar og framleiðslu- rými um 10.000 fermetrar auk rýmis fyrir kerfi hússins, starfs- mannaaðstöðu og 1.600 fermetra mötuneyti. Þá eru stækkunar- möguleikar fyrir hendi í fram- leiðslurými um ríflega 2.000 fer- metra og skrifstofu um 1.500 fer- metra. Tækjakostur endurnýjaður Nýbygging Marels er hönnuð með það í huga að allt flæði efnis og upplýsinga verði með sem bestum hætti. Framleiðslu- og skrifstofubygging er samþætt þannig að vegalengdir milli deilda verði sem minnstar. Efni til framleiðslu kemur í megin dráttum inn á annarri hlið húss- ins og er síðan skipað út sem full- unninni vöru á hinni hliðinni, beint í útflutningsgáma. Sam- hliða byggingu hússins hefur tækjakostur til framleiðslu verið endurbættur með það í huga að auka afköst í deildum sem verið höfðu flöskuhálsar. Öll aðstaða til vöruþróunar, prófana og kennslu er betri og rýmri. Spennujöfnun og jarðskaut Við hönnun hússins var sérstak- lega hugað að því að draga sem mest úr rafmengun vegna tækja og lýsingar, einnig að tryggja að truflanir frá rafkerfi hverfisins berist ekki inn í bygginguna. Þetta var gert með kerfisbundinni spennujöfnun allra hluta bygg- ingarinnar og því að útbúa sér- stök jarðskaut með borholum sem verja húsið fyrir utanaðkomandi truflunum og sjá til þess að trufl- anir sem myndast innanhúss eigi greiða leið til jarðar. Leitast var við að tryggja sem allra besta hljóðvist í húsinu - hljóðmeng- andi svæði eru lokuð af o.s.frv. Loftræsting er í samræmi við reglugerðir um loftskipti þar sem tryggð er loftræsting á öllum vinnusvæðum auk þess sem auð- velt er að bæta við nýjum loft- ræstimöguleikum inn á þau kerfi sem eru til staðar. Íþróttaaðstaða fyrir starfsmenn Vinnurými í húsinu er er opið til að tryggja aukin samskipti, starfsmönnum er tryggð íþrótta- aðstaða innanhúss með körfu- bolta- og veggjatennissölum, lík- amsræktaraðstöðu, sérstöku leik- herbergi fyrir börn sem af einni eða annarri ástæðu þurfa að koma með foreldrum sínum til vinnu, viðamiklu bókasafni og mötu- neyti sem rúmar alla starfsmenn fyrirtækisins, auk kaffiaðstöðu á hverju skilgreindu vinnusvæði hússins. Arkitekt nýrra höfuðstöðva Marels var Teiknistofa Ingimund- ar Sveinssonar. Umsjónaraðili með framkvæmd byggingarinnar fyrir hönd Marels og tengiliður við verktaka var Helgi Geirharðs- son. Veruleg veltuaukning Gert er ráð fyrir að rekstrartekjur Marelsamstæðunnar á árinu 2002 verði um 104 milljónir evra, - tæplega 9 milljarðar króna - en fyrirtækið hefur tvöfaldað veltu sína á síðustu þremur árum. Hinar nýju höfuðstöðvar Marels í Garðabæ. Hörður Arnarson, forstjóri Marels hf., ávarpar gesti í móttöku fyrir gesti sjávarútvegssýningarinnar. Marel hf. í nýjar höfuð- stöðvar í Garðabæ Marel hf. efndi til móttku fyrir gesti á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í byrjun september. Mun meira rými gerir það að verkum að nú getur Marel sett upp nýjar vinnslulínur í höfuðstöðvum fyrirtækisins og þannig gengið endanlega úr skugga um að þær virki eins og til er ætlast áður en þær fara til viðskiptavina.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.